Gisting Flug Bílaleigur Leigubílar til og frá flugvelli

Vinsælast í Verona

Áhugaverðir staðir, ferðir og afþreying í Verona

Söfn sem mælt er með í Verona

Staðir til að upplifa menningu og listir í Verona

Verona: bestu hverfi borgarinnar

Finndu frábært svæði til að gista á í Verona

Verona – upplýsingar um staðinn

T.d. hvenær sé besti tími árs til að dvelja í Verona

Fallega borgin Veróna var í miklu uppáhaldi hjá Shakespeare en hún er sögusvið Rómeó og Júlíu. Miðaldaættirnar Kapúlet og Montague, sem leikritið hefur gert ódauðlegar, voru til í raun og veru og enn má sjá nokkrar byggingar sem tengjast þeim. Þeirra á meðal er bygging sem sögð er hafa verið heimili Júlíu – það er ekki alveg satt en það er samt sem áður vel þess virði að stíga út á fallegar svalir hússins.

En Veróna er miklu meira en bara sögusvið tregafullrar ástarsögu. Í henni er einnig að finna eitt best varðveitta rómverska hringleikahús á Ítalíu, Arena di Verona. Á þessu opna svæði, sem reist var á fyrstu öld e. Kr., voru haldnar hátíðir og bardagar skylmingaþræla. Í dag fara þar aðeins fram sígildar óperur og popptónleikar, en stjörnur á borð við Adele og Paul McCartney hafa stigið þar á svið.

Á Piazza delle Erbe er að finna fleiri dæmi um glæsilega byggingarlist borgarinnar, svo sem klukkuturninn Torre dei Lamberti, en hann var reistur á 12. öld, við hliðina á líflegum kaffihúsum og daglegum markaði þar sem seldar eru vörur af svæðinu í kringum Veróna. Gott er að finna sér rólegt horn og njóta þess að fá sér espresso eða glas af Veneto-víni áður en haldið er meðfram ánni Adige að safninu Museo di Castelvecchio. Þar má sjá málverk, höggmyndir og hervopn frá miðöldum.

Allt þetta er í aðeins 30 mínútna fjarlægð með lest frá Garda-vatninu fallega. Hægt er að komast þangað með því að taka lestina frá Verona Porta Nuova-stöðinni til Desenzano en þaðan er stutt ferð með rútu að vatninu.

Í kvöld

Frá 6.148 kr. á nótt

Þessi helgi

Frá 15.022 kr. á nótt

Næsta helgi

Frá 19.195 kr. á nótt

Vinsælasti tíminn til að fara júlí–september
Ódýrasti tíminn til að fara janúar–mars
Gjaldmiðill staðarins € 1 = 139 kr.
Tungumál Ítalska
Meðalverð um helgi 16.234 kr. á nótt
Meðalverð á virkum degi 15.669 kr. á nótt
Dæmigerð lengd dvalar 1 nótt

Áhugaverðir staðir í Verona

Gistu nálægt áhugaverðustu stöðunum í Verona

Verona – umsagnir

Verona – það sem aðrir ferðalangar hafa um staðinn að segja

10

Tölvuupplýsingarskiltin hefðu mátt vera ítarlegri eins og...

28. júní 2016

Tölvuupplýsingarskiltin hefðu mátt vera ítarlegri eins og kortin. Ítalir misjafnlega góðir í ensku og ekki alltaf auðvelt að spurja. En annars þróaður ferðamannastaður og hreinn. Ekki of margir túristar.

Guðbjörg Alda
Guðbjörg Alda Ísland

Vinsælir staðir til að dvelja á í Verona

Dveldu á bestu gististöðunum sem Verona hefur upp á að bjóða