Beint í aðalefni

Svona virkar síðan okkar

Uppfært 31. október 2023

Prenta

Efnisyfirlit

1. Gistiþjónusta

1A. Skilgreiningar og hver við erum

Sum orðin sem þú sérð hafa mjög sérstaka merkingu, því skaltu skoða „Booking.com-orðabókina“ í þjónustuskilmálum okkar.

Þegar þú bókar gistiþjónustu veitir Booking.com B.V. og ber ábyrgð á vettvanginum — en ekki ferðaupplifuninni sjálfri (sjá 1B hér að neðan). Booking.com B.V. er fyrirtæki sem er stofnað samkvæmt lögum Hollands (skráð heimilisfang: Oosterdokskade 163, 1011 DL, Amsterdam, Hollandi; númer Viðskipta- og iðnaðarráðs: 31047344, VSK-númer: NL805734958B01).

1B. Hvernig virkar þjónusta okkar?

Við auðveldum þér að bera saman bókanir frá mörgum hótelum, gististaðaeigendum og öðrum þjónustuaðilum.

Þegar þú bókar á vettvanginum okkar gerir þú samning við þjónustuaðilann (nema annað sé tekið fram).

Upplýsingarnar á vettvanginum okkar eru byggðar á því sem þjónustuaðilar segja okkur. Við gerum okkar besta við að vera ávallt með nýjustu upplýsingar, en raunhæft er að áætla nokkrar klukkustundir í að uppfæra t.d. textalýsingar og lista yfir þá aðstöðu sem gistiþjónustan býður upp á.

1C. Hverjum vinnum við með?

Aðeins þjónustuaðilar sem eru samningsbundnir okkur koma fram á vettvanginum okkar. Þeir bjóða hugsanlega einnig ferðaupplifun utan okkar vettvangs.

Við eigum ekki neina gistiþjónustu sjálf - sérhver þjónustaðili er aðskilið fyrirtæki sem hefur samþykkt að vinna með okkur á ákveðinn hátt.

Vettvangurinn okkar segir þér hversu mörg gistirými þú getur bókað í gegnum okkur um allan heim og leitarniðurstöðusíðan okkar segir þér hversu mörg þeirra gætu hentað þér, miðað við það sem þú hefur sagt okkur.

1D. Hvernig högnumst við?

Við kaupum ekki eða (endur-)seljum neinar vörur eða þjónustu. Þegar dvöl þinni er lokið greiðir þjónustuaðilinn okkur einfaldlega söluþóknun.

Ef gistiþjónusta tvö í leitarniðurstöðum þínum er með merki sem segir „Kostað“ þýðir það að þjónustaðilinn hefur greitt fyrir birtingu þess hér sem hluta af áætluninni „Booking Network Sponsored Ads“.

1E. Meðmælakerfi okkar

Hvernig Booking.com notar meðmælakerfi

Allir góðir gististaðir eiga skilið að finnast. Þess vegna notum við „meðmæla“kerfi til að sýna upplýsingar á vettvangi okkar með þannig hætti að það hjálpi þér að finna gististaði sem við teljum að þér hugnist. Á lendingarsíðunni „dvalir“ má finna fjölda af meðmælakerfum, þar á meðal:

  • Vinsælir áfangastaðir. Áfangastaðir sem þig langar kannski að ferðast til, byggt á bókunum sem aðrir ferðalangar sem leituðu að svipuðu og þú gerðu.
  • Heimili sem gestir elska. Heimagististaðir með háar umsagnareinkunnir.
  • Ertu að leita að rétta gististaðnum? Gististaðir (sem ekki eru áfangastaðir) sem þig gæti langað til að dvelja á byggt á bókunum sem aðrir gestir sem leituðu að svipuðu og þú gerðu.

Leitarniðurstöður okkar eru líka meðmælakerfi. Raunar eru þær meðmælakerfið sem viðskiptavinir okkar nota mest. Skoðaðu þess vegna „Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og röðunarvalkostir okkar“ hér fyrir neðan.

Öll meðmælakerfi okkar sem við notum gefa meðmæli byggt á einum eða fleiri eftirfarandi þáttum:

  • Það sem þú segir okkur í leitarforminu: áfangastaður, dagsetningar, fjöldi gesta o.s.frv.
  • Alls kyns upplýsingar sem við höfum safnað byggt á hvernig þú notar vettvanginn okkar: fyrri leitir á vettvangnum, í hvaða landi þú ert þegar leitað er o.s.frv.
  • Frammistaða gistiþjónustu á vettvangi okkar:
    • smellihlutfall hennar (hve margir smella á hana)
    • brúttóbókanir hennar (hversu margar bókanir eru gerðar hjá gistiþjónustunni).
    • nettóbókanir hennar (hversu margar bókanir eru gerðar hjá gistiþjónustunni, mínus þær sem eru afpantaðar)
  • Upplýsingar um framboð gistiþjónustunnar, verðlagseinkunn, umsagnareinkunn o.s.frv.

Til að auðvelda þér að finna og bóka gistiþjónustu geta hinir ýmsu þættir verið mismikilvægir við mismunandi aðstæður, eftir því hvað við teljum líklegast til að framkalla skrá yfir gististaði sem þig gæti langað til að bóka.

Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og röðunarvalkostir okkar

Leitarniðurstöður okkar eru líka meðmælakerfi. Þær sýna allar gistiþjónustur (hótel, íbúðir o.s.frv.) sem passa við leitina. Ef þú vilt, getur þú notað síur til að þrengja niður niðurstöður þínar.

Til að sjá alla bókunarmöguleika sem gistiþjónusta býður upp á, smellirðu einfaldlega á hana.

Þegar þú færð fyrstu leitarniðurstöðurnar þínar verða þær flokkaðar („raðað“) eftir „okkar helsta vali“ (kallað „vinsældir“ í appinu okkar):

  • Gistiþjónusta þarf að standa sig vel á öllum þessum þremur sviðum til að birtast ofarlega á síðunni:
    • Smellihlutfall. Hversu margir smella á hana
    • Brúttóbókanir. Hversu margar bókanir eru gerðar hjá gistiþjónustunni.
    • Nettóbókanir: Hversu margar bókanir eru gerðar hjá gistiþjónustunni, mínus þær sem eru afpantaðar.
  • Eins og þú getur ímyndað þér eru þessar tölur háðar mörgum þáttum, þar á meðal umsagnareinkunnum, framboði, skilmálum, verðlagningu, gæðum efnis (t.d. mynda) og öðrum eiginleikum.
  • Önnur atriði geta einnig haft áhrif á röðun gistiþjónustunnar - til dæmis hversu mikla söluþóknun hún greiðir okkur á bókanir, hversu fljótt hún greiðir hana yfirleitt, hvort hún er hluti af Genius-prógramminu okkar eða prógramminu fyrir sérútvalda gististaði og hvort við sjáum á tilteknum stöðum* um greiðslur þeirra.
  • Allar upplýsingar sem við söfnuðum byggt á hvernig samskipti þín eru við vettvanginn (þ.m.t. hvað þú segir okkur) skipta einnig máli.

* Í augnablikinu hefur þessi röðunarþáttur bara áhrif á gistiþjónustur í Bandaríkjunum sem bókaðar eru af viðskiptavinum í Bandaríkjunum.

Margir þessara ofannefndra þátta hjálpa meðmælakerfi okkar að ákvarða hvaða gistiþjónustur gætu höfðað best til þín og skipt þig máli. Sumir þættir leika lítið hlutverk í þeirri ákvörðun, en aðrir leika mikið hlutverk -- og vægi hvers þáttar getur breyst eftir eiginleikum gistiþjónustunnar og hvernig þú og annað fólk notið vettvang okkar.

Sem dæmi leikur smellihlutfall gistiþjónustunnar og fjöldi bókana oft mikið hlutverk í ákvörðununum. Það er vegna þess að þessir þættir endurspegla hve vel gistiþjónustan höfðar til fólks og hve ánægðir gestir hennar hafa tilhneigingu til að verða með það sem er í boði.

