Beint í aðalefni

Við erum hér til aðstoðar

Opinberar ferðatakmarkanir og -ráðleggingar

Skoðaðu ferðatakmarkanir áður en þú bókar gististað eða ferðast til hans. Mögulegt er að ferðalög séu aðeins leyfð í ákveðnum tilgangi, og sérstaklega er mögulegt að ferðalög í afþreyingartilgangi séu óleyfileg. Við aðstoðum við þetta með því að birta hlekki á opinberar vefsíður fyrir almenning frá ýmsum löndum um allan heim. Athugið að ekki eru hlekkir fyrir öll lönd hér fyrir neðan. Ef ákveðið land birtist ekki á yfirlitnu þýðir það ekki að þar séu engar ferðatakmarkanir í gildi og við mælum með að ferðalangar leiti upplýsinga um öll lönd sem þeir hafa í hyggju að ferðast til. Við berum ekki ábyrgð á efni opinberu vefsíðnanna sem birtast hér fyrir neðan. Viðbrögð yfirvalda eru í sífelldri þróun þannig að mælt er með því að ferðalangar athugi oft hvort uppfærslur hafi verið birtar og reiði sig á nýjustu upplýsingar frá yfirvöldum í sínu landi og á sínu svæði.

Bókunarskilmálar

Fyrir bókanir sem gerðar eru frá og með 6. apríl 2020 ættir þú að taka með í reikninginn hættuna af kórónaveirunni (COVID-19) og aðgerðir stjórnvalda henni tengdar. Ef þú bókar ekki sveigjanlegt verð átt þú hugsanlega ekki rétt á endurgreiðslu. Afpöntunarbeiðni þín verður afgreidd af gististaðnum í samræmi við skilmálana sem þú valdir og viðeigandi neytendalöggjöf þar sem hún á við. Á þessum óvissutímum mælum við með því að þú bókir valkost með ókeypis afpöntun. Þá getur þú afpantað ókeypis fram að þeim tíma þegar ókeypis afpöntun rennur út ef plönin þín breytast.

Gististaðir Booking.com

Hvernig fæ ég aðstoð vegna núverandi bókunar á Booking.com?

Við skiljum að vegna kórónaveirunnar (COVID-19) og heilsufarsáhyggja henni tengdum gætir þú viljað breyta plönum þínum. Til að fá frekari aðstoð getur þú skráð þig inn á Booking.com-svæðið þitt og smellt á Þjónustuver – hjálparsíða.

Hvernig afpanta ég bókunina mína í þessum aðstæðum?

Þú færð bestu aðstoðina með því að skrá þig inn með Booking.com-svæðinu þínu. Ef þú ert ekki með svæði getur þú notað bókunarstaðfestingarnúmerið þitt og PIN-kóða til að skrá þig inn á borðtölvu eða fartölvu.

 • Ef ekki er lengur hægt að afpanta bókunina þína endurgjaldslaust eða hún er óendurgreiðanleg getur verið að þú þurfir að greiða afpöntunargjald. Gististaðir gætu einnig valið að breyta dagsetningum bókunar þinnar án neins aukakostnaðar og því er vert að hafa samband við gististaðinn til að sjá hvort það sé hægt.
 • Ef atburðir sem tengjast kórónaveirunni, eins og lokun landamæra eða ferðatakmarkanir sem yfirvöld setja, hafa haft áhrif á bókunina, en ekki er lengur hægt að afpanta hana eða hún er óendurgreiðanleg, skaltu skrá þig inn til að skoða hvað þér stendur til boða að gera með bókunina.

Hver er afpöntunarstefnan í tengslum við kórónaveiruna?

Afpöntun gæti verið möguleg vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta fer þó eftir nokkrum þáttum, svo sem áfangastað, bókunardagsetningu, brottfarardagsetningu, upphafslandi ferðar, komudegi og ástæðu ferðalagsins.

