Prenta / vista

2017-01-24 13:50:05

Skilmálar og skilyrði

Þessir skilmálar og skilyrði, sem geta tekið breytingum stöku sinnum, eiga við alla okkar þjónustu, beint eða óbeint (í gegnum dreifingaraðila) sem í boði er í gegnum hvaða snjalltæki, farsíma eða tölvu, með tölvupósti eða með síma. Með því að fara inn á, skoða og nota vefsíðuna eða smáforritin okkar í gegnum hvaða vettvang sem er (hér eftir mun í sameiningu verða vísað til þeirra sem „vefsíða“) og/eða með því að ganga frá pöntun, ert þú að staðfesta og samþykkja að hafa lesið, skilið og samþykkt þá skilmála og skilyrði sem fram koma hér að neðan (þar á meðal trúnaðaryfirlýsinguna).

Þessar síður, þ.e. innihald og uppbygging þessara síðna, ásamt netbókunarþjónustunni sem veitt er á þessum síðum og í gegnum síðuna (þ.e. „þjónustan“) er í eigu, starfrækt og í umsjá Booking.com B. V. og er veitt til persónulegrar notkunar en ekki í hagnaðarskyni og er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem birt eru hér að neðan.

0. Skilgreiningar

"Booking.com", „okkur“, „við“ eða „okkar“ á við Booking.com B.V., einkahlutafélag, sem starfar eftir hollenskum lögum og er með skráðar skrifstofur við Herengracht 597, 1017 CE, Amsterdam, Hollandi.

„Verkvangur“ á við (snjalltækja-)vefsíðu og app þar sem þjónustan er í boði, í eigu, stýrt af, viðhaldið af og/eða hýst af Booking.com.

„Þjónusta“ á við netbókunarþjónustu (þar með talin auðveldað greiðsluferli) fyrir ýmsar vörur og þjónustu sem birgjar bjóða öðru hverju upp á verkvanginum.

„Birgjar“ á við þjónustuaðila fyrir gistingu (t.d. hótel, mótel, íbúð, gistiheimili), skemmtigarða, afþreyingu, söfn, skoðunarferðir, skemmtisiglingar, kynnisferðir í lest eða rútu, ferðir milli staða, ferðaþjónustuaðila, tryggingar, og aðrar ferðatengdar vörur eða þjónustu sem er öðru hverju í boði og bókanlegt á verkvanginum. (e.g. hotel, motel, apartment, bed & breakfast), (theme) parks, attractions, museums, sightseeing tours, cruises, rail and coach tours, transfers, tour operators, insurances, and any other travel or related product or service as from time to time available for reservation on the Platform.

1. Umfang þjónustu okkar

Í gegnum verkvanginn bjóðum við (Booking.com B.V. og (dreifingar-)samstarfsaðilar) upp á vettvang á netinu þar sem birgjar geta auglýst vörur sínar og þjónustu til bókunar, og þar sem gestir verkvangsins geta framkvæmt slíkar bókanir (þ.e. bókunarþjónustan). Með því að framkvæma bókun í gegnum (Booking.com gerir þú beinan (lagalega bindandi) samning við birginn sem þú bókaðir hjá eða keyptir vöru eða þjónustu hjá (eins og við á). Frá þeim tíma sem þú bókar erum við aðeins milliliður á milli þín og birgisins og sendum upplýsingar um bókunina til viðeigandi birgis/birgja og sendum þér staðfestingartölvupóst fyrir og fyrir hönd birgisins.

Upplýsingarnar sem við birtum þegar við veitum okkar þjónustu eru byggðar á þeim upplýsingum sem birgjarnir láta okkur í té. Þannig er birgjunum gefin aðgangur að ytraneti þar sem þeir eru ábyrgir fyrir uppfærslu á öllum verðum, framboði og öðrum upplýsingum sem eru sýndar á verkvanginum okkar. Þrátt fyrir að við beitum okkur fyrir því að framkvæma þjónustu okkar eftir bestu getu, munum við ekki staðfesta og getum ekki ábyrgst að allar upplýsingar séu nákvæmar, altækar eða réttar; við getum heldur ekki verið ábyrg fyrir villum (þ.á m. staðreynda- og innsláttarvillur), truflunum (hvort sem þær eru vegna (tímabundinna og/eða að hluta til) bilana, viðgerða, uppfærslu eða viðhalds á verkvanginum okkar eða annars), ónákvæmum, villandi eða ósönnum upplýsingum eða óbirtum upplýsingum. Hver birgir er ávallt ábyrgur fyrir nákvæmni, heilleika og réttleika þeirra (lýsandi) upplýsinga (þ.á.m. verð og framboð) sem birtast á verkvanginum okkar. Verkvangurinn okkar er ekki og getur ekki verið álitinn sem meðmæli eða stuðningur við gæði, þjónustustig, flokkun, stjörnugjöf eða einkunn nokkurs birgis (eða aðstöðu hans, staðsetningu, aðbúnað, vörur eða þjónustu) sem í boði er.