Hátt smellihlutfall þýðir venjulega að fyrstu áhrif gistiþjónustunnar eru góð á vettvangnum (t.d. gegnum myndir, aðbúnað eða lýsingar) – og margar bókanir sýna að mörgu fólki finnst hún í raun uppfylla kröfur sínar.

En aðrir þættir skipta sömuleiðis máli. Við gætum til dæmis forgangsraðað þeim gistiþjónustum sem eru hluti af Genius-prógramminu – eða bjóða sveigjanlega, notendavæna greiðsluskilmála. Þegar öllu er á botninn hvolft gefa þessir þættir til kynna að þessar gistiþjónustur átti sig á hve mikilvæg þjónusta og þægindi eru fyrir viðskiptavini okkar.

Meðmæli okkar ráðast einnig af því hvernig aðrir viðskiptavinir með svipaða forgangsröð nota vettvang okkar. Til dæmis ef:

  • Aðili A bókar oft gistiþjónustur í París, Barselóna og Róm, en
  • Aðili B bókar oft gistiþjónustur í París, Barselóna, Róm, Berlín og Madrid

...þá gæti meðmælakerfi okkar spáð því að aðili A hefði einnig áhuga á gististöðum í Berlín og Madrid.

Ef gistiþjónusta tvö í leitarniðurstöðum þínum er með merki sem segir „Kostað“ þýðir það að þjónustaðilinn hefur greitt fyrir birtingu þess hér sem hluta af áætluninni „Booking Network Sponsored Ads“.

Ef þú vildir heldur að við röðuðum ekki leitarniðurstöðum þínum á sjálfgefinn hátt getur þú flokkað þær með öðrum hætti, svo sem:

  • Heimili og íbúðir efst. Heimili og íbúðir birtast ofar en hótel og aðrar tegundir gistiþjónustu.
  • Verð (lægsta fyrst). Gistiþjónustur með lægri verð birtast ofar.
  • Genius-afsláttur efstur. Genius-gistiþjónustur birtast ofar en aðrar gistiþjónustur.
  • Einkunn gististaðar (hæst fyrst). Gistiþjónustur með fleiri stjörnur* og/eða hærri gæðaeinkunn* birtist ofar.
  • Einkunn gististaðar (lægst fyrst). Gistiþjónustur með færri stjörnur og/eða lægri gæðaeinkunn birtast ofar.
  • Bestu umsagnirnar (kallað „Gististaðir með bestu umsagnirnar efst“ í okkar appi). Gistiþjónustur með hærri umsagnareinkunn* birtist ofar. Ef þú sérð einhver tilvik þar sem sú er ekki raunin, er það bara vegna þess að við tökum einnig með áreiðanleika (þ.e. fjölda umsagna). Gistiþjónusta með 1.000 umsagnir og 8,2 í meðaleinkunn gæti til dæmis birst fyrir ofan gistiþjónustu með 5 umsagnir og 8,3 í meðaleinkunn.
  • Fjarlægð frá (X). Gististaðir sem eru nær X (t.d. miðborginni) birtast ofar á síðunni. (Þegar við segjum „nálægt“ er átt við „nálægt í beinni línu“.)
  • Stjörnugjöf gististaðar Gistiþjónustur með fleiri stjörnur birtast ofar. Innan hvers bils (5 stjörnur, 4 stjörnur o.s.frv.) birtast þær sem eru með lægra verð ofar.
  • Bestu umsagnir og lægsta verð. Gistiþjónustur með hærri umsagnareinkunn birtast ofar. Innan hvers 0,5 bils (milli 10 og 9,5; milli 9,5 og 9; o.s.frv.) birtast þær sem eru með lægra verð ofar.

* Skoðaðu „Stjörnugjöf, umsagnareinkunnir og gæðaeinkunnir“ (1J) hér fyrir neðan.

Hafðu í huga að sama hvaða flokkunarmöguleika þú velur, geta þættirnir sem lýst er í „Okkar helsta val“ samt haft áhrif. Til dæmis gætu þessir þættir virkað sem „bráðabani“ milli tveggja eða fleiri gistiþjónusta sem annars myndu birtast á sama stað. Samt sem áður eru þættir eins og „okkar helsta val“ hreint aukaatriði – því að þeir eru aðeins notaðir þar sem við þurfum að ákveða hvorn af tveimur eiginleikum eigi að setja framar.

Sérsniðin meðmæli

Sum meðmælakerfi okkar búa til sérsniðin meðmæli byggð á hvernig samskipti þín hafa verið við Booking.com-kerfin, svo sem póstkortum af áfangastöðum, nálægum áfangastöðum og leitarniðurstöðum. Ef þú ert innan EES geturðu breytt stillingum þínum þannig að meðmælakerfi okkar veiti þér ekki sérsniðin meðmæli. Það gerirðu – ef þú ert að nota:

  • Vefsíðu okkar fyrir borðtölvu eða farsíma: með því að smella á „Hafa umsjón með sérsniðnum meðmælum“ í síðufætinum
  • Appið okkar: með því að smella á „Hafa umsjón með sérsniðnum meðmælum“ á borðanum.

Jafnvel þótt það sé gert höldum við hugsanlega eftir einhverjum upplýsingum um þig svo að við getum veitt þér þægilegri upplifun. Það gætu verið upplýsingar sem þú veittir (t.d. símanúmer þitt eða netfang) eða við söfnuðum byggt á hvernig samskipti þín voru við vettvanginn.

Kjörstilling (um sérsniðin meðmæli) á við um öll tæki þar sem þú hefur skráð þig inn í Booking.com reikninginn þinn. Ef þú ert ekki innskráð/ur á svæðið þitt eiga kjörstillingar þínar ekki við um önnur tæki: Þær vistast sem hluti af fótsporum þínum og þegar það fótspor rennur út fer eins um kjörstillingar þínar.

1F. Umsagnir

Hver umsagnareinkunn er á milli 1-10. Til að fá út heildareinkunnina sem þú sérð, leggjum við saman allar umsagnareinkunnir sem við höfum fengið og deilum þeirri samtölu með fjölda umsagnareinkunna sem við höfum fengið. Auk þess geta gestir líka gefið séreinkunn fyrir tiltekna ferðaupplifun, svo sem staðsetningu, hreinlæti, starfsfólk, þægindi, aðstöðu, hvort þú hafir fengið mikið fyrir peninginn og ókeypis Wi-Fi. Athugið að gestir gefa undireinkunnir sínar og heildareinkunnir óháð öðru og því eru engin bein tengsl á milli þeirra.

Þú getur gefið umsögn um gistiþjónustu sem þú bókaðir í gegnum vettvang okkar ef þú dvaldir þar eða ef þú mættir á gistiþjónustuna en gistir ekki þar. Til að breyta umsögn sem þú hefur þegar sent inn skaltu hafa samband við þjónustuverið okkar.

Við erum með starfsfólk og sjálfvirk kerfi sem eru sérhæfð í að finna falsaðar umsagnir sem sendar eru inn á vettvangi okkar. Ef við finnum slíkar eyðum við þeim og, ef nauðsynlegt er, grípum við til aðgerða gegn þeim sem bera ábyrgð á þeim.

Hver sem kemur auga á vandamál getur ávallt tilkynnt slíkt til þjónustuvers okkar og teymi okkar sem tekur á svikum rannsakar það.

Helst vildum við birta hverja neytendaumsögn sem við fáum, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð nema það stangist á við efnisstaðla og -leiðbeiningar okkar.

Til að ganga úr skugga um að umsagnir séu viðeigandi gætum við aðeins samþykkt umsagnir sem eru sendar innan 3 mánaða frá útskráningu og við gætum hætt að sýna umsagnir 36 mánaða eða eldri - eða ef eigendaskipti verða á gistiþjónustunni.

Gistiþjónusta getur valið að svara umsögn.

Þegar þú sérð margar umsagnir verða þær nýjustu efst, háð nokkrum öðrum þáttum (hvaða tungumáli umsögn er á, hvort það er bara stigagjöf eða inniheldur líka athugasemdir o.s.frv.). Til að tryggja að hjálplegustu umsagnirnar birtist fyrst getur hver þáttur orðið mikil- eða lítilvægari – eftir því hvernig vettvangur okkar breytist með tímanum, til dæmis.