 • Ef afpöntunin þín fellur í þennan flokk ber gististaðnum skylda til að endurgreiða þér eða bjóða upp á ókeypis breytingu á dagsetningu eða inneign upp í nýja dvöl.
 • Skráðu þig inn og veldu viðeigandi bókun til að sjá hvað valkosti þú hefur.

Af hverju hefur kórónaveiran ekki áhrif á almennu skilmálana hjá Booking.com?

Afpantanir vegna kórónaveirunnar eru háðar mörgum þáttum, svo sem hvert þú ert að ferðast, upphafslandi ferðarinnar, komudegi og ástæðu ferðalagsins.

Skilmálar einstakra bókana eru ákvarðaðir af gististaðnum sem þú bókaðir. Það væri því ekki viðeigandi að gera alhliða breytingu á skilmálum okkar.

Get ég fært bókunina mína yfir á aðra dagsetningu í framtíðinni?

Það fer eftir skilmálum bókunarinnar hvort þú getur fært bókunina yfir á aðra dagsetningu í framtíðinni. Skráðu þig inn annað hvort með svæðinu þínu á Booking.com eða staðfestingarnúmerinu og PIN-kóðanum, veldu bókunina sem þú vilt breyta og þá sérðu hvaða valkostir eru í boði.

Þú getur einnig haft samband við gististaðinn og beðið um að breyta dagsetningunum.

Þarf ég að greiða aukagjald ef ég færi bókunina mína yfir á aðra dagsetningu í framtíðinni?

Ef þú breytir dagsetningunum þínum og gististaðurinn er með framboð á þeim gæti verið einhver verðmunur á nýju dagsetningunum (hærra eða lægra verð). Það gæti til dæmis verið vegna árstímans eða verðmunar á helgardögum og virkum dögum.

Ef verðin eru hærri þarftu að greiða mismuninnn á upprunalega verðinu og verðinu á nýju dagsetningunum. Ef það er lægra kemur verðmunurinn fram í bókuninni þinni.

Hvernig get ég afpantað eða frestað bókun sem ég gerði í gegnum AGODA?

Ef þú bókaðir í gegnum systurfyrirtæki okkar Agoda ættir þú að skoða vefsíðu þeirra og öpp til að finna upplýsingar um það hvernig þú getur breytt bókun.

Farðu á Agoda til að fá meiri upplýsingar.

Get ég gefið einhverjum öðrum bókunina mína?

Vinsamlegast hafðu samband beint við gististaðinn ef þú vilt flytja bókunina yfir á einhvern annan.

Hver gististaður hefur sína eigin skilmála varðandi slíkar breytingar á bókun og getur gefið þér viðeigandi upplýsingar um það hverjir þeir skilmálar eru.

Afþreying Booking.com

Hvernig fæ ég aðstoð vegna núverandi bókunar á Booking.com?

Við skiljum að vegna kórónaveirunnar (COVID-19) og heilsufarsáhyggja henni tengdum gætir þú viljað breyta plönum þínum. Til að fá frekari aðstoð getur þú skráð þig inn á Booking.com-svæðið þitt og smellt á Þjónustuver – hjálparsíða.

Hvað ætti ég að gera varðandi aðgöngumiðana mína í væntanlega afþreyingu?

Fyrsta skrefið er að athuga hvort ennþá sé mögulegt að heimsækja afþreyingarstaðinn. Skoðaðu vefsíður rekstraraðila afþreyingarinnar og yfirvalda á staðnum til þess að fá upplýsingar um það hvaða hömlur séu í gildi.

Ef ekki er lengur hægt að heimsækja afþreyingarstaðinn getur þú afpantað afþreyingarbókunina þína hér. Hafðu samband við starfsfólk þjónustuvers okkar ef þú ert með einhverjar aðrar spurningar.

