Gisting Flug Bílaleigur Leigubílar til og frá flugvelli

Ísland Hótelumsagnir frá staðfestum gestum

Nýlegar umsagnir fyrir hótel á Íslandi

 • Fit Guesthouse Keflavik Airport

  Keflavík, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 5
  • Jákvætt í umsögninni

   Þarna var mjög skítugt og ógeðslegt vert dirty and disscusing

  • Neikvætt í umsögninni

   pat for two night but we stay only one and book another hotel. it is hardly good enough for pics

  Umsögn skrifuð: 20. september 2018 Dvöl: ágúst 2018
  Einar Ísland
 • Guesthouse Akureyri

  Akureyri, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 8,4
  • Jákvætt í umsögninni

   Allt

  • Neikvætt í umsögninni

   Ekkert

  Umsögn skrifuð: 20. september 2018 Dvöl: september 2018
  Unnur Ísland
 • The Capital-Inn

  Reykjavík, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 7,2
  • Jákvætt í umsögninni

   Góð herbergi og að vera í átt að sjó um er bara frabært

  • Neikvætt í umsögninni

   Ekki gott að það sé bara eitt bílastæði fyrir fatlaða. Þyrftu að vera allavega 2 ef ekki 3.

  Umsögn skrifuð: 21. september 2018 Dvöl: september 2018
  Esther Ísland
 • Guesthouse Langafit

  Laugarbakki, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 7,7
  • Jákvætt í umsögninni

   þægilegur staður

  • Neikvætt í umsögninni

   Kuldi í eldhúsi og umgangur tjaldgesta og lítið baðherbergi

  Umsögn skrifuð: 20. september 2018 Dvöl: september 2018
  Karl Ísland
 • Icelandair Hotel Herad

  Egilsstaðir, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 8,8
  • Jákvætt í umsögninni

   Frábært hótel á góðum stað,frábært starfsfólk,skemmtileg hönnun,þægileg rúm,sem sagt frábært að dvelja þar,mundum svo sannarlega gera það aftur,,,,🌷

  • Neikvætt í umsögninni

   Morgunnmaturinn heldur dýr 👍🏼🌷🌷

  Umsögn skrifuð: 20. september 2018 Dvöl: ágúst 2018
  Àgust Ísland
 • The Base by Keflavik Airport

  Keflavík, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 8
  • Jákvætt í umsögninni

   herbergið stóð alveg undir væntingum

  • Neikvætt í umsögninni

   nenni ekki að vera neikvæður

  Umsögn skrifuð: 20. september 2018 Dvöl: september 2018
  Sigurður Ísland
 • Icelandair Hotel Reykjavik Natura

  Reykjavík, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 7,9
  • Jákvætt í umsögninni

   Morgunmaturinn var góður og spaið notalegt.

  • Neikvætt í umsögninni

   við vorum á hótelinu nóttina eftir brúðkaup og fannst skrítið að ekkert væri gert til að taka á móti okkur í það með huga. Annað var að gólfið í svítunni var flughált (of bónað líklega) þannig að annað okkar missti fæturnar undan sér við að stíga fram úr rúminu um morguninn og meiddi sig og marðist nokkuð en slasaðist ekki. Við létum vita af þessubæpui munnlega og í tölvupósti og fengum þakkir fyrir að láta vita en var ekki boðið upp á neina bætur fyrir þetta þrátt fyrir að þarna væri augljóslega um að ræða stórhættulegar aðstæður sem sköðuðu annað okkar og eyðilögðu daginn eftir brúðkaupið, þetta er einfaldlega léleg þjónusta og gerir það að verkum að við munum ekki mæla með hótel natura.

  Umsögn skrifuð: 20. september 2018 Dvöl: september 2018
  Fritz Ísland
 • Snorrastadir Farm Holidays

  Rauðamelur, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 8,4
  • Jákvætt í umsögninni

   Okkur fannst staðsetningin mjög fín. Skemmtilegt að vera undir Eldborg sem er í göngufæri, og fórum við þangað. Gott að hafa eldhús, eldunaraðstöðu, og allt sem því tilheyrir. Nóg pláss til að borða, sitja og spjalla. Bústaðurinn er ágætlega stór og þannig lagað pláss fyrir alla. Okkur fannst ánægjulegt að fá möguleika á að kíkja í fjósið og heilsa upp á beljurnar. Sérlega einn okkar fékk alveg uppfylltan draum sinn þar.

  • Neikvætt í umsögninni

   Rúm aðstaðan sem ég allavega var í, var ömurleg. Það var fínt að liggja í sjálfu rúminu, en rúmið fyrir ofan var svo neðarlega, svo ég vaknaði fleiri sinnum við, að ég rakst í rúmið fyrir ofan. Það var mjög þrengslalegt og maður upplifði innilokunarkennd (þjáist annars ekki af slíku almennt!) Sá sem var í hinu þannig rúminu, var með ofanvert rúmið (kojuna) ofar en mitt. Það munaði alveg um einhverja centimetra, og virtist því fara betur um hann. En hugsa að hinir, sem voru í rúmum án koju fyrir ofan, hafi alveg verið ánægðir með sín rúm. Potturinn var kaldur. Og mér er alveg sama þó það hafi verið stormur. Ég, og við hin, höfum verið í ýmsum pottum yfir ævina, í alls kyns veðrum, vetrum og vindum og við höfum aldrei upplifað svo kaldan pott. Það lagði skugga á ferðina, því potturinn var eitthvað sem við höfðum hlakkað til. En við vorum köld og hrjáð þegar við komum upp úr pottinum og fórum í sturtu þar sem bunan var ágætlega heit, en óttalega kraftlítil. Fannst svolítið asnalegt að hafa Campers bíla, beint fyrir framan húsið, þannig að hægt var að glápa beint inn til okkar. Bílarnir voru alveg fjórir allavega. Pannan var ónothæf. Ætti að vera fyrir löngu farin á haugana. Pottarnir voru illa þrifnir. Það vantaði uppþvottavéla-töflur.

