Gisting Flug Bílaleigur Leigubílar til og frá flugvelli

Vinsælast í Róm

Áhugaverðir staðir, ferðir og afþreying í Róm

Söfn sem mælt er með í Róm

Staðir til að upplifa menningu og listir í Róm

Róm: bestu hverfi borgarinnar

Finndu frábært svæði til að gista á í Róm

Róm – upplýsingar um staðinn

T.d. hvenær sé besti tími árs til að dvelja í Róm

Forn höfuðborg Ítalíu er paradís byggingarlistarinnar með mörgum rústum sem geyma sögu gríðarstórs heimsveldis sem náði eitt sinn yfir hluta af þremur heimsálfum. Borgin er eins og safn undir berum himni og þar er að sjá tilkomumikil mannvirki eins og Forum Romanum, Palatínhæð og Colosseum. Þetta forna skylmingaleikahús er hjarta borgarinnar og neðanjarðarrýmin og sætaraðirnar kalla fram í hugann dramatískar myndir af leikunum sem voru haldnir þar forðum. Það er einnig þess virði að skoða hið einstaklega vel varðveitta Pantheon en í því endurspeglast enn frekar gullöld borgarinnar eilífu.

Í Róm eru yfir 900 kirkjur, þeirra á meðal margar undrafagrar basilíkur, og einnig borgríkið Vatíkanið, höfuðstöðvar kaþólsku kirkjunnar. Péturskirkjan er óneitanlega aðalferðamannastaðurinn en marga aðra fjársjóði, svo sem Sistínsku kapellu Michelangelos og ótal önnur meistaraverk, er að finna inni á töfrandi söfnum Vatíkansins.

Ítölsk matargerð er mismunandi eftir landsvæðum og Róm er engin undantekning þar á. Dæmigerðir gerðir réttir borgarinnar eru „cacio e pepe“ – einfaldur en ljúffengur pastaréttur með pecorino-osti og pipar – og „spaghetti carbonara“.

Aðrir áhugaverðir staðir eru hinn frægi Trevi-gosbrunnur, Galleria Borghese, og vinsælu torgin Piazza Navona og Piazza di Spagna. Besta veðrið er á tímabilinu apríl til júní og þá er um að gera að rölta í gegnum garðinn við Villa Borghese eða leigja hjól.

Í kvöld

Frá 5.573 kr. á nótt

Þessi helgi

Frá 13.930 kr. á nótt

Næsta helgi

Frá 9.568 kr. á nótt

Vinsælasti tíminn til að fara maí–júlí
Ódýrasti tíminn til að fara desember–febrúar
Gjaldmiðill staðarins € 1 = 141 kr.
Tungumál Ítalska
Meðalverð um helgi 16.340 kr. á nótt
Meðalverð á virkum degi 16.810 kr. á nótt
Dæmigerð lengd dvalar 2 nætur

Áhugaverðir staðir í Róm

Gistu nálægt áhugaverðustu stöðunum í Róm

Róm – umsagnir

Róm – það sem aðrir ferðalangar hafa um staðinn að segja

8,0

Eins og flestir vita er Róma ein af stærstu borgum í...

22. mars 2019

Eins og flestir vita er Róma ein af stærstu borgum í sögulegu samhengi og ekki úr vegi að manni finnist maður vera kominn langt aftur í tímann þegar gengið er innan um gamlar byggingar og götur sen voru gerðar fyrir mörghundruð árum síðan. það sem mér þótti skemtilegast við borgina var að ganga bar um og skoða, ekki endilega vera fara í einvhverjar skipulagðar skoðanferðir heldur bara ganga um og sjá allt það sem fyrir augum bar og setjast síðan niður og njóta osta og góðra drykkja í góðum félagskap soga í sig borgina í rólegum gír ekkert stress. Aldrei fara inn á veitingastaði sem er á helstu túristaleiðunum og alls ekki fara inn á staði þar sem matur er auglýstur eða sýndur með myndum á spjöldum eða í gluggum staðarins. nota Tripadvisor og panta á stað með góða einkanir er gulls í gildi. Og ekki hafa áhyggjur af því að þeir séu eitthvað dýrir því þeir eru ef eitthvað er ódýrari en þessi vondu veitingastaðir.