Ef þú vildir heldur að við röðuðum ekki umsögnunum á sjálfgefinn hátt getur þú flokkað þær byggt á öðrum þáttum, svo sem:

  • Nýjustu fyrst
  • Elstu fyrst
  • Hæstu einkunnir
  • Lægstu einkunnir

Stundum sýnum við utanaðkomandi umsagnareinkunnir frá öðrum vel þekktum ferðavefsíðum. Við tökum það skýrt fram þegar við höfum gert þetta.

Umsagnir gætu innihaldið þýðingar gerðar af Google, ekki Booking.com. Google firrir sig öllum ábyrgðum tengdum þýðingunum, eindregnum eða óbeinum, þ.á.m. ábyrgðum varðandi nákvæmni, áreiðanleika og óbeinum ábyrgðum varðandi markaðsbærni, hæfi fyrir tiltekinn tilgang og eftirfylgni við höfundarrétt.

1G. Verð

Verðin sem birtast á vettvanginum okkar eru ákveðin af þjónustuaðilum. Vera má að við fjármögnum úr eigin vasa umbun eða önnur fríðindi.

Þegar þú bókar samþykkir þú að greiða kostnað af ferðaupplifuninni sjálfri og öðrum gjöldum og sköttum sem kunna að eiga við (t.d. fyrir aukaþjónustu). Skattar og gjöld geta verið mismunandi af ýmsum ástæðum, svo sem staðsetningu þjónustuaðilans, tegund herbergis sem valið er og fjölda gesta. Verðsundurliðunin segir þér hvort skattar og gjöld séu innifalin eða undanskilin. Þú getur fundið frekari upplýsingar um verðið meðan þú bókar.

Vettvangurinn okkar veitir lýsingar á öllum búnaði og aðstöðu sem þjónustuaðilar bjóða upp á (byggt á því sem þeir segja okkur). Þar kemur einnig fram hversu mikið aukalega það muni kosta, ef eitthvað er.

1H. Greiðslur

Það eru þrjár leiðir til að greiða fyrir bókunina þína:

  • Þjónustuaðilinn tekur af þér greiðslu hjá gistiþjónustunni.
  • Þjónustuaðilinn tekur af þér fyrirframgreiðslu. Við (eða hlutdeildarfélag okkar) tekur við upplýsingum um greiðslumáta og sendir þær til þjónustuaðilans.
  • Við sjáum um greiðslu þína til þjónustuaðilans fyrirfram. Við (eða hlutdeildarfélag okkar) munum taka við greiðslumátaupplýsingum og tryggja greiðslu til þjónustuaðilans.

Ef þú afpantar eða mætir ekki fer hvers kyns gjald vegna afpöntunar/ef gestur mætir ekki og endurgreiðsla eftir skilmálum þjónustuaðila um afpöntun og þegar gestur mætir ekki.

1I. Tegund gestgjafa

Við biðjum þjónustuaðila, hvar sem þeir eru í heiminum, að segja okkur hvort þeir starfi sem „einkagestgjafi“ eða sem „atvinnugestgjafi“, eins og skilgreint er í lögum ESB.

ESB-neytendalög kveða á um að við verðum að segja þér þetta. Ef þú ert á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), í Sviss eða Bretlandi gætirðu séð að sumar gistiþjónustur í leitarniðurstöðum okkar eru með merki „í umsjón einkagestgjafa“ og lýsingu á hvað það þýðir. Öllum öðrum gistiþjónustum er stýrt af „atvinnugestgjöfum“ eftir því sem við best vitum.

Þetta merki hefur enga þýðingu hvað varðar skatta, þar á meðal VSK og aðra „óbeina skatta“ sem tengjast virðisauka, sölu eða neyslu.

1J. Stjörnugjöf, umsagnareinkunn og gæðaeinkunnir

Við úthlutum ekki stjörnugjöf. Henni er úthlutað eftir gildandi reglugerðum (a) af þjónustuaðilum sjálfum eða (b) af óháðum þriðju aðilum (t.d. stofnunum sem meta hótel). Hvort heldur sem er, sýna stjörnugjafir þér hvar gistiþjónustur standa í samanburði við aðrar, meðal annars hvað varðar verðgildi, aðstöðu og þjónustu í boði. Við setjum ekki okkar eigin staðla fyrir stjörnugjöf og við förum ekki yfir þessar stjörnugjafir en ef við verðum vör við að stjörnugjöf sé ekki rétt biðjum við þjónustuaðilann annað hvort að sýna að hann eigi hana skilið... eða að leiðrétta hana!

Svona lítur stjörnugjöf út: 1-5 gular stjörnur við hliðina á nafni gististaðarins.

Við úthlutum ekki umsagnareinkunnum. Viðskiptavinir okkar gera það. Sjá „Umsagnir“ (1F) hér að ofan.

Hvernig umsagnareinkunn lítur út: blár ferningur með hvítu númeri í (1-10).

Við úthlutum gæðaeinkunnum. Til að hjálpa viðskiptavinum að finna réttu gistiþjónustuna gefum við vissum gistiþjónustum á vettvangi okkar gæðaeinkunn. Hver einkunn er byggð á yfir 400 atriðum, sem falla í 5 aðalflokka:

  • aðstöðu/aðbúnað/þjónustu
  • „gerð gististaðar“ (t.d. stærð eininga, fjölda herbergja og nýtingu)
  • fjölda og gæði mynda sem þjónustuaðilinn hefur hlaðið inn
  • meðalumsagnareinkunn (og undireinkunnir sem við vitum að viðskiptavinum finnast sérlega gagnlegar, svo sem hreinlæti)
  • söguleg heildarbókunargögn (til dæmis til að meta stjörnugjöf gistiþjónustu).

Við notum þessa eiginleika til að reikna út tölfræðileg mynstur og við framkvæmum greiningu með vélrænu námi. Þannig reiknast sjálfkrafa gæðaeinkunn á milli 1 og 5.

Svona lítur gæðaeinkunn út: 1-5 gulir reitir við hliðina á nafni gististaðarins.

1K. Hjálp og ráðgjöf - ef hið óvænta gerist

Ef þú hefur einhverjar spurningar, eða eitthvað fer ekki samkvæmt áætlun, skaltu bara hafa samband við okkur. Þú getur gert það með því að opna bókunina þína eða í gegnum appið okkar eða í gegnum þjónustuver okkar (þar sem þú finnur einnig nokkrar gagnlegar algengar spurningar). Við tökum á kvörtunum sem fyrst, mætum þeim brýnustu með hæsta forgangi.

Þú getur hjálpað okkur að hjálpa þér eins fljótt og auðið er - með því að láta í té:

  • Bókunarstaðfestingarnúmerið þitt, PIN-númerið þitt hjá Booking.com, tengiliðsupplýsingar þínar og netfangið sem þú notaðir þegar þú bókaðir dvöl þína
  • samantekt á aðstæðum sem þú þarft aðstoð við, þar á meðal hvernig þú vilt að við hjálpum þér
  • öll fylgiskjöl (bankayfirlit, myndir, kvittanir o.s.frv.).

Hvert sem vandamálið er gerum allt sem við getum til að aðstoða þig.

  • Hvað gerist ef bókun er rangt verðlögð? Stundum (mjög sjaldan) gætirðu séð augljóslega rangt verð á vettvanginum okkar. Ef slíkt gerist og ef þú bókar áður en við leiðréttum mistökin er hugsanlegt að þú verðir afbókuð/aður og við endurgreiðum allt sem þú hefur greitt.
  • Fjarlægjum við nokkurn tíma þjónustuaðila af vettvanginum okkar að öllu leyti? Auðvitað. Við getum gert það ef við komumst til dæmis að því að þeir hafi ekki staðið við skyldur sínar í samningnum eða að þeir hafi gefið ranga lýsingu á gistiþjónustunni (og ekki leiðrétt hana þegar við fórum fram á það).