  Umsögn skrifuð: 21. september 2018 Dvöl: september 2018
  Sóldögg Ísland
 • Bed and Breakfast Keflavík Airport Hotel

  Keflavík, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 8,2
  • Jákvætt í umsögninni

   Já bæði mjög gott.

  Umsögn skrifuð: 21. september 2018 Dvöl: september 2018
  Ásta Ísland
 • Lamb Inn Öngulsstadir

  Akureyri, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 8,8
  • Jákvætt í umsögninni

   Morgunmatur finn rúm þægileg

  • Neikvætt í umsögninni

   allt frábært

  Umsögn skrifuð: 21. september 2018 Dvöl: september 2018
  Asdís Ísland

Hótel á Íslandi sem fá góð meðmæli frá gestum sem tala íslensku

 • 41 - A Townhouse Hotel

  Reykjavík, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 9,4
  • Jákvætt í umsögninni

   Mjög flott hönnun á innréttingu, fínasta kaffivél, sérlega praktískt að fá lánaðan farsíma

  • Neikvætt í umsögninni

   Ópraktískt innrétting, vantaði meira skápapláss fyrir föt, hengi fyrir utanyfirföt, króka í baðherbergi vantaði líka og sturtuhengi eða því líkt til að takmarka dreifingu á bleytu á gólfi eftir sturtu

  Umsögn skrifuð: 4. janúar 2017 Dvöl: janúar 2017
  Oskar Svíþjóð
 • Egils Kaupangur

  Borgarnes, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 8,8
  • Jákvætt í umsögninni

   Rúmin voru þægileg, góð sæng og góður koddi. Betra hefði þó verið að hafa hjónasæng, en ég skil tilganginn með að hafa tvö rúm ;)

  • Neikvætt í umsögninni

   Ég gat ekki hugsað mér að nota uppþvottaburstann í eldhúsinu, hann var óhreinn, ólíkt öllu öðru í húsinu.

  Umsögn skrifuð: 6. febrúar 2017 Dvöl: febrúar 2017
  Jonina Ísland
 • Wave Guesthouse Hrísey

  Hrísey, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 9,6
  • Jákvætt í umsögninni

   Heimilislegt og notalegt. Góðar móttökur. Fallegt útsýni. Getum mælt með því að gista hér.Ekki spillir að hafa sundlaugina í næsta húsi.

  Umsögn skrifuð: 12. febrúar 2017 Dvöl: febrúar 2017
  Bragi Ísland
 • Blue Mountain Apartments

  Kópavogur, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 9,4
  • Jákvætt í umsögninni

   Mjög þægileg rúm og rúmföt. Fínn ísskápur og eldunaraðstaða. fín stærð af íbúð fyrir 3 fullorðna

  • Neikvætt í umsögninni

   Vantaði lak fyrir svefnsófann (fundum allavega ekki) mætti vera fallegir hlutir á veggjum til að gera þetta hlýlegra :)

  Umsögn skrifuð: 5. apríl 2017 Dvöl: apríl 2017
  Ólína Ísland
 • Ásar Guesthouse

  Eyjafjarðarsveit, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 10
  • Jákvætt í umsögninni

   Dvölin á Ásar guesthouse var dásamleg! Það var tekið á móti okkur með hlýju og fagmannlegu viðmóti. Herbergin nostursamlega innréttuð og falleg, rúmið og sængurfötin dásamleg og aðstaðan öll til fyrirmyndar. Baðherbergi með stóru baðkari og sturtu og svo er heiti potturinn fullkominn til að slaka á í eftir ferðalag dagsins. Mjög þægilegt að hafa baðsloppa á herbergjum auk þess sem hægt er að fá lánaða filtinniskó, mjög þægilega. Morgunmaturinn ferskur, fjölbreyttur og fallega framreiddur!

  • Neikvætt í umsögninni

   ég hef bara ekki yfir neinu að kvarta!

  Umsögn skrifuð: 10. júní 2017 Dvöl: júní 2017
  Helga Ísland
 • K16Apartments

  Akureyri, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 9,4
  • Jákvætt í umsögninni

   Mjög vel. Góð staðsetning. Mjög góð og flott íbúð

  Umsögn skrifuð: 12. júní 2017 Dvöl: júní 2017
  Ónafngreindur Ísland

Hótel á Íslandi sem fá góð meðmæli frá öllum fyrri gestum

 • The White House

  Reykholt, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 9,7
  • Jákvætt í umsögninni

   Fallegt og sérstakt hús, góður aðbúnaður að öllu leyti, vel tekið á móti gestum - morgunverður einstaklega skemmtilega fram reiddur. Gef þessum stað mín bestu meðmæli.

  Umsögn skrifuð: 17. maí 2017 Dvöl: maí 2017
  Ingvar Ísland
 • Helgugata Guesthouse

  Borgarnes, Ísland

  Meðaleinkunn umsagna: 9,6
  • Jákvætt í umsögninni

   Fékk mér ekki morgun mat , geri það næst . Rúmið var mjög gott .Eigandinn var frábær og vildi allt fyrir okkur gera .

  • Neikvætt í umsögninni

   Ég get ekkert sett út á þetta frábæra gisti hús

  Umsögn skrifuð: 24. ágúst 2017 Dvöl: ágúst 2017
  Ásta Ísland