Þjónusta okkar er aðeins í boði til einkanota og án viðskiptalegs tilgangs. Þar af leiðandi er ekki heimilt að endurselja, djúptengja (deep linking), nota, afrita, vakta (t.d. spider, scrape), sýna, hlaða niður eða endurskapa neitt af innihaldi eða upplýsingum, hugbúnaði, bókunum, miðum, vörum eða þjónustu sem í boði er á verkvangi okkar í auglýsinga- eða samkeppnisskyni eða -tilgangi.

2. Verð, yfirstrikuð verð og loforð um besta verðið

Verðin á verkvanginum okkar eru mjög samkeppnishæf. Öll herbergisverð eru fyrir hvert herbergi fyrir heildardvöl þína og öll verð eru birt með VSK/söluskatt innifalinn ásamt öðrum sköttum (háð breytingum á slíkum sköttum), nema að annað sé tekið fram á verkvangi okkar eða í staðfestingarpóstinum/miðanum. Miðaverð eru á mann eða hóp og háð því að miðinn sé í gildi eins og fram kemur á honum, ef við á. Greiðsla viðeigandi gjalda og skatta (þar á meðal ferðamanna/borgarskatts) kann að vera tekin af birginum ef gestur mætir ekki (no-show) eða ef afpöntunargjald á við. Gistiþjónustan gæti innheimt viðeigandi skatta ef gesturinn mætir ekki á staðinn eða um afbókunargjald er að ræða.

Stundum eru ódýrari verð í boði á verkvanginum okkar fyrir tilgreinda dvöl, vöru eða þjónustu, en þessi verð sem birgjarnir bjóða geta jafnvel borið sérstakar takmarkanir og skilyrði, t.d. að þau sé ekki hægt að afpanta eða fá endurgreidd. Vinsamlegast skoðið viðeigandi skilyrði og upplýsingar fyrir vöru, þjónustu og bókun vandlega og hvort svona skilyrði eigi við áður en þú framkvæmir bókun.

Yfirstrikuð verð sem birtast fyrir herbergi miðast við þriðja hæsta núverandi verð á hjá birgja vörunnar eða þjónustunnar sem um ræðir, með sömu bókunarskilyrði á 30 daga tímabili í kringum innritunardaginn þinn (15 daga fyrir og 15 daga eftir innritunardag; séu færri en 15 dagar frá deginum í dag til innritunardags munum við fjölga dögum eftir innritunardag til að ná 30 daga tímabili í heildina). Til að fullvissa okkur um að samanburðurinn sé sanngjarn notum við alltaf sömu bókunarskilyrði (t.d. máltíðir, afpöntunarskilmála og herbergistegund). Það þýðir að þú færð sama herbergi á lægra verði borið saman við aðra innritunardaga á sama tíma árs.

Við viljum að þú borgir lægsta mögulega verð fyrir dvölina. Finnir þú gistirými, með sömu pantaðskilyrðum, á lægra verði á netinu eftir að hafa pantað í gegnum okkur, munum við jafna verðmuninn á okkar verði og lægra verðinu eftir skilmálum og skilyrðum Verðtryggingarinnar.

Gjaldeyrisbreytirinn er einungis í upplýsingaskyni og ekki ætti að reiða sig á nákvæmni hans í rauntíma; raunveruleg verð geta verið breytileg.

Augljósar villur og mistök (Þar með taldar prentvillur) eru ekki bindandi.

Öll sérstök tilboð og kynningar eru merkt sem slík.

3. Friðhelgi

Booking.com virðir friðhelgi þína. Vinsamlegast sjáðu skilmála fyrir gagnaleynd og fótspor fyrir nánari upplýsingar.

