Áhugaverð hótel – Languedoc-Roussillon

Languedoc-Roussillon - hápunktar

Carcassonne
Carcassonne er frábært dæmi um víggirtan miðaldabæ með þykkum virkisveggjum sem umlykja kastalann og nærliggjandi byggingar.
Argelès-sur-Mer
Argelès-sur-Mer er hefðbundinn miðaldabær með katalónsku ívafi og er staðsett við rætur vínakra Pýrenea-fjalla, barrtrjáskóga og sandstranda.
Collioure
Collioure er tilgerðarlaust fiskiþorp með sérstaklega katalónskum blæ, sem liggur við flóann þar sem Pýreneafjöllin liggja niður að hafinu.
Perpignan
Alveg á spænsku landamærunum liggur Perpignan, einn af heimsins bestu stöðum til að bragða á góðgæti og víni af svæðinu.
Skíðasvæðið Font-Romeu
Frá Font-Romeu-skíðasvæðinu er magnþrungið útsýni yfir tinda Pýreneafjallanna, sem rísa upp í 2900 metra hæð.
Montpellier
Montpellier, menningarhöfuðborg Languedoc-Rousillon-svæðisins, er ein sú borg í Frakklandi sem vex hvaða örast í dag.
Cap d’Agde
Cap d’Agde er þekktastur fyrir víðáttumikla nýlendu nektarsinna, en bærinn er áfangastaður við sjávarsíðuna þar sem þú finnur allan þann aðbúnað sem þig gæti vanhagað um.
Béziers
Béziers er einn af minni bæjum í Languedoc og þangað sækja ekki margir ferðamenn og því tilvalinn staður til að upplifa svæðið eins og það raunverulega er.
La Grande Motte
La Grande Motte er auðþekkjanlegur áfangastaður við sjávarsíðuna vegna pýrmídalaga bygginga. Þær eru hannaðar á þennan nýstárlega hátt til að veita útsýni yfir hafið af hverri einustu hæð byggingarinnar.
Canet-en-Roussillon
Í Canet-en-Roussillon er að finna friðað stöðuvatn sem skartar vistkerfi sem á sér ekki sinn líka með fjöllin í bakgrunni.