Frekari upplýsingar er að finna í „Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis?“ (A15) og „Viðeigandi lög og varnarþing“ (A19) í þjónustuskilmálum okkar.

1L. Yfirbókun

Þegar bókunin þín hefur verið staðfest verður þjónustuaðili þinn að virða hana. Ef þjónustuaðilinn er „yfirbókaður“ ber hann ábyrgð á því að finna lausn eins fljótt og auðið er - en við veitum þeim leiðbeiningar sem og hagnýta aðstoð.

Ef þú færð ekki valkostinn sem þú bókaðir og ekki er hægt að bjóða þér annan hentugan kost:

  • geturðu afbókað þér að kostnaðarlausu (með endurgreiðslu á öllu sem þú greiddir)
  • ef þú vilt getum við aðstoðað þig við að velja aðra gistiþjónustu í svipuðum flokki og á svipuðu verði á vettvanginum okkar (ef til er) – og ef hún er lítið eitt dýrari endurgreiðum við mismuninn þegar þú sendir okkur reikninginn sem þú færð frá nýjasta þjónustaðilanum.

Þegar kemur að endurgreiðslum...

  • Ef þjónustuaðili þinn sá um greiðsluna reynum við að tryggja að hann endurgreiði þér eins fljótt og auðið er.
  • Ef við sáum um greiðsluna þína endurgreiðum við þér sjálf. Í 90% tilfella ættu peningarnir að vera á reikningnum þínum innan 5 virkra daga frá þeim tíma þegar:
    • upprunalega bókunin þín er afpöntuð, eða
    • við staðfestum reikninginn sem þú sendir okkur (til að sýna að þú gistir á öðrum stað).

2. Afþreying

2A. Skilgreiningar og hver við erum

Sum orðin sem þú sérð hafa mjög sérstaka merkingu, því skaltu skoða „Booking.com-orðabókina“ í þjónustuskilmálum okkar.

Þegar þú bókar gistiþjónustu veitir Booking.com B.V. og ber ábyrgð á vettvanginum — en ekki ferðaupplifuninni sjálfri (sjá 2B hér að neðan). Booking.com B.V. er fyrirtæki sem er stofnað samkvæmt lögum Hollands (skráð heimilisfang: Oosterdokskade 163, 1011 DL, Amsterdam, Hollandi; númer Viðskipta- og iðnaðarráðs: 31047344, VSK-númer: NL805734958B01).

2B. Hvernig virkar þjónusta okkar?

Við bjóðum upp á stað fyrir þig til að finna og bóka afþreyingarþjónustu.

Þegar þú bókar á vettvanginum okkar verður þú aðili að samningi við þjónustuaðilann - eða við fyrirtækið sem starfar sem milliliður/seljandi.

Upplýsingarnar á vettvanginum okkar eru byggðar á því sem þjónustuaðilar og/eða utanaðkomandi samleiðar segja okkur. Við gerum okkar besta til að vera ávallt með nýjustu upplýsingar.

2C. Hverjum vinnum við með?

Við erum samningsbundin ýmsum utanaðkomandi samleiðum. Aðeins þjónustuaðilar sem eru í beinum tengslum við þá koma fram á vettvanginum okkar.

Í sumum tilvikum starfa þessir utanaðkomandi samleiðar sem milliliðir til þjónustuaðila - og í sumum tilvikum kaupa þeir í raun afþreyingarþjónustu og endurselja hana.

Bæði þjónustuaðilar og utanaðkomandi samleiðar geta einnig boðið upp á ferðaupplifanir utan vettvangsins okkar (þannig að það sem utanaðkomandi samleiðar bjóða á vettvanginum okkar er kannski ekki tæmandi).

Vettvangurinn okkar segir þér hve mikla afþreyingu þú getur bókað í gegnum okkur um allan heim og leitarniðurstöðusíðan okkar segir þér hversu margt af því gæti hentað þér, miðað við það sem þú hefur sagt okkur.

2D. Hvernig högnumst við?

Við kaupum ekki eða (endur-)seljum neinar vörur eða þjónustu - þegar þú bókar greiðir utanaðkomandi samleiðirinn okkur einfaldlega söluþóknun.

Við innheimtum alls engin bókunargjöld.

2E. Meðmælakerfi okkar

Hvernig Booking.com notar meðmælakerfi

Við notum meðmælakerfi til að velja og/eða raða upplýsingunum á vettvanginum til að aðstoða þig við að uppgötva ferðaupplifun sem við teljum að þér lítist vel á. Þegar til dæmis er heimsótt lendingarsíðan „afþreying“ má finna fjölda af meðmælakerfum, þar á meðal:

  • Nálægir áfangastaðir. Afþreying nálægt þér, byggt á hvar þú ert þegar þú leitar.

Leitarniðurstöður okkar eru líka meðmælakerfi. Raunar eru þær meðmælakerfið sem viðskiptavinir okkar nota mest. Skoðaðu þess vegna „Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og röðunarvalkostir okkar“ hér fyrir neðan.

Öll meðmælakerfi okkar sem við notum gefa meðmæli byggt á einum eða fleiri eftirfarandi aðalþáttum:

  • Það sem þú segir okkur í leitarforminu: áfangastaður, dagsetningar o.s.frv.
  • Alls kyns upplýsingar sem við höfum safnað byggt á hvernig þú notar vettvanginn okkar: fyrri leitir á vettvangnum, í hvaða landi þú ert þegar leitað er o.s.frv.

Til að auðvelda þér að finna og bóka afþreyingu geta hinir ýmsu þættir verið mismikilvægir við mismunandi aðstæður, eftir því hvað við teljum líklegast til að framkalla skrá yfir afþreyingu sem þig gæti langað til að bóka.

Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og röðunarvalkostir okkar

Þegar þú færð fyrstu leitarniðurstöðurnar þínar verða þær flokkaðar („raðað“) eftir „okkar helsta vali“ sem mælir með afþreyingu á eftirfarandi hátt:

  • Afþreyingarþjónusta birtist ofarlega á síðunni ef margt fólk smellir á hana (í leitarniðurstöðum) og bókar hana síðan (á næstu síðu). Eins og þú getur ímyndað þér er fólk almennt líklegra til að velja þá sem eru með frábærar umsagnir, framboð, skilmála og verðlagningu.
  • Ef við getum sérsníðum við einnig niðurstöður þínar byggt á eftirfarandi þáttum:
    • Leitarsaga þín á vettvangi okkar. Ef þú ert innskráð(ur) og þetta er ekki þitt fyrsta skipti hér gætum við fínstillt röðun miðað við fyrra val þitt.
    • Aðrar bókanir þínar. Ef þú gistir til dæmis á nálægu hóteli sem þú bókaðir í gegnum Booking.com gætum við fínstillt röðunina út frá því hvar þú dvelur, hversu lengi þú dvelur og hver ferðast með þér.

Margir þessara ofannefndra þátta hjálpa meðmælakerfi okkar að ákvarða hvaða afþreying gæti höfðað best til þín og skipt þig máli. Sumir þættir leika lítið hlutverk í þeirri ákvörðun, en aðrir leika mikið hlutverk - og vægi hvers þáttar getur breyst eftir eiginleikum afþreyingarinnar og hvernig þú og annað fólk notið vettvang okkar.

Sem dæmi leikur smellihlutfall afþreyingarinnar og fjöldi bókana oft mikið hlutverk í ákvörðununum. Það er vegna þess að þessir þættir endurspegla hve vel afþreyingin höfðar til fólks og hve ánægðir gestir hennar hafa tilhneigingu til að verða með það sem er í boði.

Hátt smellihlutfall þýðir venjulega að fyrstu áhrif afþreyingarinnar eru góð á vettvangnum (t.d. gegnum verð eða tegund afþreyingar) – og margar bókanir sýna að mörgu fólki finnst hún í raun uppfylla kröfur sínar.

Fjarlægð frá gistiþjónustunni sem þú bókaðir á Booking.com (ef einhver er) hefur líka áhrif á meðmæli okkar.

Ef þú smelltir á einhverja afþreyingu í fyrri tíð mun það líka hafa áhrif á meðmæli okkar til að auðvelda þér að finna hana aftur á vettvangi okkar.

