Beint í aðalefni

Svona virkar bókunarþjónusta okkar á netinu | Gisting

Milliliðaþjónusta Booking.com

„Booking.com“ þýðir Booking.com B.V., einkahlutafélag sem starfar eftir hollenskum lögum og er með skráðar skrifstofur við Herengracht 597, 1017 CE, Amsterdam, Hollandi.

Booking.com er dótturfyrirtæki Booking Holdings Inc..

Booking.com á vefsíðuna „www.booking.com“ og appið (sem saman kallast „vettvangurinn“).

Í gegnum vettvanginn veitir Booking.com bókunarþjónustu á netinu sem gistiþjónustur, svo sem hóteleigendur og aðrar gistiþjónustur („gistiþjónusta“) - og aðrir - geta boðið vörur sínar og bókunarþjónustu í gegnum og notendur vettvanganna geta notað til að framkvæma bókun.

Booking.com B.V. kaupir ekki eða (endur-)selur bókunarvörurnar eða þjónustuna. Þú greiðir gistiþjónustunni beint (Booking.com gæti gegnt milligönguhlutverki hvað þetta varðar).

Þegar þú bókar í gegnum vettvanginn samningsbindur þú þig beint við gistiþjónustuna sem þú bókaðir hjá, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Booking.com kemur bókunarupplýsingum þínum á framfæri við viðeigandi gistiþjónustu og sendir þér staðfestingartölvupóst í nafni og fyrir hönd gistiþjónustunnar, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Bókunarþjónustan okkar er ókeypis fyrir þig.

Booking.com gæti boðið upp á vissa greiðslumáta fyrir greiðslur (fyrirframgreiðslur/innborganir) gesta á bókunarupphæðinni sem hægt væri að nota til að framkvæma og afgreiða (eins og tiltækt er) bankamillifærslur, kreditkortagreiðslur eða aðrar tegundir netgreiðslna fyrir og fyrir hönd gistiþjónustunnar. Booking.com gæti leyft þriðja aðila að starfa í gegnum vettvanginn í þeim tilgangi að gera þessa einfölduðu greiðsluaðferð mögulega. Þessi einföldun Booking.com á greiðsluferli greiðslna til gistiþjónustunnar skaðar ekki á nokkurn hátt réttarsambandið á milli gistiþjónustunnar og gestsins.

Gistiþjónusturnar

Gistiþjónusturnar sem hafa heimild til að bjóða bókunarvörur sínar eða þjónustu og hverra verð og tilboð birtast á vettvanginum eru samningsbundnar Booking.com. Booking.com hefur engin fjárhagsleg tengsl við þjónustuaðilana.

Í þessu samningsbundna sambandi felst að gistiþjónustur greiða söluþóknun (sem er hlutfall af verði vörunnar (t.d. herbergisverði)) til Booking.com eftir að endanlegur notandi þjónustunnar hefur nýtt þjónustu eða vöru gistiþjónustunnar (t.d. eftir að gestur hefur gist hjá (og greitt) gistiþjónustunni).

Brot gegn skuldbindingum gistiþjónustunnar til Booking.com getur leitt til þess að hann verði tekinn af skrá.

Tæmanleiki (e. exhaustiveness)

Ekki er víst að úrvalið af bókanlegum vörum og þjónustu á vettvanginum sé tæmandi. Gistiþjónusturnar sem hægt er að bóka á síðunni bjóða ekki endilega allar bókanlegar vörur sínar eða þjónustu á vettvanginum.

Booking.com birtir ekki svipaðar vörur eða þjónustu í boði fagaðila eða aðila sem eru ekki fagaðilar sem eru ekki í samningsbundnu sambandi við Booking.com.

Á vettvanginum er að finna það magn af bókanlegri vöru eða þjónustu um allan heim sem hægt er að bóka á vettvanginum.

Á leitarniðurstöðusíðunni er að finna þann fjölda gistiþjónustuaðila sem eru í landinu, á svæðinu eða í borginni þar sem leitað er að þjónustunni og/eða vörunni.

Uppfærslur

Allar upplýsingar um gistiþjónustur sem sýndar eru á vettvanginum eru byggðar á upplýsingum sem þær sjálfar veita og þær uppfæra verð, framboð og valkosti að eigin frumkvæði og á sínum eigin hraða í gegnum vefsíðu ytranetsins sem þær hafa aðgang að.

Booking.com leitast við að uppfæra vettvanginn í rauntíma. Uppfærslur á efni (svo sem textalýsingum eða lista yfir aðstöðu hjá gistiþjónustunni) gætu þó tekið nokkrar klukkustundir.

