Gisting Flug Bílaleigur Leigubílar til og frá flugvelli

Ítalía Hótelumsagnir frá staðfestum gestum

Nýlegar umsagnir fyrir hótel á Ítalíu

 • Hotel Al Giardino

  Treviso, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 8
  • Jákvætt í umsögninni

   Vinalegt andrúmsloft

  • Neikvætt í umsögninni

   Hótelið orðið frekar þreytt. Teppin á göngunum blettótt, brakar í rúmunum við hverja hreyfingu og sturtuklefinn ekki í góðu ástandi. Rúmföt og handklæði voru hrein. Þjónusta og viðmót var mjög gott. Fékk góðar leiðbeiningar um hvað var vert að skoða. Góður matur á veitingastaðnum.

  Umsögn skrifuð: 11. september 2018 Dvöl: september 2018
  Anna Ísland
 • Cardano Hotel Malpensa

  Cardano al Campo, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 8,9
  • Jákvætt í umsögninni

   Frábært starfsfólk Mjög hreint Góður morgunmatur

  Umsögn skrifuð: 16. september 2018 Dvöl: september 2018
  Álfheiður Ísland
 • Fattoria Poggerino

  Radda in Chianti, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 9,2
  • Jákvætt í umsögninni

   Hlýleiki og umhyggja sem lögð er í þjónustuna af Benedettu skapar heimilislega magnað andrúmsloft. Kyrrðin og nálægðin við vínekruna er framúrskarandi og einstök nátturufegurðin sem blasir við út um gluggana er ekki hægt að verðleggja. Hér er hægt að hægja á sér og kjarna sig upp á nýtt.

  Umsögn skrifuð: 13. september 2018 Dvöl: september 2018
  Guðleif Ísland
 • Mercure Leonardo da Vinci Airport

  Fiumicino, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 7,9
  • Jákvætt í umsögninni

   Allt mjög hreint í herberginu. Rúmgóð gott. Vorum svo heppin að bílaleigan sem við höfðum pantað bíl frá var í 50 metra fjarlægð frá hótelinu.

  • Neikvætt í umsögninni

   Lyktin af hrensiefnum sem þeir nota til að hreinsa teppin frammi á göngunum.

  Umsögn skrifuð: 17. september 2018 Dvöl: september 2018
  Hjalmar Ísland
 • Top Floor Navona

  Róm, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 8,5
  • Jákvætt í umsögninni

   Rúmi var gott, sturtan FRÁBÆR, hefði viljað taka hana með á næsta stað og svo er það staðsetningin. Hún er í einu orði sagt frábær!!!!!! Annað orð, EINSTÖK!!!!!. Þarna eru vel flestir merkisstaðir Rómarborgar innan þægilegrar göngu fjarlægðar, meira að segja fyrir mig. 50 metrar niður að Tiber til vinstri og yfir brúna framan við hæstaréttarhöllina, aftur til vinstri og maður er komin að Englavirkinu og englabrúnni. Örlítið áleiðis meðfram virkinu, yfir gatnamót og gatan heim að páfagarði liggur fyrir fótum þér með Péturstorgið og samnefnda kirkju við endan. Farðu hina leiðina, beygðu til hægri og aftur til vinstri inn á torg og þar er Pantheon. Ef þú sleppir hæri beygjunni og ferð aðeins lengra kemur þú inn á Via Corsa, beygir ti vinstri síðan til hægri upp götu eftir 200 metra og örfá skref skila þér að Spænsku tröppunum. Gengur þá götu nokkru lengra ferð niður til hægri og þar finnur þú Fontana di Trevi. Aftur upp á Via Corsa sem leiðir þig að föðurlandsminnismerkinu kenndu við Viktor Emmanúel kóng, framhjá því um sigurbraut Mússolínis og þú kemur að Forum Romanum og þá styttist í Colosseum. Allt innan 30 mínútna göngufæri. Eins og einhver sagði um lögmálið í fasteignaviðskiptum; Staðsetning, Staðsetning, Staðsetning.

  • Neikvætt í umsögninni

   Erfitt að finna skrifstofuna því götunúmerin eru öll í rugli. 12 er beint á móti 187 og illa merkt. Stigarnir vöndust en voru strembnir í upphafi. Loftkælingin var til staðar en ekki til afrekana. Veggirnir þunnir þannig að þær tvær nætur sem við höfðum háværa nágranna við hliðina var örlítið ónæði sem sljákkaði við nokkur vel útilátin högg í vegginn.

  Umsögn skrifuð: 19. september 2018 Dvöl: september 2018
  Óli Ísland
 • Occidental Aran Blu

  Lido di Ostia, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 7,7
  • Jákvætt í umsögninni

   Flott hótel

  Umsögn skrifuð: 20. september 2018 Dvöl: september 2018
  Tobías Ísland
 • Appartamenti Un Mondo Per Te

  Santa Margherita Ligure, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 9,1
  • Jákvætt í umsögninni

   Staðsetningin er frábær. Íbúin var stærri en búist hafði verið við með aukaherbergi. Verðið var sanngjarnt. Fjölskyldan sem sér um reksturinn er afar vingjarnleg.

  • Neikvætt í umsögninni

   Lyftan er lítil

  Umsögn skrifuð: 14. september 2018 Dvöl: september 2018
  Tryggvi Ísland
 • Tre Laghi Hotel

  Nebbiuno, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 7,9
  • Jákvætt í umsögninni

   Fínn morgunverður, þjónustan góð, herbergi hreinlegt, fallegt útsýni, góð staðsetning

  • Neikvætt í umsögninni

   Rúmið lélegt (hallaði allt inn að miðju - hjónarúm). Má alveg fara að endurnýja ýmislegt á hótelinu eins og skápa, tv, stóla, sturtu o.þ.h. Skil ekki alveg 4 stjörnur

  Umsögn skrifuð: 14. september 2018 Dvöl: september 2018
  Elisabet Ísland
 • Villa Medicea di Lilliano

  Grassina, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 9,1
  • Jákvætt í umsögninni

   Frábært herbergi og góð þjónusta, og svo var hádegisverðurinn sem við fengum og vínsmökkunin hjá konunni sem eldaði og fór með okkur um herragarðinn í fyrsta klassa.

  • Neikvætt í umsögninni

   Góð spurning ?

  Umsögn skrifuð: 16. september 2018 Dvöl: september 2018
  Magnús Ísland
 • B&B Le Stanze del Duomo

  Flórens, Ítalía

  Meðaleinkunn umsagna: 8,9
  • Jákvætt í umsögninni

   Staðsetning og herbergið ágætt

  • Neikvætt í umsögninni

   Staðsetning morgunverðar

  Umsögn skrifuð: 12. september 2018 Dvöl: september 2018
  Ónafngreindur Ísland