Áhugaverð hótel – Salzburg

Salzburg - hápunktar

Upprunalega Mozartkúlan
Kíkið á Fürst Confectionary í Salzburg og smakkið á þessu handgerða marsípan og núggat pralínsælgæti, en það er nefnt eftir tónskáldinu Wolfgang Amadeus Mozart.
Salzburg dýragarðurinn
Dáðstu að 140 dýrategundum hvaðanæva úr heiminum í þessum 14 hektara dýragarði, en hann er staðsettur við rætur fjallsins Hellbrunner.
Red Bull Hangar-7
Kíkið á Flying Bulls Aircraft Fleet, samansafn af Formúlu eitt kappakstursbílum. Það eru einnig áhugaverðar listasýningar á þessu einstaka safni.
Hohensalzburg-kastali
Þessi miðaldakastali er einn stærsti kastali Evrópu, en hann er staðsettur á lítilli hæð og býður sláandi útsýni yfir nærumhverfið.
Fæðingarstaður Mozarts
Í þessari sögulegu byggingu á Getreidegasse 90 færðu að vita allt um æskuár Mozarts, hans fyrstu hljóðfæri og ástríðu hans fyrir óperu.
Mirabell-garðurinn
Þessi fallegi landslagshannaði garður státar af fjölmörgum skúlptúrum goðsagnakenndra vera og er fullkominn staður fyrir afslöppun seinni hluta dags.
Großglockner-Hochalpenstraße
Keyrðu þennan 48 km langa vegakafla. Kannaðu hinn fallega og stórkostlega alpaheim í kringum Großglockner, hæsta fjalls Austurríkis.
Sundsprettur í Fuschl-vatni
Þetta vatn er frægt fyrir tært og sægrænt vatnið en það býður upp á margar kyrrlátar og afskekktar víkur sem eru tilvaldar fyrir afslappandi sund.
Carillion á Residenzplatz í Salzburg
Stoppaðu á Residenzplatz og hlustaðu á hið fræga klukkuspil í nýja kirkjuturninum. Bjöllurnar spila 40 lög.
Sound of Music skoðunarferð í Salzburg
Farðu í skemmtilega ferð um vettvang sögunnar og lærðu meira um Von Trapp fjölskylduna á meðan þú hlustar á lögin úr myndinni.