Röðun á gistiþjónustum

 • Okkar helsta val (sjálfgefin röðun):

  Booking.com reynir að birta leitarniðurstöður sem eru viðeigandi fyrir hvern tiltekna gest, með því að nota sérsniðna sjálfgefna röðun gistiþjónustuaðila á vettvangi okkar. Gestir geta rennt í gegnum þessa sjálfgefnu röðun, notað síur og raðað eftir öðrum röðunarskilyrðum og geta þannig haft áhrif á framsetningu leitarniðurstaðna þannig að röðunin byggist á öðrum skilyrðum. Booking.com notar mörg reiknforrit til að fá sjálfgefnar niðurstöðum röðunar og það ferli er í stöðugri þróun.

  Booking.com hefur greint eftirfarandi breytur sem hafa besta samsvörun við að þú finnir viðeigandi gistiþjónustu og forgangsraðar þannig slíkum breytum í reikniritunum (helstu breytur): persónuleg leitarsaga þín, tíðni „smella til að skoða“ af leitarsíðunni á hótelsíðuna („CTR“), fjölda bókana í hlutfalli við fjölda heimsókna á viðkomandi gistiþjónustusíðu á vettvanginum („Viðskiptahlutfall“), brúttó (þ.m.t. afpantanir) og nettó (að undanskildum afpöntunum) bókanir á gistiþjónustu. Ýmsir þættir hafa áhrif á viðskiptahlutfall og CTR, svo sem umsagnareinkunnir (bæði samanlagðar einkunnir og hlutar þeirra), framboð, skilmálar, (samkeppnishæf) verðlagning, gæði innihalds og vissir eiginleikar gistiþjónustunnar. Söluþóknunarprósentan sem gistiþjónustan greiðir eða önnur fríðindi sem Booking.com nýtur (t.d. gegnum viðskiptafyrirkomulag með gistiþjónustunni eða samstarfsaðilum) geta einnig haft áhrif á sjálfgefnu röðunina og greiðslusögu gistiþjónustunnar hvað varðar greiðslur á réttum tíma.

  Gistiþjónustan getur einnig haft áhrif á röðun sína með þátttöku í ýmsum prógrömmum - sem geta verið uppfærð öðru hverju - eins og t.a.m. Genius-prógramminu, tilboðum, prógramminu fyrir útvalda samstarfsaðila og sýnileikahvataprógramminu (í síðarnefndu prógrömmunum tveimur greiðir gistiþjónustan Booking.com hærri söluþóknun). Útvöldu gistiþjónusturnar eru merkti með þumaltákni. Aðeins gistiþjónustur sem uppfylla og halda áfram að uppfylla viss þátttökuskilyrði geta verið skráðir sem útvaldir samstarfsaðilar.

 • Sýna heimili efst:

  Gistiþjónustur með gististað sem uppfyllir skilyrði Booking.com til að teljast heimagisting birtast efst.

 • Verð (lægsta efst):

  Gistiþjónustur verða sýndar frá lægsta til hæsta verðs.

 • Umsagnareinkunn og -verð:

  Gistiþjónustur verða sýndar frá besta til síðsta verðgildis á grundvelli umsagnareinkunnar og verðs.

 • Stjörnur og aðrar gæðaeinkunnir:

  Tilboðum verður raðað miðað við þann stjörnufjölda (frá lágum til hás eða frá háum til lágs) sem gistiþjónustur gefa Booking.com upp. Stjörnugjöf kemur annaðhvort frá (sjálfstæðum) þriðja aðila, t.d. (opinberri) hóteleinkunnagjafarstofnun eða byggist á skoðun gistiþjónustunnar sjálfrar, óháð hlutlægum skilyrðum, en það fer eftir lögum (staðarins). Stjörnufjöldi gististaða eins og hann birtist á Booking.com er ekki ákvarðaður af Booking.com. Booking.com setur stjörnugjöf engin formleg skilyrði og fer ekki yfir hana. Á heildina litið endurspeglar stjörnugjöfin stöðu gististaðarins gagnvart lögum (ef við á) eða, ef löggjöf er ekki til staðar, geiranum eða (algengum) stöðlum hans þegar borin eru saman verð, aðstaða og þjónusta í boði (þessi skilyrði og staðlar geta verið mismunandi milli landa og stofnana). Gæðaeinkunnirnar sem eru notaðar fyrir gistiþjónustur sem eru ekki hótel (til dæmis gistiheimili) samræmast mögulega ekki stjörnugjöfinni sem gildir fyrir hótel. Ef okkur berast upplýsingar um að gistiþjónusta geti verið að birta villandi stjörnugjöf á vettvangi okkar, látum við gistiþjónustuna staðfesta sanngildi þeirra upplýsinga og biðjum hana annað hvort að breyta stjörnugjöfinni eða lýsa því yfir að hún sé rétt og ekki villandi.