Valdimar
Valdimar Ísland
10

One of our favorite places in the world.

29. október 2018

One of our favorite places in the world.....and we travel a lot.Beautiful city with lots of history, breathtaking buildings/fountains and lovely people.Restaurants on every corner with osom pizzas and pasta.Best of this all was eavning tour in small group to Colossio after closing....highly recommend.We are in love with Roma One thing We didin't like were the "Africans"...like they said they were....they are bothering you alot and are really agressive to sell you bracelets and stuff like that you dont want and they all have the same storie and "pickup lines" to stop you. .

Erla Björk
Erla Björk Ísland
10

Róm er rústir einar, en róm verður ekki endurbyggð á einum...

30. maí 2017

Róm er rústir einar, en róm verður ekki endurbyggð á einum degi. :) skemtilegt að skoða söguna sem flestir þekkja. Gott að versla og veitingastaðir góðir. þægilegt að ganga um og skoða.

Ónafngreindur Ísland
10

Einstakar forminjar og margir staðir sem maður verður að sjá.

18. maí 2017

Einstakar forminjar og margir staðir sem maður verður að sjá. Vatíkanið, Colosseum, Spanish steps og Fountain la Trevi. Athugið hins vegar að það borgar sig að panta fyrirfram í Colosseum og Vatíkanið, þá tryggir maður sér bæði ódýrari inngang og sleppur við að bíða í röð. Það er auðvelt að ferðast um í Róm, bæði með strætisvagni og underground, en getur tekið tíma. Verð á mat og drykk er auðvitað dýrast nálægt helstu ferðamannasvæðum, það borgar sig að skipuleggja sig og skoða staði fyrir utan, en maður þarf ekki alltaf að fara mjög langt.

Þuríður Noregur
10

Róm er yndisleg borg - algjörlega í topp 3 í uppáhaldi.

17. maí 2017

Róm er yndisleg borg - algjörlega í topp 3 í uppáhaldi. Við vorum dolfallin af öllum byggingunum, kirkjum, rústum og gosbrunnum. Það ættu að allir að koma til Rómar alla vegna einu sinni. Við keyptum okkur nokkrar skoðunarferðir með farastjórum - fyrst um Vatikanið, Kapelluna og St. Péturs kirkju. Svo fórum við í gönguferð með fararstjóra frá Trevi gosbrunninum, gegnum Pantheon og sáum fleiri merka staði, enduðum svo á St. Péturstorgi þar sem við fengum blessun páfans - algjörlega ómetanleg stund. Svo að lokum fórum við í opin strætó með fararstjóra og enduðum á Colosseum, Palantine hæð og Róman Forum. Þvílíkur fjársóður sem Ítalir eiga þarna og varðveita vel. Mælum með lágmark 5 daga dvöl til þess að njóta vel og fara rólega yfir. Þarna eru svo hellingur af matsölustöðum - alls ekki það sem við erum vön á Íslandi en nú skiljum við afhverju Ítalir eru grennri en aðrir. Þeir krydda ekki matinn sinn og nota engar sósur :) Mælum með hverfinu Trastavere til að fara út að borða á kvöldin. Yndislegur staður og fullt af flottum og góðum veitingastöðum. Þeir eru frábærir í Pizzum. Svo að lokum verðum við að minnast á að Ítalir eru blóðheitir og óþolinmóðir. Þá kemur brosið og þolinmæði best að notum :) Njótið vel

Klara Berta
Klara Berta Ísland
8,0

Það var einstaklega gaman að heimsækja Róm, skoða Vatíkanið...

14. maí 2017

Það var einstaklega gaman að heimsækja Róm, skoða Vatíkanið með góðri leiðsögn, safn Leonardo da Vinci, styttur og torg, ganga um Forum Romanum, Colosseum, sjá Trevi gosbrunninn, allar stóru fallegu og skreyttu gömlu byggingarnar út um allt, hlusta á ítölskuna og fá að vera hluti af iðandi mannlífinu um stund.

Ónafngreindur Ísland

Vinsælir staðir til að dvelja á í Róm

Dveldu á bestu gististöðunum sem Róm hefur upp á að bjóða