Áhugaverð hótel – Santa Fe Province

Santa Fe Province - hápunktar

Veiði í Paraná-fljótinu
Skelltu þér í veiðiferð upp með Paraná-fljótinu og reyndu að næla þér í Dorado-fisk.
Gæddu þér á alfajores
Smakkaðu alfajor, landsfrægt góðgæti sem allir ferðalangar verða að bragða á.
Monumento Nacional a la Bandera í Rosario
Upplifðu kennileiti Rosario, garðinn og minnisvarðann, sem hýsa fánasafn og turn, en þaðan er víðáttumikið útsýni yfir fljótið og borgina.
Boulevard Oroño í Rosario
Fáðu þér kvöldgöngu meðfram einni af dýrari verslunargötum Rosario og dáðstu að byggingunum, sem eru í anda franskra og ítalskra bygginga frá 19. öld.
MACRO - Samtímalistasafn ( Museo de Arte Contemporáneo)
Að utanverðu minnir þetta safn á skrautlega málaðan geymsluturn, en innandyra er að finna upprunaleg verk þekktra samtímalistamanna á 10 hæðum.
Fæðingarstaður Che Gueavara
Hópar ferðamanna flykkjast í miðbæ Rosario til að bera fæðingarstað Che Guevara augum, að utanverðu, sem í dag eru híbýli í einkaeigu.
Dómkirkjan í Rosario
Dómkirkjan í Rosario er skreytt steindum glerþiljum og altari úr Carrera-marmara og er frábær staður til að hefja ferð um gamla bæinn.
Byggðasögusafn (Museo Histórico Provincial)
Munum frá barrokktímabilinu og allt aftur til handverks frumbyggja, alls staðar að úr Suður-Ameríku, hefur verið safnað saman og sett fram svo hægt sé að njóta þeirra á þessu byggðasögusafni.
Ríkislistasafn (Museo de Bellas Artes)
Fólk sem hefur áhuga á sagnfræði ætti að finna eitthvað við sitt hæfi í þessu mannvirki sem hýsir 31 sýningarsal, en þar sýningar verka eftir fjölmarga listamenn, bæði af svæðinu og frá Evrópu.
Cayastá-rústirnar
Cayastá er á meðal elstu byggðra bóla í Suður-Ameríku og í dag á sér stað sögulega mikilvægur fornleifauppgröftur þar.