Bílaleiga Booking.com

Ætlarðu að leigja bíl hjá Booking.com og ert að velta fyrir þér hvaða áhrif kórónuveiran geti haft á bókunina? Hér eru nýjustu upplýsingar um það sem þú getur gert ef þú vilt leigja bíl eða ef þú þarft að breyta ferðaplönunum eða afpanta.

Til að fá nýjustu upplýsingar um kórónaveiruna og nýjustu ferðaráðleggingar skaltu skoða vefsíðu yfirvalda á þínu svæði eða síðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Nánari upplýsingar um það sem bílaleigufyrirtæki gera til að vernda viðskiptavini sína og starfsfólk er að finna í leiðarvísi okkar um örugga bílaleigu.

Hefurðu þegar bókað bílaleigubíl?

Þú getur breytt bókuninni þinni hvenær sem er

Ef þú hefur þegar bókað bíl getur þú breytt tíma bókunarinnar og/eða staðsetningu.

 • Þú getur farið síðar – frestað bílaleigubílnum.
 • Þú getur farið eitthvert annað – valið annan bíl á öðrum áfangastað.

Sama hvað þú ákveður að gera getur þú breytt bókuninni þinni á netinu eða með því að hafa samband við okkur.

Þú þarft ekki að greiða nein umsýslugjöld fyrir breytingar á bókuninni þinni en þær gætu þó haft áhrif á verð bílaleigubílsins.

Þú getur afpantað bókunina þína

Ef þú – eða bílaleigubíllinn þinn – ert á svæði sem ferðatakmarkanir gilda um gerum við allt sem við getum til að hjálpa þér. Hafðu samband við okkur áður en leigutímabilið á að hefjast.

Ef kórónaveiran hefur ekki bein áhrif á þig:

 • Hægt er að afpanta langflestar bílaleigubókanir á Booking.com án endurgjalds svo lengi sem það er gert með a.m.k 2 sólarhringa fyrirvara.
 • Ef þú greiddir innborgun eða bókaðir bíl frá Dollar/Thrifty eru reglurnar aðeins öðruvísi.

Nánari upplýsingar er að finna í leiguskilmálunum: farðu í „Aðgangur að bókun“, sláðu inn netfangið þitt og bílaleigubókunarnúmer og skrunaðu niður og smelltu á skilmála og skilyrði bílaleigunnar. Þú finnur afpöntunarskilmálana undir „Mikilvægar upplýsingar“.

Til að afpanta ferðu í bókunina þína á netinu eða hefur samband við okkur.

Ef þú ert að endurhugsa ferðaplönin þín vegna kórónaveirunnar skaltu hafa í huga að þú getur breytt tíma og staðsetningu bílaleigubókunarinnar þinnar án endurgjalds.

Ertu að hugsa um að bóka bíl?

Langflestar bílaleigubókanir hjá Booking.com er hægt að afpanta án endurgjalds hvenær sem er allt fram til 2 sólarhringum áður en leigutímabilið á að hefjast. Ef þú ert að hugsa um að leigja bíl geturðu því alltaf bókað hann núna og breytt bókuninni eða afpantað hana síðar.

Keyptirðu heildartryggingu?

Ef þú afpantar bílinn er heildartryggingin sjálfkrafa afpöntuð líka. Þú færð því tryggingargjaldið sem þú greiddir endurgreitt.

 • Ef þú afpantar áður en leigutímabilið á að hefjast færðu tryggingargjaldið endurgreitt að fullu.
 • Ef þú afpantar eftir að leigutímabilið á að hefjast færðu hluta þess endurgreiddan (svo lengi sem þú pantar innan 14 daga eftir að tryggingin var keypt). Ef þú afpantar t.d. þegar 4 dagar eru liðnir af 8 daga leigutímabili færðu helming tryggingargjaldsins til baka.

Er ökuskírteinið útrunnið eða er það um það bil að renna út?

