Áhugaverð hótel – Alsace

Alsace - hápunktar

Heimsæktu Strasbourg, höfuðborg Alsace
Töfrar Strasbourgar munu óhjákvæmilega heilla þig upp úr skónum, með bindingshúsum, skipaskurðum og brúm sínum. Í þessari rómantísku borg hefur Evrópuþingið einnig aðsetur sín.
Colmar
Borgin Colmar, sem er oft álitin höfuðborg vínhéraðanna í Alsace, er byggð á bökkum árinnar Lauch og hefur fengið viðurnefnið „Litlu-Feneyjar“.
Mulhouse
Litrík miðaldarhúsin, steindir gluggar Saint-Etienne-kirkjunnar, frá 14. öld, og Cité de l'Automobile gera Mulhouse að áfangastað sem hægt er að dást að.
Obernai
Þessi litli bær er þekktastur fyrir bjór- og vínframleiðslu sína. Frá Sainte-Odile fjallinu í nágrenninu er hægt að njóta stórfenglega víðáttumikils útsýnis.
Alsace vínleiðin
Fylgdu þessari leið frá Thann að Malenheim og uppötvaðu miðaldaþorp og sveitasetur meðfram þekktustu vínekrunum.
Jólamarkaðir
Drekktu í þig hátíðarandann á göngu um jólamarkaðina í Alsace, þar sem þú getur fundið handverk og sérrétti af svæðinu og glas af jólaglögg.
Apafjallið
Komdu og heilsaðu upp á meira en 200 macaque-apa sem fara frjálsir ferða sinna um þessar 60 ekrur af dásamlegu skóglendi.
Château du Haut-Kœnigsbourg
Þessi magnþrungni miðaldakastali hefur verið gerður upp og gnæfir nú yfir Orschwiller á Vínleiðinni um Alsace-héraðið.
La Route des Crêtes
Fylgdu slóðanum „La Route des Crêtes“ í gegnum Ballons des Vosges -náttúrugarðinn og njóttu stórfenglegs útsýnis í friðsælu landslaginu.
Gönguferðir um rústir kastala
Reyndu þig við 3 tíma gönguferð, sem hefst í Ribeauvillé og liggur um rústir þriggja kastala frá 12. öld á hæðunum í kring.