4. Ókeypis

Þjónusta okkar er ókeypis því ólíkt mörgum öðrum aðilum, þá munum við ekki innheimta gjald fyrir þjónustu okkar eða bæta neinum auka- (bókunar-)gjöldum við herbergisverðið.

Birgjar greiða Booking.com umboðslaun (sem er lítill hluti af verði vöru (t.d. herbergisverð) eftir að endanlegur notandi hefur nýtt þjónustu eða vöru birgisins eða eftir að gesturinn hefur gist á gististaðnum (og greitt).

5. Kreditkort eða bankamillifærsla

Þegar það á við og er í boði, bjóða ákveðnir birgjar upp á möguleikann að birgirinn fái greiðslu fyrir bókanir (að öllu leyti eða að hluta til eins og krafist er í greiðsluskilmálum gististaðarins) á meðan bókunarferlið stendur yfir með öruggri netgreiðslu (að því leyti sem það er í boði og stutt af þínum banka). Fyrir ákveðnar vörur og þjónustu sér Booking.com um greiðsluferlið (í gegnum greiðslumiðlun þriðja aðila) fyrir viðeigandi vöru eða þjónustu (þ.e. greiðsluþjónustan) fyrir og fyrir hönd birgisins (Booking.com aðhefst aldrei né starfar sem aðalmóttakandi greiðslu). Greiðsla er tekin á öruggan hátt með kredit-/debetkorti þínu eða af bankareikningi þínum og lögð inn á bankareikning þjónustuaðila gististaðarins í gegnum greiðslumiðlun þriðja aðila. Allar greiðslur sem við sjáum um fyrir og fyrir hönd birgisins og millifært á hann, munu í öllum tilfellum gilda sem greiðsla þín á (hluta af) bókunarverði á vöru eða þjónustu í endanlegu uppgjöri (bevrijdende betaling) á slíkum gjaldföllnum og ógreiddum (hluta-)greiðslum og þú getur ekki fengið slíka peninga endurgreidda.

Vinsamlegast athugaðu að vegna ákveðinna (óendurgreiðanlegra) verða eða sértilboða, þá getur verið að birgirinn krefjist þess að greiðsla fari fram samstundis með millifærslu (ef hægt er) eða með kreditkorti og að sótt sé um heimildarbeiðni á kreditkortið þitt eða það gjaldfært (stundum án þess að boðið sé upp á endurgreiðslu) við framkvæmd bókunar. Vinsamlegast athugaðu vandlega (bókunar)upplýsingar fyrir vöruna eða þjónustuna sem þú valdir og kannaðu vandlega hvort slík skilyrði eigi við áður en þú framkvæmir bókun. Þú munt ekki gera kröfu um að Booking.com beri (skaðabóta-)ábyrgð á nokkrum (samþykktum, (meint) ósamþykktum eða röngum) greiðslum sem birgirinn geri kröfu um og munt ekki fá (endur)greitt neina upphæð fyrir neina gilda eða samþykkta greiðslu sem birgirinn gerir kröfu um (þar með taldar fyrirframgreiðslur á verði, gjöld þegar gestur mætir ekki (no-show) og afpantanir með gjaldi) af kreditkortinu þínu.

Í tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun á kortinu þínu af þriðja aðila, munu flestir bankar eða kreditkortafyrirtæki bera ábyrgðina sem nær yfir öll gjöld sem fylgja slíkum svikum eða misnotkun, sem getur verið háð sjálfsábyrgð (venjulega um 50 EUR (eða samsvarandi upphæðar í þínum gjaldmiðli)). Í því tilfelli þegar bankinn þinn eða kreditkortafyrirtæki lætur þig greiða þessa sjálfsábyrgð vegna óheimilar notkunar vegna bókunar á verkvangi okkar, munum við endurgreiða þér þessa sjálfsábyrgð, upp að samtals 50 EUR (eða samsvarandi upphæð í þínum gjaldmiðli). Til þess að fá þetta bætt, vinsamlegast tilkynntu kreditkortafyrirtækinu þínu um þessi svik (í samræmi við reglur þess og framkvæmd varðandi slíkar tilkynningar) og hafðu strax samband við okkur með tölvupósti. (phfgbzre.eryngvbaf@obbxvat.pbz). Vinsamlegast skrifaðu "credit card fraud" (kreditkortasvik) í viðfangsefni tölvupóstsins og sýndu fram á sönnun þess að kortið hafi verið með sjálfsábyrgð (þ.e. skilmála kreditkortafyrirtækisins). Þessar bætur eiga aðeins við kreditkortapantanir sem gerðar eru í gegnum öruggan netþjón Booking.com og óleyfilega notkunin á kreditkortinu þínu er afleiðing okkar eigin vanrækslu eða gáleysis og er ekki á þinni eigin ábyrgð á meðan notast var við örugga netþjóninn okkar.