Ef þú vilt síður að við forgangsröðum afþreyingu byggt á þáttum sem nefndir voru hér að ofan geturðu flokkað niðurstöðurnar á annan hátt, svo sem:

  • Vinsælast. Afþreyingarþjónusta sem hefur verið mikið bókuð síðustu 30 daga birtist ofarlega á síðunni.
  • Lægsta verð. Afþreyingarþjónusta sem kostar lítið birtist ofar á síðunni en sú sem kostar mikið.

Hvora flokkun sem þú velur geturðu þrengt niður niðurstöður þínar með síum - svo sem:

  • Flokkur. Smellir t.d. „Skoðunarferðir“ eða „söfn“ ef þú vilt aðeins sjá skoðunarferðir og söfn - og ekkert annað.
  • Verð. Smelltu á eitt eða fleiri verðbil ef þú vilt aðeins sjá afþreyingarþjónustu sem passar við tiltekin efni.
  • Ókeypis afpöntun. Smelltu á þetta ef þú vilt aðeins sjá afþreyingarþjónustu sem þú getur hætt við ókeypis.
  • Borg. Smelltu á borgarheiti ef þú vilt aðeins sjá afþreyingarþjónustu sem er í þeirri borg.

Sérsniðin meðmæli

Sum meðmælakerfi okkar búa til sérsniðin meðmæli byggð á hvernig samskipti þín hafa verið við Booking.com-kerfin, svo sem „okkar helsta val“ í leitarniðurstöðum. Ef þú ert innan EES geturðu breytt stillingum þínum þannig að meðmælakerfi okkar veiti þér ekki sérsniðin meðmæli. Það gerirðu - ef þú ert að nota:

  • Vefsíðu okkar fyrir borðtölvu eða farsíma: með því að smella á „Hafa umsjón með sérsniðnum meðmælum“ í síðufætinum
  • Appið okkar: með því að snerta „Hafa umsjón með sérsniðnum meðmælum“ á borðanum.

Jafnvel þótt það sé gert höldum við hugsanlega eftir einhverjum upplýsingum um þig svo að við getum veitt þér þægilegri upplifun. Það gætu verið upplýsingar sem þú veittir (t.d. símanúmer þitt eða netfang) eða við söfnuðum byggt á hvernig samskipti þín voru við vettvanginn.

Kjörstilling (um sérsniðin meðmæli) á við um öll tæki þar sem þú hefur skráð þig inn í Booking.com reikninginn þinn. Ef þú ert ekki innskráð/ur á svæðið þitt eiga kjörstillingar þínar ekki við um önnur tæki: Þær vistast sem hluti af fótsporum þínum og þegar það fótspor rennur út fer eins um kjörstillingar þínar.

2F. Umsagnir

Þegar þú færð fjölmargar umsagnir verður þeim raðað eftir því sem „best á við“ (raðað eftir dagsetn., með umsögnum sem eru með forgangsröðuðum athugasemdum). Til að tryggja að hjálplegustu umsagnirnar birtist fyrst getur hver þáttur orðið mikil- eða lítilvægari – eftir því hvernig vettvangur okkar breytist með tímanum, til dæmis.

Ef þú vildir heldur að við röðuðum ekki umsögnunum á sjálfgefinn hátt getur þú flokkað þær byggt á öðrum þáttum, svo sem:

  • Nýjustu fyrst
  • Elstu fyrst

Allar umsagnir verða að vera í samræmi við Efnisstaðla og -leiðbeiningar okkar.

2G. Verð

Verðin sem birtast á vettvanginum okkar stilla þjónustuaðilar og/eða utanaðkomandi samleiðar - en hugsanlega fjármögnum við umbun eða önnur fríðindi úr eigin vasa.

Þegar þú bókar samþykkir þú að greiða kostnað af ferðaupplifuninni sjálfri og önnur gjöld sem kunna að eiga við (t.d. fyrir aukaþjónustu, tryggingar eða skatta). Verðsundurliðunin segir þér hvort skattar og gjöld séu innifalin eða undanskilin. Þú getur fundið frekari upplýsingar um verðið á meðan þú bókar.

Vettvangurinn okkar veitir lýsingar á öllum búnaði sem þjónustuaðilar bjóða (byggt á því sem okkur er sagt). Þar kemur líka fram hvað hann muni kosta.

Allur umreikningur er eingöngu til upplýsingar; raunverulegt gengi getur verið breytilegt.

2H. Greiðslur

Þegar þú bókar á vettvanginum okkar sér Booking.com um greiðsluna þína. Nánari upplýsingar er að finna í „Greiðsla“ (A7) í þjónustuskilmálum okkar.

2I. Hjálp og ráðgjöf - ef hið óvænta gerist

Ef þú hefur einhverjar spurningar, eða eitthvað fer ekki samkvæmt áætlun, skaltu bara hafa samband við okkur. Þú getur gert það með því að opna bókunina þína eða í gegnum appið okkar eða í gegnum þjónustuver okkar (þar sem þú finnur einnig nokkrar gagnlegar algengar spurningar).

Þú getur hjálpað okkur að hjálpa þér eins fljótt og auðið er - með því að láta í té:

  • Bókunarstaðfestingarnúmerið þitt, PIN-númerið þitt, tengiliðsupplýsingar þínar og netfangið sem þú notaðir þegar þú bókaðir
  • yfirlit yfir málið, þar á meðal hvernig þú vilt að við hjálpum þér
  • öll fylgiskjöl (bankayfirlit, myndir, kvittanir o.s.frv.).

Hvert sem vandamálið er gerum allt sem við getum til að aðstoða þig.

Frekari upplýsingar er að finna í „Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis?“ (A15) og „Viðeigandi lög og varnarþing“ (A19) í þjónustuskilmálum okkar.

3. Bílaleigur

3A. Skilgreiningar og hver við erum

Sum orðin sem þú sérð hafa mjög sérstaka merkingu, því skaltu skoða „Booking.com-orðabókina“ í þjónustuskilmálum okkar.

Þegar þú bókar bílaleigu veitir Booking.com Transport Limited og ber ábyrgð á vettvanginum – en ekki ferðaupplifuninni sjálfri (sjá 3B hér að neðan). Booking.com Transport Limited er fyrirtæki skráð í Englandi og Wales (fyrirtækjanúmer: 05179829; skráðar höfuðstöðvar: 6 Goods Yard Street, Manchester, M3 3BG, Bretlandi).

3B. Hvernig virkar þjónusta okkar?

Við auðveldum þér að bera saman bókanir frá ýmsum bílaleigufyrirtækjum. Upplýsingarnar á vettvanginum okkar eru byggðar á því sem þjónustuaðilar segja okkur. Við gerum okkar besta til að vera ávallt með nýjustu upplýsingar.

Vettvangurinn okkar segir þér hversu marga bílaleigubíla þú getur bókað í gegnum okkur um allan heim og leitarniðurstöðusíðan okkar segir þér hversu margt af því gæti hentað þér, miðað við það sem þú hefur sagt okkur.

Þegar bíll er bókaður gengurðu inn í samning við okkur: við samþykkjum að skipuleggja og sjá um* bókun þína.

Þegar þú undirritar leigusamning við afgreiðsluborðið gengurðu inn í samning við bílaleigufyrirtækið: það fellst á að leigja þér bílinn. Þú ert nú þegar búin/n að sjá og samþykkja alla helstu skilmála (á meðan þú bókaðir bílinn).

* Við erum hér að reyna að aðstoða þig ef þú þarft að breyta eða afbóka eða ef þú ert með einhverjar spurningar – fyrir, á meðan eða eftir bílaleiguna.

3C. Hverjum vinnum við með?

Öll bílaleigufyrirtæki sem eru á vettvanginum eru traustir samstarfsaðilar sem við treystum og sem stóðust allar okkar prófanir áður við hófum að starfa með þeim. Aðeins þjónustuaðilar sem eru samningsbundnir okkur koma fram á vettvanginum okkar. Þau geta þó einnig boðið upp á ferðaupplifanir utan vettvangsins okkar (svo tilboð þeirra á vettvanginum okkar eru kannski ekki tæmandi).

