Áhugaverð hótel – Lazio

Lazio - hápunktar

Róm – Borgin eilífa
Hér finnur þú Kólosseum, Trevi-gosbrunninn og margt fleira: það eina sem þú finnur ekki í Róm, er tími til að upplifa allt!
Áhrifarík sólsetur á Palatine-hæð í Róm
Upplifðu Róm í ljósaskiptunum á þeim stað sem borgin var stofnsett. Af Palatine-hæð er stórfenglegt útsýni yfir
Bomarzo – Skrímslagarðurinn
Heimsókn í þennan garð, sem var upphaflega þekktur undir nafninu Villa of Wonders, er til þess fallinn að vekja furðu og koma ímyndunaraflinu af stað.
Civita di Bagnoregio
Þetta etrúska þorp, þekkt sem hið deyjandi þorp, er frábær staður til að taka myndir, með víðáttumiklu útsýni yfir Tíberfljótið og dalinn.
Gosbrunnarnir í Villa D'Este í Tivoli
Villa D'Este er skráð á heimsminjaskrá UNESCO og þar er að finna lúxusgarða með íburðarmiklum gosbrunnum sem sumir hverjir einkenna Róm og eru hennar aðalsmerki.
Garðarnir í Ninfa
Spígsporaðu um þessa rómantísku garða og njóttu ilmsins af blómunum. Mundu nú að kíkja í heimsókn í Caetani-höllina af Sermoneta, sem er í nágrenninu.
Náttúrulegir hverir í Bagnaccio
Vatnið í þessum fornu varmaböðum, sem fela sig í ósnortinni náttúru, er ríkt af kalki og brennisteini. Þú getur valið á milli 5 mismunandi lauga.
Monte Rufeno-friðlandið
Þetta friðland teygir sig yfir tæplega 29 ferkílómetra af blönduðu skóglendi og er þekkt sem hið villta horn Ítalíu.
Bolsena-vatn
Ýmiskonar afþreying er í boði við Bolsena-vatnið, alt frá nestisferðum í rólegheitunum á bökkum vatnsins, yfir í ferð með ferjunni yfir á Bisentina-eyju.
Ostia Antica
Hið forna leikhús, hringlaga torg og hof, eru meðal þeirra rómversku rústa sem hið vinsæla fornleifasvæði Ostia Antica samanstendur af.