Áhugaverð hótel – Corsica

Corsica - hápunktar

Palombaggia-ströndin
2 km löng strandlengja og tært vatnið liggja í skjóli rauðra granítkletta. Palombaggia er án nokkurs vafa vinsælasta strönd Korsíku.
Santa Giulia-flói
Stórfenglegar strendurnar við Santa Giulia-flóa liggja í skjóli Porto-Vecchio-strandlengjunnar - ósortins og eyðilegs landslags.
Figatellu frá Valle-d'Orezza
Þetta litla þorp er þekkt um gjörvalla Korsíku fyrir Figatellu, hefðbundna pylsu frá Korsíku: úrval af reyktu svínakjöti, krydd og vín.
Gönguslóðinn GR20
GR 20 er einn erfiðasti slóði Evrópu til lengri gönguferða en mögulega einnig sá fallegasti, þar sem hann liggur um fjöll, hásléttur og engi.
Agirates-eyðimörkin
5.000 hektarar af þéttu, óræktuðu svæði umlykur fallegar og perluhvítar sandstrendur á norðurströnd Korsíku.
Porto-flói
Þetta landsvæði, sem er umlukið hrjúfum fjallatindum og rauðum granítklettum, er eitt magnþrungnasta landsvæði Korsíku og er skráð á heimsminjaskrá UNESCO.
Fæðingarheimili Napóeleon Bónaparte
Sjáðu með eigin augum fæðingarstað Napóleons Bónaparte og innréttingarnar frá 18. öld sem hann hafði daglega fyrir augunum.
Les Calanques de Piana
Þetta samansafn veðursorfinna kletta. sem eru einkennandi fyrir svæði, er á heimsminjaskrá UNESCO.
Borgarvirkið í Calvi
Calvi státar af frábærri matargerð, rúmlega 8 km langri strandlengju og ljómandi fögru borgarvirki sem ber við snævi þakin fjöllin í fjarska.
Hin forsögulega Filitosa
Þetta svæði skipar ríkan sess í fornaldarsögu Korsíku og þar standa mannvirki úr jötunsteini frá samnefndum tíma á milli burkna og ólífutrjáa.