Spá um
hegðun ferðalanga

2022

Um þessa skýrslu
Síðasta eitt og hálfa árið hefur ýmislegt breyst í okkar daglega lífi, sérstaklega þegar kemur að ferðalögum. Þrátt fyrir að enn geysi heimsfaraldur er meiri bjartsýni fyrir komandi tímum. En hvernig verða ferðalög á næstunni? Við gerðum yfirgripsmikla könnun með yfir 24.000 þátttakendum í 31 landi og landsvæði til þess að reyna að átta okkur á hegðun ferðalanga árið 2022.
Sýna meira
Ný andlit og nýir staðir
Árið 2022 verður loksins auðveldara að sjá ný andlit og kynnast nýju fólki

Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur hvað og hverjir skipta mestu máli í lífinu og hversu mikilvægt er að hafa frelsi. Núna þegar við getum farið að ferðast aftur árið 2022 getur fólk hitt vini og ættingja á ný, og líka nýtt fólk. 60% ferðalanga segjast vilja kynnast nýju fólki á ferðalaginu.

Einnig gæti verið að fólk fari að finna ástina í fríinu á ný, en 50% ferðalanga sögðust vonast eftir einhverri rómantík í næstu ferð. Nú ættu allir að hafa vanist myndsímtölum og því ætti að vera leikandi létt að halda sambandi eftir fríið.

Vilt þú hitta annað fólk í næstu ferð eða kýstu frekar að vera út af fyrir þig? Taktu lítið próf til að athuga hvaða tegund ferðalangs þú ert.
Spurning 1 af 4
Spurning 2 af 4
Spurning 3 af 4
Spurning 4 af 4

Nýjar upplifanir

Ferðalagið verður jafn spennandi og fríið sjálft.

Leiðin á áfangastaðinn er sá hluti ferðalagsins sem við álítum vera nauðsynlegan frekar en eitthvað sem við njótum. En þar sem flestir hafa ferðast sjaldnar síðasta eina og hálfa árið virðist vera meiri tilhlökkun til sjálfs ferðalagsins þegar kemur að fríum árið 2022.

Betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Engin vinna í fríinu.

Þegar heimsfaraldurinn skall á urðu heimili okkar allt í einu líka vinnustaðir og fólk áttaði sig á þægindunum sem fylgja því að vinna heima. Árið 2022 virðist vera meiri áhugi fyrir því að skilja að vinnu og einkalíf, en 73% segjast ætla að taka sér alveg frí frá vinnu á ferðalögum. Ert þú á leiðinni í frí án tölvunnar? Hér fyrir neðan getur þú valið sjálfvirk svör við tölvupóstum svo þú getir kúplað þig alveg út í fríinu.

Prófaðu að nota sniðmátin okkar fyrir sjálfvirk tölvupóstsvör.

Ferðalög bæta heilsuna

Ferðalög verða nauðsynleg næring fyrir sálina

Jóga og hugleiðsla fer að víkja fyrir ferðalögum þegar kemur að andlegri heilsu 2022. Fólk leggur meiri áherslu en áður á að kúpla sig út en einnig að nýta ferðalögin til að drekka í sig nýja menningu og staði. Ferðalög eru eins mismunandi og við erum mörg, hvort sem við viljum eiga stundir með vinum og fjölskyldu, heyra ný tungumál eða smakka nýjan mat. Hvað lætur þér líða vel?

Hvernig ætlar þú að láta þér líða vel á ferðalaginu 2022?
60% vilja nota næstu ferð til að kynnast nýrri menningu og upplifa nýja staði
Það getur verið mjög nærandi að sjá staði sem þú hélst að þú myndir aldrei sjá, smakka ýmsa matargerð og upplifa nýja hluti.
52% vilja nota næstu ferð til að komast í nýtt umhverfi og kúpla sig út úr vinnunni og hversdagslífinu
Ferðalög eru fullkomin leið til að komast aðeins út úr rútínunni og taka hlé frá tækjum og áreitinu sem þeim fylgir. Með smá hvíld er hægt að einblína betur á andlega heilsu.
40% vonast eftir að verja tíma með vinum og fjölskyldu í næstu ferð, eða að hitta nýtt fólk
Einvera er alls ekki lykilatriði í því að líða vel. Það að vera með öðru fólki, sérstaklega í nýju umhverfi, getur hlaðið batteríin og aukið ánægju og sjálfskennd.
50% einhleypra vonast eftir einhverri rómantík í næsta fríi
Þín leið til að endurnærast er kannski að verja tíma með maka. En þeir sem eru einhleypir gætu fundið bæði sig og ástina á ferðalaginu.

