Áhugaverðir gististaðir á Formentera

Formentera - hápunktar

Cap de Barbaria-vitinn
Undir þessum vita er neðanjarðarhellir sem opnast út stórfenglegan útsýnispall með útsýni yfir hafið.
La Mola-markaðurinn
Á þessum litríka, hippalega markaði, sem haldinn er á miðvikudögum og sunnudögum, má finna mikið úrval af handverksvörum af svæðinu og lifandi tónlistaratriði.
Hjólreiðar
Hjólastígar á Formenera leiða þig umhverfis eyjuna, framhjá fallegum víkum, yfirgefnum ströndum og heillandi þorpum.
Illates-strönd
Þessi langa, mjóa strönd er ein af helstu stöðum eyjarinnar til að slappa af og þegar fjarar út myndast rif út á eyjuna Espalmador.
Migjorn og Llevant-strendurnar
Migjorn og Llevant-strendurnar eru rólegar, fallegar strendur staðsettar fjarri fjölmenninu á Illetes og Es Pujols. Þær eru vinsælar meðal fjölskyldufólks.
Sant Francesc
Þetta kalkmálaða þorp skartar hreinni fegurð sem minnir á grísku eyjarnar. Þar er að finna 18. aldar kirkju og hefðbundna myllu þar sem malað er hveiti.
Næturlífið á Es Pujols
Lífleg stræti Es Pujols, þar sem ekki verður þverfótað fyrir börum og skemmtistöðum eins og Xueño og Blue Bar, gera hann að einn vinsælustu stöðum til skemmtanahalds á Formentera.
Cala Saona
Stórgrýttur vogar og klettar sem umvefja þessa strönd og sólstólar á víð og dreif, gera hana að vinsælum stað til að sigla á seglbretti, liggja í sólbaði eða njóta sólarlagsins.
Es Caló
Á húsþökum hinna hefðbundnu kofa sinna í Es Caló þurrka veiðimennirnir ferskan fisk sem síðar er notaður í payesa salat Formentera.
La Mola-vitinn
La Mola-vitinn stendur á hæsta punkti Formentera og þaðan er stórfenglegt útsýni yfir eyjuna og hafið.