Við erum meira að segja með sérfræðingateymi sem heimsækir bílaleigufyrirtæki áður en þau birtast á vettvanginum okkar.

Allir þjónustuaðilar á vettvangi okkar eru fagaðilar.

3D. Hvernig högnumst við?

Við högnumst þegar við finnum handa þér bílaleigubílinn. Það eru tvær leiðir til þess:

  • við komumst að samkomulagi við bílaleiguna um söluþóknun fyrir þjónustu okkar; eða
  • við komumst að samkomulagi við bílaleiguna um lokaverðið og bætum við okkar eigin álagningu.

Hvort heldur sem er ætlum við að bjóða viðskiptavinum okkar heilmikið val á samkeppnishæfu verði. Auk þess er ókeypis fyrir þig að nota vettvanginn.

3E. Meðmælakerfi okkar

Hvernig Booking.com notar meðmælakerfi

Við notum meðmælakerfi til að velja og/eða raða upplýsingunum á vettvanginum til að aðstoða þig við að uppgötva ferðaþjónustu sem við teljum að þér lítist vel á. Þegar til dæmis er heimsótt lendingarsíðan „Bílaleigur“ má finna fjölda af meðmælakerfum, þar á meðal:

  • Vinsæl bílaleigumerki. Bílaleigur með flestar bókanir.

Leitarniðurstöður okkar eru líka meðmælakerfi. Raunar eru þær meðmælakerfið sem viðskiptavinir okkar nota mest. Skoðaðu þess vegna „Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og röðunarvalkostir okkar“ hér fyrir neðan.

Öll meðmælakerfi okkar sem við notum gefa meðmæli byggt á einum eða fleiri eftirfarandi þáttum:

  • Það sem þú segir okkur í leitarforminu: staðsetning, dagsetningar o.s.frv.
  • Alls kyns upplýsingar sem við höfum safnað byggt á hvernig þú notar vettvanginn okkar: fyrri leitir á vettvangnum, í hvaða landi þú ert þegar leitað er o.s.frv.
  • Frammistaða mismunandi þjónustaðila.

Til að auðvelda þér að finna og bóka bíl geta hinir ýmsu þættir verið mismikilvægir við mismunandi aðstæður, eftir því hvað við teljum líklegast til að framkalla skrá yfir bíla sem þig gæti langað til að bóka.

Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og röðunarvalkostir okkar

Leitarniðurstöður okkar sýna allar bókanir á bílaleigubílum sem eiga við leitina.

Þegar þú færð fyrst leitarniðurstöðurnar þínar verða þær flokkaðar („raðað“) eftir „Mælt með“:

  • Mælt með (sjálfgefin röðun). Við vitum hvað skiptir máli fyrir þann sem er að leigja sér bíl. Efst í leitarniðurstöðunum finnurðu því bílana sem við teljum að þú viljir, miðað við síbreytilegt reiknirit sem ber saman alls kyns þætti (verð, einkunnir, stærð, hagnað, bílalýsingu og fleira).

Mikilvægi allra þessara þátta breytist stöðugt til að tryggja að við mælum með hentugustu bílunum.

Margir þessara ofannefndra þátta hjálpa meðmælakerfi okkar að ákvarða hvaða bílar gætu höfðað best til þín og skipt þig máli. Sumir þættir leika lítið hlutverk í þeirri ákvörðun, en aðrir leika mikið hlutverk -- og vægi hvers þáttar getur breyst eftir eiginleikum hvers bíls og hvernig þú og annað fólk notið vettvang okkar.

Sem dæmi leikur smellihlutfall bíls og fjöldi bókana oft mikið hlutverk í ákvörðununum. Það er vegna þess að þau endurspegla heildaraðdráttarafl bílsins og hve ánægðir viðskiptavinir okkar koma til með að verða þegar þeir fá nánari upplýsingar um hann.

Hátt smellihlutfall þýðir venjulega að fyrstu áhrif bílsins eru góð á vettvangnum (t.d. gegnum verð, afhendingarstað eða bílaleigu), og margar bókanir sýna að mörgu fólki finnst hann í raun uppfylla kröfur sínar.

En aðrir þættir skipta sömuleiðis máli. Við gætum til dæmis forgangsraðað bílum frá bílaleigum sem eru hluti af Genius-prógramminu - eða bjóða sveigjanlega, notendavæna greiðsluskilmála. Þegar öllu er á botninn hvolft gefa þessir þættir til kynna að þessar bílaleigur átti sig á hve mikilvæg þjónusta og þægindi eru fyrir viðskiptavini okkar.

Ef þú vilt síður að við forgangsröðum bílum byggt á þáttum sem nefndir voru hér að ofan geturðu flokkað niðurstöðurnar á annan hátt, svo sem:

  • Verð (lægsta fyrst). Niðurstöðurnar birtast þá í verðlagsröð með ódýrasta valkostinn fyrst... einfalt og gott.
  • Einkunn. Þessu geta viðskiptavinir okkar stjórnað: bílum er raðað eftir einkunnagjöf viðskiptavina með þá hæstu fyrst. Þessar einkunnir koma beint úr „velkomin heim“-könnuninni sem við sendum öllum eftir bílaútleiguna að biðja þá um að gefa einkunn á skalanum 0 til 10 á helstu sviðum (hjálplegt starfsfólk, ástand bíls, verðmæti fyrir peningana o.s.frv.).

Ef þú velur „Verð (lægst fyrst)“ eða „Einkunn“, munu þættir sem lýst er í „Mælt með“ samt hafa áhrif. Til dæmis gætu þessir þættir virkað sem auka „bráðabani“ milli tveggja eða fleiri bíla sem annars myndu birtast á sama stað. Samt sem áður eru þættir eins og „Mælt með“ hreint aukaatriði - því að þeir eru aðeins notaðir þar sem við þurfum að ákveða hvorn af tveimur bílum eigi að setja framar.

Og hvora flokkun sem þú velur geturðu notað síur til að þrengja niður niðurstöður þínar.

3F. Umsagnir

Að leigutímanum liðnum verður þú beðin(n) að gefa umsögn sem yrði hugsanlega:

  • sett inn á vettvanginn til að aðstoða aðra viðskiptavini við að velja rétt fyrir sig*
  • notuð í markaðssetningartilgangi (á vettvangi okkar, á samfélagsmiðlum, í fréttabréfum o.s.frv.)*
  • miðlað til bílaleigufyrirtækisins til að aðstoða það (og okkur) við að veita enn betri þjónustu**.

Við birtum allar neytendaumsagnir sem við fáum, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð nema það stangist á við efnisstaðla og -leiðbeiningar okkar.

Þegar fjölmargar umsagnir eru í boði sýnum við þær nýlegustu efst. Athugið að í appinu okkar sýnum við aðeins einkunnir og ekki athugasemdir.

* Við myndum ekki nota fullt nafn þitt eða heimilisfang.

** Til að aðstoða bílaleigufyrirtækið við að bæta sig myndum við þurfa að segja þeim hvaða bílaleigu umsögnin væri um.

3G. Verð

Verðin sem birtast á vettvanginum okkar stilla þjónustuaðilar eða við - en hugsanlega fjármögnum við umbun eða önnur fríðindi úr eigin vasa.

Þegar þú bókar samþykkir þú að greiða kostnað af ferðaupplifuninni sjálfri og önnur gjöld sem kunna að eiga við (t.d. fyrir aukaþjónustu, tryggingar eða skatta). Skattar og gjöld geta verið breytileg af ýmsum ástæðum, svo sem staðsetningu þjónustuaðila, afhendingarstað eða hvað þú ætlar að gera við bílaleigubílinn. Verðsundurliðunin segir þér hvaða skattar (ef einhverjir) eru innifaldir. Þú getur fundið frekari upplýsingar um verðið á meðan þú bókar.

Vettvangurinn okkar veitir lýsingar á öllum búnaði sem þjónustuaðilar bjóða (byggt á því sem okkur er sagt). Þar kemur líka fram hvað hann muni kosta.

