Áhugaverð hótel – Liguria

Liguria - hápunktar

Gönguslóðar á Cinque Terre
Sentiero Azzurro gönguslóðin gerir þér kleift að ganga á milli allra 5 þorpanna sem Cinque Terre samanstendur af og notið stórbrotins útsýnis á sama tíma.
Sædýrasafnið í Genúa
Renzo Piano hannaði þetta næst-stærsta sædýrasafn í Evrópu, en þar er að finna fjölmargar tegundir, allt frá fiskum yfir í spendýr og skriðdýr.
Ferðir fyrir matgæðinga um hæðirnar í kring um Genúa
Bragðaðu á hinu fræga pestó svæðisins, ferskum sjávarréttum eða pastategundum eins og trenette, pansotti og trofie á hefðbundnum bændabýlum víðsvegar um hæðirnar.
Portofino
Stílfögur kaffihúsin og verslanir gera að verkum að þetta sjávarþorp er áfangastaður í fínni kantinum og skartar einni mest sérkennandi höfn í heiminum.
Sanremo
Þessi gimsteinn á ítölsku rivíerunni er þekktur undir nafninu „Blómaborgin“ og er vinsæl fyrir Sanremo tónlistarhátíðina.
Ostafyllt focaccia-brauð í Recco
Sæktu Recco heim, en þangað eiga ostafyllt focaccia-brauð rætur sínar að rekja, og leyfðu bragðlaukunum að njóta þessa einkennismerki Liguria í sviði matargerðar.
Hanbury-grasagarðarnir
Þessi 18 hektara grasagarður er einnig þekktur sem Villa Hanbury og þar eru ræktaðar þúsundir hitabeltisplantna og blóma.
Neðansjávarstyttan Kristur í djúpinu
Þessi stytta er staðsett undan ströndum San Fruttuoso, á 17 metra dýpi, og hana verða allir áhugamenn um köfun að berja augum.
Næturlífið í Alassio
Hvort sem þú hafðir hugsað þér hefðbundinn ítalskan lystauka, fjörugar veislur á ströndinni eða frábæra tónleika, þá er Alassio staðurinn sem þú ert að leita að.
Frjálst klifur í Finale Ligure
Skelltu þér í frjálst klifur og fáðu semá hreyfingu í Finale Ligure, sem er vel þekkt meðal klifurkappa vegna þess fjölda af hömrum og klettaveggjum sem þar er að finna.

Liguria – flettu í gegnum lista okkar með því besta til að finna bestu gististaðina á staðnum, byggt á 271696 umsögnum frá raunverulegum gestum