6. Fyrirframgreiðsla, afpöntun, þegar gestir mæta ekki (no-show) og smáa letrið

Með því að bóka hjá birgi, viðurkennir þú og samþykkir viðeigandi skilmála sem birgirinn setur fyrir afpantanir og þegar gestur mætir ekki (no-show), sem og viðbótar (afhendingar-) skilmála og skilyrði birgisins sem gæti átt við heimsókn þína eða dvöl (þar með talið smáa letur birgisins sem birtist á verkvangi okkar og viðeigandi húsreglur birgisins), þar með talin þjónusta sem gistiþjónustan veitir og/eða vörur sem hún býður upp á (afhendingarskilmála og skilyrði er hægt að nálgast hjá þeirri gistiþjónustu sem við á). Hægt er að nálgast almenna skilmála fyrir afpantanir, og þegar gestur mætir ekki (no-show), á verkvangi okkar á upplýsingasíðum birgisins, á meðan á bókunarferlinu stendur og í staðfestingarpósti eða -miða (ef við á). Birgirinn kann að taka gjald vegna borgar/ferðamannaskatta ef gestur mætir ekki (no-show) eða ef um greidda afpöntun er að ræða. Vinsamlega athugið vandlega (bókunar)upplýsingar fyrir vöruna eða þjónustuna sem þú valdir og hvort um sé að ræða slík skilyrði, áður en en þú framkvæmir bókun. Vinsamlega athugið að bókun sem þarf að greiða inn á eða fyrirframgreiða (í heild eða að hluta) getur verið afpöntuð (án fyrirvara eða viðvörunar um vanskil) að því leyti sem viðeigandi (afgangur af) upphæð(ir) getur ekki verið innheimt að öllu leyti á viðeigandi greiðsludegi samkvæmt viðeigandi greiðsluskilmálum birgis og bókunar. Skilmálar vegna afpantana og fyrirframgreiðslu eru mismunandi eftir herbergistegundum. Vinsamlega lestu vandlega smáa letrið (fyrir neðan herbergistegundirnar eða neðst á hverri síðu birgis á verkvangi okkar) og mikilvægar upplýsingar í bókunarstaðfestingunni þinni til að sjá aðra skilmála sem birgirinn gæti lagt á (t.d. hvað varðar aldursskilyrði, tryggingargjald, skilmála um að ekki sé hægt að afpanta hópabókanir og aðra viðauka vegna hópa, aukarúm/gjöld vegna morgunverðar, gæludýr, hvaða kortum er tekið við). Síðbúin greiðsla, rangur banki, debet- eða kreditkortaupplýsingar, ógilt kredit-/debetkort eða ónæg innistæða eru á þinni ábyrgð og umsjá og þú átt því ekki rétt á endurgreiðslu á neinni (óendurgreiðanlegu) fyrirframgreiddri upphæð nema að birgirinn samþykki eða leyfi það samkvæmt skilmálum hans fyrir (fyrirfram-)greiðslur og afpöntun.

Ef þú óskar eftir því að fara yfir, breyta eða afpanta bókunina þína, skoðaðu þá vinsamlegast staðfestingartölvupóstinn og fylgdu leiðbeiningunum þar. Vinsamlegast athugaðu að rukkun gæti átt sér stað fyrir afpöntuninni í samræmi við skilmála gistirýmisins varðandi afpöntun, (fyrirfram-)greiðslu og vanefndar bókanir (no-show) og enginn réttur til endurgreiðslu af hvaða (fyrirfram-) greiddu upphæð verður til staðar. Við mælum með því að þú lesir skilmála gistirýmisins varðandi afpöntun, (fyrirfram-)greiðslu og vanefndar bókanir (no-show) áður en þú bókar og mundu að framkvæma frekari greiðslur tímalega eins og krafist er fyrir viðeigandi bókun.