Allur umreikningur er eingöngu til upplýsingar; raunverulegt gengi getur verið breytilegt.

3H. Greiðslur

Þegar þú bókar bílaleigubíl á vettvanginum okkar sér Booking.com um greiðsluna þína. Nánari upplýsingar er að finna í „Greiðsla“ (A7) í þjónustuskilmálum okkar.

3I. Hjálp og ráðgjöf - ef hið óvænta gerist

Ef þú hefur einhverjar spurningar, eða eitthvað fer ekki samkvæmt áætlun, skaltu bara hafa samband við okkur. Ef það varðar eitthvað sem gerðist á bílaleigutímanum verðum við fljótari að aðstoða þig ef þú gefur upp:

  • bókunarnúmerið þitt og netfang sem þú notaðir við að bóka bílinn
  • yfirlit yfir málið, þar á meðal hvernig þú vilt að við hjálpum þér
  • upplýsingar um hvaðeina sem tekin var greiðsla af þér fyrir
  • öll stuðningsskjöl (bankayfirlit, leigusamningur, lokareikningur, skráning um skemmdir, myndir, brottfararspjald, kvittanir o.s.frv.

Ef þú gerir það verður einn af fulltrúum okkar í sambandi við þig eins fljótt og kostur er. Þeir þurfa hugsanlega að biðja þig um frekari upplýsingar.

Hvert sem vandamálið er gerum allt sem við getum til að aðstoða þig.

Frekari upplýsingar er að finna í „Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis?“ (A15) og „Viðeigandi lög og varnarþing“ (A19) í þjónustuskilmálum okkar.

4. Flug

4A. Skilgreiningar og hver við erum

Sum orðin sem þú sérð hafa mjög sérstaka merkingu, því skaltu skoða „Booking.com-orðabókina“ í þjónustuskilmálum okkar.

Þegar þú bókar flug veitir Booking.com B.V. vettvanginn og ber ábyrgð á honum — en ekki ferðaupplifuninni sjálfri (sjá 4B hér að neðan). Booking.com B.V. er fyrirtæki sem er stofnað samkvæmt lögum Hollands (skráð heimilisfang: Oosterdokskade 163, 1011 DL, Amsterdam, Hollandi; númer Viðskipta- og iðnaðarráðs: 31047344, VSK-númer: NL805734958B01).

4B. Hvernig virkar þjónusta okkar?

Við bjóðum upp á stað fyrir þig til að finna og bóka flug.

Þegar þú bókar á vettvanginum okkar gerir þú samning við þjónustuaðilann og utanaðkomandi samleiðinn.

Upplýsingarnar á vettvanginum okkar eru byggðar á því sem þjónustuaðilar og/eða utanaðkomandi samleiðar segja okkur. Við gerum okkar besta til að vera ávallt með nýjustu upplýsingar.

4C. Hverjum vinnum við með?

Við erum samningsbundin ýmsum utanaðkomandi samleiðum sem koma fram sem milliliðir gagnvart þjónustuaðilum. Aðeins þjónustuaðilar sem eru í beinum tengslum við þá koma fram á vettvanginum okkar.

Bæði þjónustuaðilar og utanaðkomandi samleiðar geta einnig boðið upp á ferðaupplifanir utan vettvangsins okkar (þannig að það sem þeir bjóða á vettvanginum okkar er kannski ekki tæmandi).

Vettvangurinn okkar segir þér hversu mörg flug þú getur bókað í gegnum okkur um allan heim og leitarniðurstöðusíðan okkar segir þér hversu mörg þeirra gætu hentað þér, miðað við það sem þú hefur sagt okkur.

4D. Hvernig högnumst við?

Við kaupum ekki eða (endur-)seljum neinar vörur eða þjónustu. Þegar fólk bókar flug á vettvangi okkar greiðir utanaðkomandi samleiðirinn okkur söluþóknun.

4E. Meðmælakerfi okkar

Hvernig Booking.com notar meðmælakerfi

Við notum meðmælakerfi til að velja og/eða raða aðgengilegum upplýsingum á vettvanginum til að aðstoða þig við að uppgötva áfangastaði sem við teljum að þér lítist vel á. Þegar til dæmis er heimsótt lendingarsíðan „Flug“ má finna fjölda af meðmælakerfum, þar á meðal:

  • Vinsælar borgir. Áfangastaðir sem þig kynni að langa að ferðast til byggt á landinu sem þú ert í við leitina.

Meðmælakerfin sem við notum byggjast á einum eða fleiri af aðalþáttunum hér að neðan:

  • Upplýsingum sem þú veitir okkur í leitarforminu: áfangastaður sem þú vilt heimsækja, hvenær þú vilt ferðast o.s.frv.
  • Alls kyns upplýsingar sem við höfum safnað byggt á hvernig samskipti þín og vettvangsins Booking.com eru, t.d. leitarsaga þín eða í hvaða landi þú ert þegar leitað er.

Til að auðvelda þér að finna og bóka flug geta hinir ýmsu þættir verið mismikilvægir við mismunandi aðstæður, eftir því hvað við teljum líklegast til að framkalla skrá yfir flug sem þig gæti langað til að bóka.

Leitarniðurstöður okkar eru líka meðmælakerfi. Raunar eru þær meðmælakerfið sem viðskiptavinir okkar nota mest. Skoðaðu þess vegna „Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og röðunarvalkostir okkar“ hér fyrir neðan.

Sjálfgefin staða í leitarniðurstöðum og röðunarvalkostir okkar

Leitarniðurstöður okkar sýna öll flug sem eiga við leitina.

Þegar þú færð leitarniðurstöðurnar þínar verða þær flokkaðar („raðað“) eftir „bestu“:

  • Besta (sjálfvalin röðun). Til að birtast ofarlega á síðunni þarf flug að standast eftirfarandi svið: verð, ferðatíma, fjölda millilendinga og farangursheimild.

Margir þessara ofannefndra þátta hjálpa meðmælakerfi okkar að ákvarða hvaða flug gætu höfðað best til þín og skipt þig máli. Sumir þættir leika lítið hlutverk í þeirri ákvörðun, en aðrir leika mikið hlutverk - og vægi hvers þáttar getur breyst eftir eiginleikum flugsins og hvernig þú og annað fólk notið vettvang okkar.

Til dæmis gefum við hugsanlega heildarferðatíma meira vægi (en fjölda biðstöðva) ef við sjáum að það fær samhljóm í hjörtum okkar ferðalanga.

Ef þú vilt, getur þú raðað niðurstöðum þínum með öðrum hætti:

  • Ódýrast. Flug á lægra verði birtast ofar.
  • Fljótlegast. Flug með stuttan ferðatíma birtast ofar.

Ef þú velur „ódýrast“ eða „fljótlegast“ hafa þættir sem lýst er í „besta“ áfram áhrif. Til dæmis gætu þessir þættir virkað sem „bráðabani“ milli tveggja eða fleiri fluga sem annars myndu birtast á sama stað.

Hvora flokkun sem þú velur geturðu þrengt niður niðurstöður þínar með síum - svo sem:

  • Millilendingar. Smelltu á valkost til að segja okkur hvort þú vilt skoða flug með einni millilendingu (eða fleiri en einni millilendingu).
  • Tímalengd. Notaðu stikuna til að segja okkur frá hámarksferðatíma.
  • Flugfélög. Smelltu á eitt eða fleiri nöfn til að segja okkur hvaða flugfélagi/-félögum þú kýst að fljúga með.

4F. Verð

Verðin sem birtast á vettvanginum okkar stilla þjónustuaðilar og/eða utanaðkomandi samleiðar - en hugsanlega fjármögnum við umbun eða önnur fríðindi úr eigin vasa.

Þegar þú bókar samþykkir þú að greiða kostnað af ferðaupplifuninni sjálfri og önnur gjöld sem kunna að eiga við (t.d. fyrir aukaþjónustu, tryggingar eða skatta). Verðsundurliðunin segir þér hvort einhver gjöld eða greiðslur séu innifalin eða undanskilin. Þú getur fundið frekari upplýsingar um verðið á meðan þú bókar.