  Þegar síað er eftir stjörnugjöf geta niðurstöðurnar einnig innihaldið aðrar viðeigandi gæðaeinkunnir sem eru notaðar á vettvanginum, svo sem orlofshús og -íbúðir. Booking.com veitir heimilis- og íbúðalegum gististöðum eins og íbúðum, villum og sumarhúsum þessa gæðaeinkunn. Þessi gæðaeinkunn er byggð á mörgum þáttum eins og aðstöðu, stærð, myndum, umsagnareinkunn, staðsetningu og þjónustu. Þegar síað er eftir stjörnugjöf getur notandinn valið að sýna „eingöngu hótel“ til að fjarlægja orlofshús og -íbúðir.

 • Stjörnugjöf og verð:

  Gistiþjónustur birtast frá besta verðgildi til þess síðsta, á grundvelli stjörnugjafar (þar með töldum öðrum gæðaeinkunnum) og verði.

 • Genius:

  Gistiþjónustur með Genius-verð birtast efst.

 • Bestu umsagnirnar:

  Gistiþjónustur sem fengu bestu einkunnir gesta birtast efst (frá hæstu til lægstu).

 • Fjarlægð frá miðbæ:

  Þjónustuaðilar sem eru næst miðbænum birtast efst (frá minnstu til mestu fjarlægðar).

Verðsundurliðun og möguleg aukagjöld

Verðin sem birtast á vettvanginum eru ákveðin og tjáð af þjónustuaðilunum. Booking.com getur þó veitt gestum inneign/fríðindi á eiginn kostnað.

Verðin eru sýnd fyrir þá ýmsu valkosti eða samsetningar valkosta sem gistiþjónustan býður upp á. Valkostur, nema annað sé tekið fram, er samsettur af innritunardegi, útritunardegi, herbergistegund, fjölda gesta í herbergi, máltíðum (ef einhverjar), og afpöntunarskilmálum. Í sumum tilteknum tilvikum geta nokkrir þættir í viðbót haft áhrif á valkost.

Verðið sem sýnt er á vettvanginum inniheldur öll áskilin/óhjákvæmileg gjöld eða kostnað, að því marki sem við vitum af slíkum gjöldum og kostnaði og hægt er að reikna þau út á frekar auðveldan hátt. Mögulegir skattar og aukagjöld geta verið breytileg eftir landi, gistiþjónustu, herbergistegund sem valin er og fjölda gesta. Hver lýsing á verði tilgreinir hvaða skattar eru innifaldir og hvaða skattar eru ekki inni í verðinu, ef við á. Frekari upplýsingar um þættina sem eru innifaldir í verðinu er oft hægt að vinna í sundurliðun/ábendingum (e. tooltips) sem sýnd er við hliðina á verðinu. Þessar sundurliðanir, þó að þær hjálpi við að skilja verðþættina betur, veita mögulega ekki tæmandi upplýsingar. Þessar upplýsingar sjást einnig í staðfestingartölvupóstinum þínum. Athugaðu að skattar geta verið breytilegir í samræmi við ákvarðanir sem teknar eru af yfirvöldum staðarins.

Vettvangurinn sýnir búnaðinn og aðstöðuna sem gistiþjónustan býður upp á (að því að marki sem gistiþjónustan skýrir Booking.com frá henni).Til þess að sjá búnaðinn og aðstöðuna er hægt að smella á nafn gistiþjónustunnar til að opna sundurliðun verðsins. Aukagjöld gætu átt við fyrir suma þjónustu eða búnað, svo sem morgunverð, þrifaþjónustu eða internet. Þú getur séð hvort þjónustan og/eða búnaðurinn sem í boði er er innifalin í verðinu með því að færa bendilinn yfir spurningarmerkið sem birtist í dálkinum „Valkostir þínir“.

Gjaldeyrisreiknirinn á vettvangnum okkar er í upplýsingaskyni eingöngu og ekki ætti að treysta því að hann veiti nákvæma og rétta niðurstöðu þegar bókað er; eiginleg verð geta verið breytileg.

