Áhugaverð hótel – Veneto

Veneto - hápunktar

Vín- og matarferðir
Sameinaðu safaríkar vínsmakkanir og nart í Monte Veronese ost og skelltu þér svo í göngu um vínekrurnar Í Valpolicella eða Soave.
Híbýli Júlíu í Veróna
Kíktu á svalir Júlíu í hinni fögru Veróna og veltu fyrir þér einni af kraftmestu ástarsögu Shakespeares.
Hringleikahúsið i Veróna
Þessi mikilfenglega rómverska bygging var reist árið 30 e.Kr. og þar eru í dag settur á svið mikill fjöldi ópera, ballettsýninga og alþjóðlegra rokk- og popptónleika.
Klæðaburður á kjötkveðjuhátíðinni í Feneyjum
Vandaðir búningar, grímur og skartgripir standa til boða á vinnustofum og í verslunum um allar Feneyjar í undanfara barokk-kjötkveðjuhátíðinni.
Eyjahopp í feneyska lóninu
Kíktu í heimsókn á eyjarnar Burano og Murano, en á þeirri fyrri sérhæfir fólk sig í blúndgerð og kniplingaborða, en á þeirri seinni í litríkum glervörum.
List í Feneyjum
Doge-höllin, Safn Peggy Guggenheim og Cà Pesaro-höllin eru bara örfá dæmi um hvers listunnendur geta vænst í Feneyjum.
Verslun í Cortina d'Ampezzo
Hvort sem það er hátíska eða fjöldaframleiddir kjólar sem þú ert að leita að þá munu glitrandi verslunargötur Cortinaborgar ekki valda neinum vonbrigðum.
Cadore og Misurina-stöðuvötnin
Auktu matarlystina með því skella þér í seglbrettabrun á stöðuvötnunum Cadore og Misurina áður en þú verðlaunar þig með skinku og pólentu.
Skelltu þér með Feneyingum í Bacari-ferð
Farðu bara á milli með heimamönnum í Feneyjum og smakkaðu steiktar mozzarellakúlur og sardínur, kræsingar af svæðinu sem gleðja bragðlaukana.
Busl í vatnagarðinum Aqualandia í Jesolo
Í þemagörðunum 7, þar sem finna má hæstu vatnsrennibraut í heimi, er bæði börnum og fullorðnum gulltryggð skemmtidagskrá sem nær yfir allan daginn.

Uppgötvaðu bestu hótelin, gistiheimilin (B&B), gistikrárnar og sumarhúsin á svæðinu Veneto, samkvæmt 896.589 raunverulegum umsögnum frá alvöru gestum.