Ef þú átt síðbúna komu eða hefur seinkað komu á innritunardegi eða kemur daginn eftir, athugaðu þá að láta birginn vita (tímanlega/sem fyrst) svo hann viti hvenær hann má eiga von á þér og til að koma í veg fyrir að herbergið eða bókunin verið afpöntuð eða gjald tekið vegna þess að þú mættir ekki (no-show). Þjónustuverið okkar getur aðstoðað ef þarf og látið birginn vita. Booking.com ber enga ábyrgð eða er tjónaskylt vegna afleiðinga sem hljótast vegna seinkunar á komu þinni eða afpöntunar sem kann að verða eða gjaldfærslu birgisins vegna þess að þú mættir ekki (no-show).

7. (Frekari) samskipti og svör

Með því að ljúka við bókun samþykkir þú að fá (i) sendan tölvupóst frá okkur stuttu fyrir brottför sem inniheldur upplýsingar um áfangastaðinn, ákveðnar upplýsingar og tilboð (þar á meðal tilboð frá þriðja aðila að því leyti að þú hafir samþykkt að fá þessar upplýsingar) sem eiga við pöntunina þína og áfangastaðinn; og (ii), að fá sendan tölvupóst frá okkur stuttu eftir dvölina þar sem við bjóðum þér að fylla út gestaumsögn. Vinsamlegast sjáðu skilmála gagnaleyndar og fótspora fyrir frekari upplýsingar um hvernig við gætum haft samband við þig.

Booking.com afsalar sér ábyrgð og tjónaskyldu vegna allra samskipta við birginn á eða í gegnum verkvang þess. Þú færð engin réttindi vegna beiðna til eða samskipta við birginn eða (í hvaða formi sem er) samþykktar á móttöku samskipta eða beiðni. Booking.com getur ekki tryggt að beiðnir eða samskipti verði (tilhlýðilega og tímanlega) móttekin/lesin af, uppfyllt af, framkvæmd eða samþykkt af birginum.

Til að ganga frá og tryggja bókunina þína þarftu að nota rétt skrifað netfang. Við erum ekki í ábyrgð fyrir eða skyldug til að (og þurfum með neinum hætti að staðfesta) röng eða vitlaust skrifuð netföng eða vitlaus (far-)símanúmer eða kreditkortanúmer.

Kröfur eða kvartanir gegn Booking.com eða tengdar þjónustunni skal leggja fram skjótt, eða í það minnsta innan 30 daga frá áætluðum notkunardegi vöru eða þjónustu (t.d. útritunardegi). Kröfum eða kvörtunum sem lagðar eru fram eftir 30 daga tímabilið kann að vera hafnað og skal kröfuhafi afsala sér rétti til bóta (vegna skaða eða kostnaðar).

Vegna stöðugra uppfærslna og aðlögunnar á verðum og framboði, mælum við sterklega með því að þú takir skjáskot þegar þú framkvæmir bókun til að styðja við stöðu þína (ef þarf).

8. Einkunn, prógramm fyrir útvalda gististaði og gestaumsagnir

Verkvangurinn inniheldur sjálfvirka stillingu á niðurröðun birgja sem kallast „Við mælum með“ (eða álíka orðalag) („sjálfvirk staða“). Við bjóðum einnig upp á aðra möguleika á niðurröðun birgja þér til hægðarauka. Vinsamlegast athugið að sjálfvirk niðurröðun er unnin úr alsjálfvirku flokkunarkerfi (reikniriti) og er byggð á fjölmörgum forsendum, til dæmis á vinsældum birgisins meðal gesta okkar, en einnig á yfirliti þjónustuvers og ákveðnum gögnum tengdum bókunum (fjöldi bókana, afpantana, viðskiptahlutfall o.s.frv.). Greiðsla birgis á umboðslaunum á réttum tíma og hlutfall umboðslauna er líka reiknað með í reikniritinu. Þetta eru þó tveir þættir af mörgum sem hafa áhrif (en alls ekki afgerandi áhrif) á sjálfvirku niðurröðunina.

Í ákveðnum borgum og á ákveðnum svæðum heldur Booking.com úti prógrammi fyrir útvalda gististaði, sem gefur ákveðnum birgjum sem uppfylla og viðhalda kröfum prógrammsins, kost á því að komast ofar en aðrir birgjar í sjálfgefinni röð birgja fyrir „Við mælum með“, í viðeigandi borg eða á því svæði. Útvaldir birgjar eru merktir með þumal-tákninu og í skiptum fyrir þessa staðsetningu ofarlega á lista greiða útvaldir birgjar hærri umboðslaun. Aðeins birgjar sem uppfylla og viðhalda ákveðnum kröfum og stöðlum koma til greina sem útvaldir.