Aðferð við úrlausn deilumála

Samningsbundna sambandinu er komið á á milli gistiþjónustunnar og gestsins. Þess vegna skal beina öllum kröfum sem varða skilmála gistingarinnar eða frammistöðu þjónustunnar beint til gistiþjónustunnar.

Þjónusta okkar skal veitt samkvæmt hollenskum lögum og eingöngu hollenskir dómstólar hafa lögsögu. Þó geta neytendur reitt sig á öll viðeigandi áskilin ákvæði neytendalaga hvað varðar viðeigandi lög og varnarþing. Við ráðleggjum gestum á Evrópska efnahagssvæðinu að tilkynna Booking.com fyrst um allar kvartanir með því að hafa samband við þjónustuverið okkar. Ef ekki er hægt að leysa málið þar getur gesturinn hlaðið inn kvörtunina í gegnum síðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir lausn deilumála. Þennan vettvang fyrir lausn deilumála í gegnum netið er að finna hér: http://ec.europa.eu/odr.

Yfirbókanir

Allar bókanir sem staðfestar eru samstundis á Booking.com eru staðfestar beint hjá gistiþjónustunni, samkvæmt því framboði sem skráð er hjá henni á netinu. Booking.com lætur gistiþjónustum í té verkreglur og hjálpar þeim að finna skjótar úrlausnir á yfirbókunum. Gistiþjónustur eru skyldugar til að standa við allar bókanir sem gerðar eru á vefsíðunni og bera einar ábyrgð á umsjón með yfirbókunum. Ef gistiþjónusta yfirbókar og getur ekki boðið upp á aðra hentuga gistingu býðst gestinum að afpanta bókunina sér að kostnaðarlausu (með fullri endurgreiðslu á öllum fyrirframgreiðslum) eða velja svipaða gistingu á sama verði ef hún er fáanleg.

Tíminn sem endurgreiðslan tekur fer eftir tegund greiðslu. Um bókanir þar sem Booking.com sér um greiðsluna gildir að við endurgreiðum gestinum. Í 90% tilfella tekur endurgreiðsluferlið allt að 5 virka daga að lokinni:

 • a) afpöntun á bókun vegna staðfestrar yfirbókunar; eða

 • b) móttöku og sannreyningu sönnunar á gjaldfærslu að dvöl lokinni, ef um er að ræða hugsanlega endurgreiðslu verðmismunar sem seinna bætist við vegna flutnings á annan gististað.

Í öllum öðrum tilfellum þar sem gistiþjónustan meðhöndlar greiðslur fyrir bókanir sér hún um úrvinnslu endurgreiðslunnar. Í þessum tilfellum gerum við okkar besta til að tryggja að yfirbókaða gistiþjónustan endurgreiði gestinum eins fljótt og hægt er. Ef um flutning á annan gististað er að ræða verður gesturinn að senda reikning fyrir nýju gistingunni til þjónustuvers okkar svo hægt sé að hefja endurgreiðsluferlið.

Kvörtunarferli

Við bjóðum upp á margar leiðir fyrir þig til að senda fyrirspurn eða leggja fram kvörtun til starfsfólks þjónustuvers okkar. Á hjálparsíðunni okkar eru algengustu spurningar og gagnlegar upplýsingar til að hjálpa þér umsjón bókunar þinnar. Þar getur þú einnig haft samband við þjónustuverið með fljótlegustu leiðinni sem við bjóðum upp á: netspjall, skilaboð, tölvupóst eða síma. Þú getur líka sent þjónustuverinu okkar skilaboð í gegnum síðu bókunarinnar eða farsímaapp. Allar kvartanir eru skráðar og verða afgreiddar eftir því hvernig beiðninni er forgangsraðað og hversu áríðandi hún er. Almennt er 75% kvartana svarað innan 75 klukkustunda og 95% þeirra er svarað innan 10 virkra daga.

Ef um er að ræða ósamræmi í lýsingu gististaðarins, staðfestum við hvort meint ósamræmi sé til staðar, biðjum samstarfsaðila okkar að breyta upplýsingunum sem birtast á vettvanginum ef þörf er á og ef vandamálið endurtekur sig og ekkert er gert í málinu, áskiljum við okkur rétt til þess að loka gistiþjónustunni á vettvangi okkar. Ef rangt verð er skráð þarf gistiþjónustan að hafa samband við gestinn innan tilhlýðilegs tíma fyrir bókuðu dagsetningarnar. Við gerum okkar besta við að hafa milligöngu um málið og leita sátta á milli gistiþjónustu og viðskiptavinar svo að hægt sé að komast að hagstæðu samkomulagi.