Við kynnum Pulse

Nýjasta appið okkar auðveldar gististöðum enn frekar að hafa umsjón með rekstrinum

Hafðu umsjón með gististaðnum hvenær sem er, hvar sem er. Skannaðu QR-kóðann með snjallsímanum til að fara beint á skjáinn þar sem þú getur sótt Pulse-appið.

Sjáðu hvað er að gerast á gististaðnum þínum

Fylgstu með því sem fer fram á gististaðnum þínum, í rauntíma, svo þú sért alltaf með á nótunum um nýjar bókanir, umsagnir, beiðnir, uppseldar dagsetningar og fleira.

Svaraðu með 2 smellum

Nú getur þú átt í samskiptum við gestina þína á auðveldan hátt og svarað beiðnum þeirra með 2 smellum. Við sjáum þér fyrir þýddum sniðmátum fyrir gististaðaeigendur svo þú getur auðveldlega svarað algengustu beiðnum og fyrirspurnum í rauntíma.

Stilltu framboðið

Bókun á síðustu stundu? Stilltu herbergjaframboð hjá þér á auðveldan hátt.