Ekki er alltaf samræmi á milli stjarna á gististöðum sem ekki eru hótel (t.d. gistiheimili (b&b)) og á hótelum, þar sem kerfið á bakvið stjörnugjöf á hótelum og öðrum gististöðum er ekki það sama.

Útfyllt gestaumsögn getur verið (a) sett á viðeigandi upplýsingasíðu birgis á verkvangi okkar í þeim eina tilgangi að upplýsa (framtíðar)viðskiptavini um þína skoðun á þjónustu (-stigi) og gæðum birgisins, og (b) (að hluta til eða í heild sinni) notuð og staðsett af Booking.com að eigin vild (t.d. í markaðssetningarskyni, til kynningar eða umbóta á okkar þjónustu) á verkvangi okkar eða öðrum viðlíka samfélagssíðum, í fréttabréfum, í sérstökum kynningum, smáforritum eða eftir öðrum miðlum í eigu, hýst af, notað eða stjórnað af Booking.com og samstarfsaðilum okkar. Við áskiljum okkur þann rétt að laga, hafna eða fjarlægja umsagnir að okkar vild. Líta ætti á gestaumsagnareyðublaðið sem könnun og innifelur ekki nein (önnur auglýst) tilboð, boð eða hvatningu af neinu tagi.

9. Afsal ábyrgðar

Með þeim takmörkunum sem fram koma í þessum skilmálum og skilyrðum og að því leyti sem lög leyfa, þá getum við aðeins verið haldin ábyrg fyrir raunverulegum skaða, greiðslu eða óþægindum sem þér er ollið vegna vanhæfni okkar á eigin skyldum í ljósi þjónustu okkar, að heildarupphæð pöntunarinnar eins og hún kemur fram í staðfestingartölvupóstinum (hvort sem það er fyrir einn atburð eða nokkra atburði).

Hinsvegar, og upp að því leyti sem lög leyfa, þá erum hvorki við né yfirmenn okkar, stjórnendur, starfsmenn, fulltrúar, dótturfyrirtæki, samstarfsaðilar, dreifingaraðilar, (dreifingar-)hlutdeildarfélög, leyfishafar, umboðsmenn eða aðrir tengdir sköpun, stuðningi, kynningu eða sem að öðru leyti gera síðuna og innihald hennar aðgengilegt, ábyrga fyrir (i) neinu refsiverðu, sérstöku, óbeinum eða afleiðingum taps eða skemmda, tapi á framleiðslu, tapi á hagnaði, tapi á tekjum, tapi á samningum, tap á eða skaða á orðspori eða góðvild, tap á kröfum, (ii), öll ónákvæmni sem er tengd (lýsandi)upplýsingum (þar á meðal verð, framboð og einkunum) birgisins sem boðið er upp á inná verkvangi okkar, (iii) veittri þjónustu eða vörum sem boðið er upp á af birginum eða öðrum viðskiptafélögum, (iv) allar (beinar, óbeinar, afleiðingar eða refsiverðar) skemmdir, tap eða kostnaður, sem þú hefur stofnað til eða greitt, samkvæmt, vegna eða í tengslum við notkun, þess að geta ekki notað eða vegna tafa á verkvangi okkar, eða (v) einhverra (persónulegra)meiðsla, dauðsfalls, eignaskemmda, eða annarra (beinna, óbeinna, sérstakra afleiðinga eða refsiverðra) skemmda, taps eða kostnaðar, sem stofnað hefur verið til eða greitt af þér, hvort sem er vegna (lagalegs) gjörnings, mistaka, brota, (mikils) gáleysis, viljandi misferlis, aðgerðarleysis, lélegrar frammistöðu, mistúlkunar, skaðabótareglna eða strangrar ábyrgðar af eða (algjörlega eða hluta að til) sem rekja má til birgisins, eða annarra viðskiptafélaga (þar með taldir samstarfsmenn, stjórnendur, yfirmenn, fulltrúar, umboðsmenn eða samstarfsfyrirtæki) og þess vöruúrvals eða þjónustu sem (beint eða óbeint) er í boði, gerð boðleg eða auglýst á verkvanginum, þ.m.t. allar afpantanir (að hluta), yfirbókanir, verkföll, óviðráðanleg atvik eða allir þeir atburðir sem eru ekki undir okkar stjórn.