Það getur verið erfitt að endurnýja ökuskírteini vegna kórónaveirunnar og því hafa ýmsar ríkisstjórnir samþykkt að framlengja mörg ökuskírteini sem renna út árið 2020. Þegar þú sækir bílinn mun starfsfólk afgreiðslunnar fara eftir eftirfarandi reglum þegar það athugar ökuskírteinið þitt.

Ef þú ert með ökuskírteini útgefið í Bretlandi eða einhverju ESB-landi fyrir utan Ítalíu:

 • Ef ökuskírteinið þitt rann út á milli 1. febrúar og 31. ágúst 2020 verður það áfram í gildi í 7 mánuði eftir að það rennur út.

Ef þú ert með ítalskt ökuskírteini:

 • Ef ökuskírteinið þitt rann út fyrir 31. janúar 2020 er það ekki lengur í gildi
 • Ef ökuskírteinið þitt rann út í júní, júlí eða ágúst 2020 verður það áfram í gildi í 7 mánuði eftir að það rennur út
 • Ef ökuskírteinið þitt rann út/rennur út á einhverjum öðrum degi árið 2020 verður það áfram í gildi til 31. desember 2020.

Leigubílar Booking.com til og frá flugvelli

Hér eru nýjustu upplýsingar um bókun, breytingar á og afpöntun samgangna hjá okkur meðan kórónaveiruástandið (COVID-19) stendur yfir.

Ástandið heldur áfram að breytast um allan heim en við viljum fullvissa þig um að ekkert er okkur ofar í huga en öryggi og velferð viðskiptavina okkar.

Þess vegna vinnum við náið með samstarfsaðilum okkar í leigubílaþjónustu um allan heim til að hjálpa þeim að fylgja nýjustu opinberu ráðleggingum varðandi viðhald hreins og öruggs umhverfis fyrir viðskiptavini okkar.

Við viljum láta þig vita af því að við biðjum alla viðskiptavini okkar um að vera með andlitsgrímu þegar þeir ferðast með okkur, af heilbrigðis- og öryggisástæðum. Ef þú ferðast án grímu gæti bílstjórinn neitað að hefja ferð þína.

Mig langar að bóka leigubíl, en hvað ef plönin mín breytast?

Allar leigubílabókanir hjá okkur eru sveigjanlegar. Þú getur því alltaf bókað hann núna og breytt eða afpantað síðar ef plönin þín verða fyrir áhrifum.

Ég get ekki tekið leigubílinn minn vegna ferðatakmarkana. Hvað á ég að gera varðandi bókunina mína?

Ef þú getur ekki ferðast vegna ráðlegginga yfirvalda á svæðinu eða alþjóðlegra takmarkana geturðu breytt leigubílabókuninni þinni eða afpantað hana allt að sólarhring áður en ferðin á að hefjast.

Hvernig breyti ég leigubílabókuninni minni?

 • Skráðu þig inn með My booking með bókunarnúmerinu og netfanginu sem þú notaðir til að bóka.
 • Þú getur afpantað án endurgjalds allt að sólarhring áður en ferðin á að hefjast.

Hvernig afpanta ég leigubílabókunina mína?

Ef þú þarft ekki lengur á leigubíl að halda geturðu í flestum tilfellum afpantað án endurgjalds.

 • Skráðu þig inn í gegnum My booking eða smelltu á hlekkinn „Manage my booking“ í staðfestingartölvupóstinum þínum.
 • Ef ferðin þín á að hefjast innan sólarhrings skaltu nota þetta eyðublað á netinu til að hafa samband við okkur.

Ef þú afpantar leigubílinn a.m.k. sólarhring fyrir upphafstíma ferðarinnar færð þú endurgreitt að fullu innan 3 til 5 virkra daga. Endurgreitt verður inn á upprunalega greiðslumátann sem þú notaðir.

Hafðu samband

Ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi leigubílabókunina skaltu nota þetta eyðublað á netinu til að hafa samband við okkur. Þjónustuver okkar er opið allan sólarhringinn og svarar yfirleitt innan 2 klukkustunda.