Stuðningur við samfélagið

Raunveruleg tenging við samfélagið á áfangastaðnum verður sett í fyrsta sæti

Meðan á heimsfaraldrinum stóð þurfti fólk oftar en ekki að nýta sér vörur og þjónustu í nærumhverfi sínu. Núna er fólk farið að styðja meira við sitt heimasamfélag með því að versla við innlend fyrirtæki, og fer síðan með sama hugsunarhátt í ferðalögin. 58% fólks finnst mikilvægt að ferðalagið sé íbúum staðanna til góðs. En 29% ætla að skoða betur hvar sé best að verja peningunum og bæta þannig eða hafa áhrif á samfélag staðanna.

Hvernig setur þú samfélagið í fyrsta sæti á ferðalaginu árið 2022?
Valkostur 1
Valkostur 2

Segðu já!

Fólk segir JÁ við ferðalögum og vill bæta sér upp glataðan frítíma

Eftir að hafa þurft að fórna félagslífi, ferðalögum og skemmtunum í svona langan tíma hafa ferðalangar tileinkað sér nýtt og jákvæðara hugarfar fyrir árið 2022. Hlutfall þeirra sem finnst þeir þurfa að bæta sér upp glataðan frítíma hefur aukist úr 42% í 63%. Þar sem öllum ferðaplönum var slegið á frest vegna heimsfaraldursins verður 2022 árið sem við segjum einfaldlega já! 72% ætla að segja „já“ við hvaða fríi sem er, svo framarlega sem þeir hafi efni á því.

Fögnum óvissunni

Tekist á við áframhaldandi óvissu varðandi ferðalög með nýjustu tækni

Eftir alla óvissuna í kringum ferðalög í heimsfaraldrinum ætla ferðalangar að fagna óvissunni árið 2022, og margir vilja nýta sér nýjustu tækni til þess. Samkvæmt rannsóknum okkar telja 63% ferðalanga um allan heim að tæknin sé mikilvæg þegar kemur að því að vernda heilsuna á ferðalögum og 62% eru sammála því að tæknin geti komið að gagni við að gera ferðalög áhyggjuminni.

Tveir þriðju svarenda hefðu áhuga á að nýta sér nýja þjónustu sem gæti spáð fyrir um það hvaða landa væri öruggt að ferðast til (69%), jafnvel marga mánuði fram í tímann, eða komið með sjálfkrafa uppástungur að áfangastöðum sem auðvelt væri að ferðast til í augnablikinu, byggt á nýjustu reglum þeirra heimalands og áfangastaðarins vegna COVID-19 (67%).

Aðferðafræði
Rannsóknin „Spá um hegðun ferðalanga 2022“ sem Booking.com lét gera á úrtaki fullorðinna svarenda sem ætla sér að ferðast í viðskipta- eða einkaerindum á næstu 12-14 mánuðum. Alls voru 24.055 þátttakendur í 31 landi og landssvæði spurðir (þar af 501 frá Argentínu, 1003 frá Ástralíu, 500 frá Belgíu, 1001 frá Brasilíu, 500 frá Kanada, 1000 frá Kína, 1007 frá Kólumbíu, 1001 frá Króatíu, 508 frá Danmörku, 1002 frá Frakklandi, 1000 frá Þýskalandi, 1005 frá Hong Kong, 1000 frá Indlandi, 502 frá Ísrael, 1003 frá Ítalíu, 1002 frá Japan, 500 frá Mexíkó, 501 frá Hollandi, 501 frá Nýja-Sjálandi, 500 frá Perú, 1000 frá Rússlandi, 1005 frá Singapúr, 1002 frá Suður-Kóreu, 1002 frá Spáni, 501 frá Svíþjóð, 501 frá Sviss, 504 frá Taívan, 500 frá Taílandi, 1000 frá Bretlandi, 1002 frá Bandaríkjunum og 501 frá Víetnam). Þátttakendur svöruðu könnun á netinu í ágúst 2021.