Hvort sem að birgirinn hefur rukkað þig eða ekki fyrir herbergið, vöru eða þjónustu, eða ef við erum að auðvelda greiðsluferlið fyrir verðið (á herberginu/bókuninni), samþykkir þú og staðfestir að birgirinn sé ávallt ábyrgur fyrir innheimtu, staðgreiðslu, skilum og greiðslusendingu á viðeigandi sköttum sem við eiga á heildarupphæð herbergjaverðs til hlutaðeigandi skattayfirvalda. Booking.com er ekki ábyrgt eða í ábyrgð fyrir greiðslusendingu, innheimtu, söfnun, skilum eða greiðslu á viðeigandi sköttum sem eiga við verðið (á herberginu/bókuninni) til hlutaðeigandi skattayfirvalda. Booking.com aðhefst ekki sem aðalmóttakandi greiðslu fyrir neina vöru eða þjónustu sem í boði er á verkvanginum.

Með því að hlaða myndum/ljósmyndum upp í kerfið okkar (til dæmis til viðbótar við umsögn) staðfestir þú, ábyrgist og samþykkir að þú ert eigandi höfundaréttar þessara mynda/ljósmynda og að þú samþykkir að Booking.com hefur leyfi til að nota þær myndir/ljósmyndir sem þú hefur hlaðið upp á síðum (snjalltækja) og í smáforriti, sem og í kynningar- og öðru útgefnu efni (á netinu eða ekki á netinu) og eftir því sem Booking.com þykir henta að eigin mati. Þú veitir hér með Booking.com almenn, óafturkræf, skilyrðislaus, varanleg leyfi og réttindi á heimsvísu til að nota, endurframleiða, sýna, láta endurframleiða, dreifa, veita undirleyfi fyrir, miðla og gera þessar myndir/ljósmyndir aðgengilegar eftir því sem Booking.com þykir henta að eigin mati. Með því að hlaða þessum myndum/ljósmyndum upp tekur sá aðili sem hleður myndinni/myndunum upp fulla ábyrgð á öllum og sérhverjum réttarkröfum sem þriðju aðilar kunna að gera (þar á meðal, en einskorðast ekki við, eigendur gististaða) vegna notkunar og birtingar Booking.com á þessum myndum/ljósmyndum. Booking.com á hvorki né styður þær myndir sem hlaðið er upp. Sá aðili sem hleður myndinni tekur á sig sannleiksgildi, lögmæti og réttinn til að nota allar myndirnar/ljósmyndirnar og þær eru ekki á ábyrgð Booking.com. Booking.com firrar sig allri ábyrgð fyrir myndum sem birtar eru. Sá aðili sem hleður upp myndunum, ábyrgist að myndirnar/ljósmyndirnar sem hlaðið er upp skuli ekki innihalda vírusa, trójuhesta eða sýktar skrár og að þær skuli ekki innihalda klámfengið, ólöglegt, blygðunarlaust, særandi, ámælisvert eða óviðeigandi efni og brjóti ekki í bága við (hugverka-, höfundarétt eða réttinn til friðhelgi) réttindi þriðju aðila. Allar þær myndir/ljósmyndir sem ekki uppfylla fyrrnefnd skilyrði eiga á hættu að vera fjarlægðar/eytt af Booking.com hvenær sem er með og án viðvörunar fyrirfram.

10. Hugverkaréttindi

Hugbúnaðurinn er nauðsynlegur okkar þjónustu, eða í boði á eða notaður af verkvangi okkar og hugverkaréttindi (þ.á m. höfundaréttur) innihalds og upplýsinga sem og efnis á verkvangi okkar er í eigu Booking.com B.V, birgja þess eða þjónustuveitenda, nema að annað sé tekið fram.

