Öryggisábendingar fyrir samstarfsaðila

Þó að Booking.com fylgi nákvæmum verkferlum til þess að vernda samstarfsaðila okkar, hvetjum við þig jafnframt til að taka ábyrgð á og gera ráðstafanir til þess að tryggja eigið öryggi sem gestgjafi. Hér eru nokkrar ábendingar – sem eiga aðallega við um heimili og íbúðir – til að tryggja að allt gangu snurðulaust fyrir sig.

Svona tryggir þú öryggi þitt sem gestgjafi

Vertu skýr hvað væntingar varðar

Þegar þú setur upp síðu um gestgjafa skaltu hafa upplýsingar um gististaðinn þinn og nágrenni hans mjög skýrar til að forðast vonbrigði á báða bóga. Ef þú ert að leigja út þitt eigið heimili viltu kannski taka á móti gestunum og sýna þeim húsnæðið.

Kynnstu gestum þínum

Notaðu skilaboðakerfið okkar til að ræða við gestina fyrir komu. Þó að ekki sé hægt að kanna bakgrunn gesta eða afpanta bókanir á grundvelli þessara samtala er þettta gott tækifæri til að mynda traust og veita frekari upplýsingar (svo sem um innritun). Við mælum fastlega með því að gefa gestum ekki upp persónulegar tengiliðaupplýsingar þínar fyrr en þú hefur hitt þá – reyndu að halda öllum samskiptum innan vettvangs okkar.

Spurðu spurninga

Hafðu frumkvæði að samtölum sem hjálpa bæði þér og gestunum til að vita við hverju megi búast.
 • Hversu margir verða gestirnir?
 • Hver er tilgangur ferðarinnar?
 • Er þetta í fyrsta sinn sem þeir leigja þessa tegund af gististað?
Athugaðu hvort þeir þekki húsreglur þínar (svo sem hvenær þarf að vera komin þögn á kvöldin og að ekki megi reykja innandyra). Það er skynsamlegt að setja húsreglur um algeng atriði – gæludýr, reykingar, samkvæmi og hávaða. (Ef þú ert með einhverjar aðrar sérstakar húsreglur sem birtast ekki sem valmöguleiki á ytranetinu skaltu skrifa þær inn í skjal á tölvunni og skilja eftir útprentað eintak á gististaðnum til að minna gestina á þær meðan á dvöl þeirra stendur).

Undirbúðu gististaðinn

Settu verðmæti eða sérstaklega persónulega muni á öruggan stað ef þetta er einkaheimilið þitt. Ef þú vilt meiri fullvissu um að húsnæðið þitt verði ekki fyrir tjóni og að gestir viti að hverju þeir gangi, getur þú einnig verið með tjónatryggingu.

Athugaðu tryggingarnar þínar

Það eru mjög litlar líkur á því að gestir valdi tjóni á gististaðnum þínum en það er skynsamlegt að tryggja þig gegn óvæntum uppákomum. Venjuleg heimilistrygging nær ekki alltaf yfir skammtímaleigu til annarra aðila og því skaltu hafa samband við tryggingarfyrirtækið þitt til að athuga hvort þú þurfir viðbótartryggingu.

Gerðu kröfur til gesta

Til þess að vera viss um að þú fáir alvöru bókanir krefjumst við þess að gestir gefi upp gilt netfang, kreditkortaupplýsingar og fái góða endurgjöf eftir dvalirnar sínar. Til þess að hafa meiri stjórn á því hver getur bókað á gististaðnum þínum getur þú líka sett inn fleiri kröfur til gesta.

Svona tryggir þú að gististaðurinn sé öruggur fyrir gesti

Hér eru nokkrar tillögur til að þú getir undirbúið gististaðinn þinn svo að hann sé öruggur fyrir gesti. Hafðu í huga að þú gætir þurft að gera frekari ráðstafanir eftir hverju tilfelli fyrir sig.

Hér eru nokkar tillögur að því hvernig þú getur tryggt öryggi bæði gististaðarins þíns og gesta:

 • Ræddu við yfirvöld á staðnum og fáðu á hreint hvaða öryggisstaðla þarf að uppfylla og til að finna út hvort gera þurfi öryggisúttekt.
 • Ef þú ert að leigja út heimilið þitt skaltu láta nágranna þína vita áður en þú tekur á móti gestum.
 • Láttu gestina vita um reglugerðir staðarins varðandi matvæli og drykkjarvatn (ef við á).
 • Gefðu gestum upp símanúmer neyðarlínunnar í þínu landi.

Bruna- og kolmónoxíðsvarnir

 • Gættu þess að neyðarútgangurinn hjá þér sé sýnilegur og að ekkert hindri aðgengi að honum.
 • Vertu með slökkvitæki þar sem auðvelt er að ná í það og prófaðu það reglulega.
 • Settu upp reyk- og kolmónoxíðsskynjara á öllum hæðum og íhugaðu að setja upp vatnsúðakerfi.
 • Hafðu rýmingaráætlun með símanúmeri neyðarlínunnar á gististaðnum.
 • Gættu þess að gaseldavélar, vatnshitarar og önnur rafmagnstæki séu hreinsuð og yfirfarin reglulega. Ef þú notar gas skaltu passa upp á að ventillinn til að loka fyrir það sé auðveldlega aðgengilegur.

