Vinsælast í París

Áhugaverðir staðir, ferðir og afþreying í París

Söfn sem mælt er með í París

Staðir til að upplifa menningu og listir í París

París: bestu hverfi borgarinnar

Finndu frábært svæði til að gista á í París

París – upplýsingar um staðinn

T.d. hvenær sé besti tími árs til að dvelja í París

París er fæðingarstaður upplýsingarstefnunnar og er alltaf einu skrefi á undan í heimi tískunnar. Hún hefur því unnið sér fastan sess sem ein af þeim borgum heimsins sem ómissandi er að heimsækja. Frakkland er þekkt fyrir framúrskarandi matargerð, stíl og menningu og höfuðborgin er í forystu hvað allt þetta þrennt varðar.

Borgin skiptist í 20 hverfi, eða „arrondissements", sem hafa hvert sinn karakter. Le Marais (í fjórða arrondissement-hverfinu) er þekkt fyrir krókóttar miðaldagötur sínar, sneisafullar af hefðbundnum patisserie-bakaríum og flottum verslunum. Á svæðinu er einnig að finna frægu dómkirkjuna Notre-Dame, sem er talin vera eitt besta dæmið um franskan gotneskan arkitektúr.

Í sjöunda arrondissement-hverfinu er að finna nokkur frægustu kennileiti Parísar, þar á meðal Eiffelturninn, Les Invalides-byggingarnar og Musée d'Orsay-safnið. Það er einnig af nógu að taka í nálægum hverfum, svo sem breiðstrætið fræga Champs-Elysées, Sigurboginn og óperuhúsið Opéra Garnier. Í hjarta Parísar er Louvre-safnið heimsfræga, þar sem tugþúsundir listaverka eru til sýnis, þar á meðan Mona Lisa eftir Da Vinci. Utar í borginni eru ýmsir staðir sem eru einnig heimsóknarinnar virði: dularfullu Catacombes-grafhýsin og Versalahöll.

Allar franskar borgir eru stoltar af matargerðarhefð sinni og París er þar engin undantekning en matargerðarlist hennar er með þeim bestu í heimi. Hægt er að finna allt frá veitingastöðum með þrjár Michelin-stjörnur eins og Restaurant Guy Savoy til rólegra bistro-matsölustaða eins og La Mascotte.

Skemmtigarðurinn Disneyland Paris er frábær skemmtun fyrir gesti á öllum aldri. Hann er fyrir austan borgina í úthverfinu Marne-la-Vallée en þangað er auðvelt að komast með lest.

Í kvöld

Frá 8.383 kr. á nótt

Þessi helgi

Frá 20.206 kr. á nótt

Næsta helgi

Frá 13.798 kr. á nótt

Vinsælasti tíminn til að fara júlí–september
Ódýrasti tíminn til að fara febrúar–apríl
Gjaldmiðill staðarins € 1 = 146 kr.
Tungumál Franska
Meðalverð um helgi 17.941 kr. á nótt
Meðalverð á virkum degi 17.427 kr. á nótt
Dæmigerð lengd dvalar 2 nætur

Áhugaverðir staðir í París

Gistu nálægt áhugaverðustu stöðunum í París

París – umsagnir

París – það sem aðrir ferðalangar hafa um staðinn að segja

8,0

Skemmtileg borg, gaman að ganga um og skoða mannlífið.

9. desember 2019

Skemmtileg borg, gaman að ganga um og skoða mannlífið. Fórum á Louvre sem var ágætt en hefði alveg verið jafn gaman að sleppa og fara frekar á önnur minni söfn með sérhæfðari sýningar. Uppáhaldsveitingastaðir í ferðinni voru: Le Train Bleu fyrir fínan kvöldmat og Le Danton fyrir morgun/hádegismat maturinn á Le Danton sérstaklega croque madame samlokan var einstaklega bragðgóð. Það er auðvelt að rata en þar sem verkföll voru í gangi í almenningssamgöngum á meðan við vorum á staðnum notuðum við Uber ef við vorum að ferðast lengra en nokkra kílómetra. Við áttum miða á balletinn Raymonda sem hefði örugglega verið gaman að sjá en sýningin var felld niður vegna verkfalla, við munum eflaust reyna að fara aftur til Parísar og sjá ballet þá. Við gerðum einnig klassíska hluti eins og að ganga meðfram Signu, Notre Dame og Champs Elysee og það var allt saman mjög gaman.

Aðalheiður
Aðalheiður Ísland
8,0

Best:staðsetning, fjölbreytt afþreying, mat.

28. júní 2019

Best:staðsetning, fjölbreytt afþreying, mat... allt er til:listaverk, tonleika, leikhús, bíó, rík sagan áberandi út um allt... Mjög freistandi til að koma aftur og aftur sérstaklega í sólinni .:)

Helene
Helene Ísland
10

Falleg borg sem auðvelt er að fara um gangandi eða með...

3. maí 2018

Falleg borg sem auðvelt er að fara um gangandi eða með metroinu söfn og kirkjur glæsileg Góðir veitingastaðir alltaf happy hour langt framá kvöld sem er kostur Mæli með að borða ostafondu sem aðra ostarétti. Eina semmég get nefnt neikvæt er umferðamengun

Rósa Borg
Rósa Borg
10

Falleg borg með endalaust af fallegum og sjarmerandi hverfum...

12. október 2017

Falleg borg með endalaust af fallegum og sjarmerandi hverfum að skoða. Auðvelt að leigja hjól og hjóla um borgina. Mæli með að fara upp í Montmartre hæðina þar sem útsýnið er stórfenglegt.

Sigurbjörg
Sigurbjörg
10

Dásamleg borg, svo margt að sjá.

28. júlí 2017

Dásamleg borg, svo margt að sjá. Mæli með að skoða Montmartre, the Marais hverfið, Sigurbogann, Eiffelturninn, fórum ekki upp, nenntum ekki í röð, en það er æðislegur garður við hliðina, flott að chilla þar. Flott að rölta við Signu. Maður þarf að gera ráð fyrir að labba mikið. Almennings samgöngur eru góðar. Mikið úrval af veitingastöðum, gott að nota Tripadvisor.

Gudrun Arny
Gudrun Arny Ísland
10

Frábær og falleg borg en heldur of mikið af túristum á þeim...

27. júlí 2017

Frábær og falleg borg en heldur of mikið af túristum á þeim tíma sem við vorum. Mikið að skoða en langar biðraðir . Mæli með eiga dag í Versölum . Góð veitingastaðir, verð í hærri kantinum. Mjög auðvelt að ferðast um borgina og forritið Uber mikið notað sem og on/off strætó.

Lára
Lára Ísland

Vinsælir staðir til að dvelja á í París

Dveldu á bestu gististöðunum sem París hefur upp á að bjóða

Aðrir áhugaverðir staðir og afþreying í París

Fleira sem hægt er að sjá og gera í París