Vettvangurinn okkar veitir lýsingar á öllum búnaði sem þjónustuaðilar bjóða (byggt á því sem okkur er sagt). Þar kemur líka fram hvað hann muni kosta.

Allur umreikningur er eingöngu til upplýsingar; raunverulegt gengi getur verið breytilegt.

4G. Greiðslur

Þegar þú bókar á vettvanginum okkar gætum við eða utanaðkomandi samleiðir séð um greiðslu þína. Nánari upplýsingar er að finna í „Greiðsla“ (A7) í þjónustuskilmálum okkar.

4H. Hjálp og ráðgjöf - ef hið óvænta gerist

Þegar þú ert búin(n) að bóka skaltu hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða ef eitthvað fer ekki samkvæmt áætlun. Þú getur gert það með því að opna bókunina þína eða í gegnum appið okkar eða í gegnum þjónustuver okkar (þar sem þú finnur einnig nokkrar gagnlegar algengar spurningar).

Þú getur hjálpað okkur að hjálpa þér eins fljótt og auðið er - með því að láta í té:

  • tilvísunarnúmerið þitt, PIN-númerið þitt hjá Booking.com, tengiliðsupplýsingar þínar og netfangið sem þú notaðir þegar þú bókaðir
  • yfirlit yfir málið, þar á meðal hvernig þú vilt að við hjálpum þér
  • öll fylgiskjöl (bankayfirlit, myndir, kvittanir o.s.frv.).

Hvert sem vandamálið er gerum allt sem við getum til að aðstoða þig.

Frekari upplýsingar er að finna í „Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis?“ (A15) og „Viðeigandi lög og varnarþing“ (A19) í þjónustuskilmálum okkar.

5. Einka- og almenningssamgöngur

5A. Skilgreiningar og hver við erum

Sum orðin sem þú sérð hafa mjög sérstaka merkingu, því skaltu skoða „Booking.com-orðabókina“ í þjónustuskilmálum okkar.

Þegar þú bókar akstursþjónustu veitir Booking.com Transport Limited og ber ábyrgð á vettvanginum — en ekki ferðaupplifuninni sjálfri (sjá 5B hér að neðan). Booking.com Transport Limited er fyrirtæki skráð í Englandi og Wales (fyrirtækjanúmer: 05179829; skráðar höfuðstöðvar: 6 Goods Yard Street, Manchester, M3 3BG, Bretlandi).

5B. Hvernig virkar þjónusta okkar?

Við auðveldum þér að bera saman bókanir hjá almennings- og einkaakstursþjónustuaðilum. Þegar þú leitar síum við niðurstöðurnar þannig að þú sérð aðeins það ökutæki sem hentar best í hverjum flokki miðað við hvað þú hefur sagt okkur.

Þjónustuaðilarnir eru óháð fyrirtæki: við eigum þau ekki og við stjórnum ekki þjónustunni sem þú bókar á vettvangi okkar. Upplýsingarnar á vettvanginum okkar eru byggðar á því sem þjónustuaðilar segja okkur. Við gerum okkar besta til að vera ávallt með nýjustu upplýsingar.

Við erum hér til að veita aðstoð eða stuðning: áður, á meðan eða eftir ferð þína. Kannaðu „Hjálp og ráðgjöf“ - ef hið óvænta gerist (5I) hér að neðan.

5C. Hverjum vinnum við með?

Aðeins þjónustuaðilar sem eru samningsbundnir okkur koma fram á vettvanginum okkar. Þau geta þó einnig boðið upp á ferðaupplifanir utan vettvangsins okkar (svo tilboð þeirra á vettvanginum okkar eru kannski ekki tæmandi).

Allir þjónustuaðilar á vettvangi okkar eru fagaðilar. Við framkvæmum reglulega kannanir til að tryggja að þeir haldi áfram að uppfylla nauðsynlegar kröfur.

5D. Hvernig högnumst við?

Við kaupum ekki eða (endur-)seljum neinar vörur eða þjónustu - þegar þú bókar komumst við að samkomulagi við ferðaþjónustuaðilana um söluþóknun fyrir þjónustuna sem við veitum.

Við innheimtum alls engin bókunargjöld.

5E. Meðmælakerfi okkar

Hvernig Booking.com notar meðmælakerfi

Við notum meðmælakerfi til að velja og/eða raða upplýsingunum á vettvanginum til að aðstoða þig við að uppgötva ferðaþjónustu sem við teljum að þér lítist vel á.

Meðmælakerfin sem við notum byggjast á öðrum eða báðum aðalþáttunum:

  • Það sem þú segir okkur í leitarforminu: áfangastaður, dagsetningar o.s.frv.
  • Frammistaða mismunandi ferðaþjónustuaðila.

Mikilvægi allra þátta breytist með tímanum.

Þegar þú leitar á vettvangi okkar sýnum við hentugustu valkostina efst á síðunni. Það þýðir:

  • Einkaakstur. Röðunin byggist á verði og hvað hentar best þinni hópstærð - sem og framboði (á þeim stað, á þeim tíma sem þú þarft það).
  • Lestir og rútur. Við sýnum þér bestu niðurstöður fyrir þá ferð sem þig langar í, á þeim tíma sem þú vilt fara.

5F. Umsagnir

Eftir ferð þína verður þú beðin(n) um að gefa umsögn sem yrði hugsanlega:

  • sett inn á vettvanginn til að aðstoða aðra viðskiptavini við að velja rétt fyrir sig*
  • notuð í markaðssetningartilgangi (á vettvangi okkar, á samfélagsmiðlum, í fréttabréfum o.s.frv.)*
  • miðlað til þjónustuaðila þíns til að aðstoða hann (og okkur) við að veita enn betri þjónustu**.

Við birtum ekki umsagnir sem fylgja ekki Efnisstöðlum okkar og leiðbeiningum.

* Við myndum ekki nota fullt nafn þitt eða heimilisfang.

** Til að aðstoða þjónustuaðilann við að bæta sig myndum við þurfa að segja honum hvaða ferð umsögnin væri um.

5G. Verð

Verð hverrar bókunar á vettvanginum okkar samanstendur af (a) grunnverðinu sem þjónustuaðilinn ákveður og (b) söluþóknun sem við semjum við þjónustuaðilann um. Vera má að við fjármögnum líka úr eigin vasa umbun eða önnur fríðindi.

Þegar þú bókar samþykkir þú að greiða kostnað af ferðaupplifuninni sjálfri og önnur gjöld sem kunna að eiga við (t.d. fyrir tolla og biðþóknanir). Skattar og gjöld geta verið mismunandi af ýmsum ástæðum, svo sem staðsetningu þjónustuaðilans. Öll verð eru með hvers kyns sköttum og greiðslum sem við eiga. Þú getur fundið frekari upplýsingar um verðið á meðan þú bókar.

Allur umreikningur er eingöngu til upplýsingar; raunverulegt gengi getur verið breytilegt.

5H. Greiðslur

Þegar þú bókar rútu, lest eða einkaakstur á vettvanginum okkar sér Booking.com um greiðsluna þína. Nánari upplýsingar er að finna í „Greiðsla“ (A7) í þjónustuskilmálum okkar.

5I. Hjálp og ráðgjöf - ef hið óvænta gerist

Hvert sem vandamálið er gerum allt sem við getum til að aðstoða þig.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, eða eitthvað fer ekki samkvæmt áætlun, skaltu bara hafa samband við okkur. Ef það varðar eitthvað sem kom fyrir á ferð þinn skaltu gefa upp bókunarnúmer þitt og tengiliðsupplýsingar. Við leysum langflest mál innan 14 daga - og þú getur hjálpað okkur að hraða málum með því að láta okkur hafa viðkomandi skjöl eða aðrar upplýsingar þegar þú hefur samband í fyrsta sinn.

Frekari upplýsingar er að finna í „Hvað ef eitthvað fer úrskeiðis?“ (A15) og „Viðeigandi lög og varnarþing“ (A19) í þjónustuskilmálum okkar.

gogless