Rafmagnsöryggi og aðrar hættur

 • Lokaðu fyrir ónotuð rafmagnsúttök með öryggistöppum.
 • Farðu reglulega yfir heimilistækin þín til að skyggnast eftir biluðum rofum, innstungum og trosnuðum snúrum.
 • Uppfærðu og skiptu um gamlar og bilaðar leiðslur.
 • Haltu snúrum og leiðslum frá öðrum hlutum og ekki hylja þær.

Öryggi barna

 • Ef fjölskyldur með börn eru velkomin á gististaðinn þinn skaltu gæta þess að setja hlífar á rafmagnsinnstungurnar.
 • Athugaðu hvort einhverjar fallhættur (svo sem opinn stigi) séu til staðar og bjóddu upp á fjarlægjanlegt barnahlið.
 • Settu upp barnalæsingar á dyr, glugga, skúffur og heimilistæki.
 • Skoðaðu vel handrið og rimla á öllum stigum, svölum, veröndum og gangstígum til að vera viss um að þau séu traust og vel fest.
 • Gefðu gestum þínum upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband við bráðamóttökur og barnalækna á staðnum.

Svona getur þú verndað þig á netinu

Við erum stöðugt að horfa á ógnanir við netöryggi og styrkja öryggisviðbúnað okkar til þess að vera skrefi á undan. Við notumst við viðtekin öryggisferli til að vernda og tryggja svæðið þitt á Booking.com.

Sem notandi vettvangs okkar getur þú einnig hjálpað okkur við að vernda svæðin þín og auðkennisupplýsingar þínar með því að vera á varðbergi gagnvart tölvupóstum sem innihalda hlekki og/eða viðhengi, tölvupóstum þar sem beðið er um að þú innskráir þig eða tölvupóstum sem biðja þig að slá inn persónulegar eða fjárhagslegar upplýsingar. Ef þú sérð grunsamlegan tölvupóst skaltu fara eftir þessum ábendingum um það hvernig þú skoðar og tilkynnir þá:

 • Athugaðu netfangið í „frá“-reitnum.
 • Ekki treysta notandanafninu – athugaðu netfangið í „frá“-reitnum og ef það lítur grunsamlega út skaltu ekki opna tölvupóstinn.

Dæmi um netföng sem hægt er að treysta:

noreply@booking.com
noshow@booking.com
*****@property.booking.com
noreply-payments@booking.com
customer.care@booking.com
customer.service@booking.com
invalid-cc@booking.com
****@mailer.booking.com
email.campaign@sg.booking.com

Tilkynntu grunsamlega tölvupósta

Ef þú kemur auga á grunsamlegan tölvupóst skaltu ekki bara eyða honum – tilkynntu hann fyrst til okkar. Áframsendu hann sem viðhengi til report@booking.com og flyttu hann svo yfir í ruslmöppuna þína.

Hvað annað getur þú gert til að gæta öryggis svæðisins þíns?

Leyfa tveggja skrefa auðkenningu á svæðinu þínu

Tveggja skrefa auðkenning bætir einu öryggislagi til viðbótar við svæðið þitt. Ef hætta er á að notandanafnið eða lykilorðið þitt verði berskjölduð sendir Booking.com sérstakan sannreyningarkóða í snjalltækið þitt sem þarf að sýna áður en leyfður er aðgangur að svæðinu þínu.

Vinsamlegast hafðu í huga að þjónustufulltrúar myndu bara biðja þig um að gefa upp auðkenni gististaðarins. Þjónustufulltrúar okkar myndu ekki biðja þig um að gefa upp lykilorðið fyrir svæðið þitt á Booking.com eða aðrar viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmerið þitt.

Vantar þig meiri upplýsingar um það að vera gestgjafi?

Síðan okkar Partner Hub hefur að geyma svörin við spurningunum sem brenna á þér. Þar eru svör við öllu, allt frá því hvernig hægt er að finna upplýsingar um bókanir til þess hvernig þú getur uppfært framboðið á gististaðnum þínum. Á síðunni finnur þú hjálpina sem þú þarft til að hafa umsjón með samstarfi þínu við Booking.com í kennslumyndböndum, leiðbeiningum og myndskeiðum.

Hvað á að gera ef eitthvað fer úrskeiðis

Ef svo ólíklega vill til að eitthvað fari úrskeiðis erum við þér innan handar. Hér finnur þú leiðbeiningar sem þú getur fylgt ef vandamál kemur upp ásamt upplýsingum um þau skref sem við fylgjum til að hjálpa þér.

Þessi grein er eingöngu ætluð til upplýsingar og felur ekki sér neina lögfræðilega ráðgjöf, réttindi eða ábyrgð. Vinsamlegast hafðu í huga að þú gætir þurft að gera viðbótarráðstafanir í sérstökum tilfellum.