Booking.com áskilur sér alfarið allan eignarrétt, tilkall til og eignarrétt á og yfir (öllum hugverkarétti af) (útliti og upplifun grunngerðar) af) verkvanginum þar sem þjónustan er í boði (þar með talið gestaumsagnir og þýtt innihald) og þú hefur ekki neinn rétt til þess að afrita, skafa (scrape), ("hyper"-/djúp)tengja við, birta, auglýsa, markaðssetja, aðlaga, sameina eða á annan hátt nota innihald (þar með talið textaþýðingar eða gestaumsagnir) eða vörumerki okkar án skriflegs leyfis. Að því marki sem þú munt (í heildina eða að hluta til) nota eða sameina og (þýdda) innihald (þar með talið gestaumsagnir) eða munt á annan hátt eiga hugverkaréttindi á verkvanginum eða hvaða (þýdda) innihaldi eða gestaumsögnum, þá hér með útnefnir þú, flytur eða færir yfir allan hugverkarétt til Booking.com. Hvaða ólöglega notkun eða einhver af þeim framangreindu aðgerðum eða atferli mun verða talinn brot á hugverkarétti okkar (þar með talinn höfundarréttur eða gagnasafnsréttur).

11. Ýmislegt

Að því marki sem það samræmist lögum skulu þessir skilmálar og ákvæði okkar þjónustu stjórnast og túlkaðir í samræmi við hollenska löggjöf og skulu öll málaferli vegna deilna sem upp kunna að rísa vegna almennra skilmála og skilyrða rekin fyrir viðeigandi dómstólum í Amsterdam, Hollandi.

Upprunalega enska útgáfan af þessum skilmálum og skilyrðum gæti verið þýdd yfir á önnur tungumál. Þýdda útgáfan er einvörðungu skrifstofuþýðing til hægðarauka, ekki er hægt að draga neinar ályktanir af þýddu útgáfunni. Í þeim tilfellum þar sem ágreiningur um innihald eða túlkun á þessum skilmálum eða skilyrðum eða ósamræmi eða misræmi er á milli ensku útgáfunnar og annarra tungumálaútgáfa þessa skilmála og skilyrða, þá mun enska útgáfan að því leyti sem lög leyfa eiga við og ráða og vera afgerandi. Enska útgáfan er til staðar á verkvangi okkar (með því að velja ensku) eða getur verið send til þín eftir skriflegri beiðni.

Ef öll ákvæði þessa skilmála og skilyrða eru eða verða ógild, ófyrirsjáanleg eða óbindandi, verður þú áfram bundin af öllum öðrum ákvæðum þessa laga. Í slíkum tilfellum, eiga slík ógild ákvæði engu að síður að vera fylgt eftir að öllu leyti sem viðeigandi lög leyfa, og þú þarft að minnsta kosti að samþykkja að ganga að svipuðum, óframfylgjanlegum eða óbindandi ákvæðum, miðað við innihald og tilgang þessa skilmála og skilyrða.

12. Um Booking.com og stoðfyrirtækin

Netbókunarþjónustan er veitt af Booking.com B.V., einkahlutafélags sem fellur undir hollensk lög og er með skrifstofur á Herengracht 597, 1017 CE, Amsterdam, Hollandi og skráð hjá viðskiptaráði í Amsterdam undir skráningarnúmerinu 31047344. Virðisaukaskattsnúmerið er NL805734958B01.

Booking.com er með höfuðstöðvar í Amsterdam í Hollandi og nýtur fulltingis fjölda samstarfsfyrirtækja („stoðfyrirtækin“) á heimsvísu. Stoðfyrirtækin veita aðeins innri stuðning handa og í þágu Booking.com. Ákveðin stoðfyrirtæki veita aðeins takmarkaða þjónustu fyrir viðskiptavini (aðeins með síma). Stoðfyrirtækin bjóða ekki upp á verkvang (og eiga hvorki né stjórna, sjá um eða viðhalda verkvanginum). Stoðfyrirtækin búa ekki yfir neinu valdi eða heimild til þess að veita þjónustu, koma fram fyrir hönd Booking.com eða taka þátt í samningum í nafni Booking.com eða af hálfu Booking.com. Þú átt ekki (lögleg eða samnings-) tengsl við stoðfyrirtækin. Stoðfyrirtækin geta ekki unnið og hafa ekki leyfi til ákvörðunartöku á hvers konar umboði þjónustu eða ferlis af hálfu Booking.com. Booking.com samþykkir hvorki né áætlar annað aðsetur, staðsetningu eða skrifstofu í heiminum (þar á meðal skrifstofur stoðfyrirtækja), aðra en skráð aðsetur í Amsterdam.