Notkunarskilmálar samstarfsaðila Booking.com
Booking.com gæti boðið samstarfsaðilum aðgang að notandasvæðum á netinu, þar á meðal Connect (ytranetið) og að samskiptasvæði hlutdeilarfélaga (héðan í frá kölluð „Þjónusta Booking.com“). Einstaklingar með aðgang að þessum notandasvæðum, annað hvort vegna samnings beint við Booking.com eða fyrir hönd samstarfsaðila Booking.com (héðan í frá kallað „meginsamkomulag“), þarf að lúta eftirfarandi notandaskilmálum.
Þú samþykkir að nota ekki, og leyfa þriðju aðilum ekki að nota, þjónustu Booking.com í öðrum tilgangi heldur en samþykktur er í meginsamkomulaginu, og að ekki:
- Senda óumbeðna auglýsingatölvupósta til gesta.
- Fara með rangfærslur, þar á meðal að villa á þér heimildir
- Hlaða upp vírusum, spilliforritum eða öðrum meinfýsilegum kóða
- Breyta, óvirkja eða blekkja ferla sem innbyggðir eru í kerfi Booking.com
- Skaða, óvirkja, spilla og/eða ofhlaða kerfi Booking.com
- Beita bendismíði á þá þjónustu sem Booking.com býður
- Afrita og nota vörumerki Booking.com án þess að skýrt samþykki frá Booking.com liggi fyrir
- Gefa upp, deila eða selja notandaupplýsingar
- Gefa þriðja aðila aðgang að kerfum Booking.com í auglýsingaskyni eða öðru skyni, án þess að skýrt skriflegt samþykki frá Booking.com liggi fyrir
- Nota þjónustu Booking.com þannig að notkunin brjóti viðeigandi lög, þar á meðal lagaréttindi annara. Það á einnig við um að hlaða inn efni sem brýtur á hugverkaréttindum þriðja aðila
Tap eða misbeiting á notandaupplýsingum skal tilkynna tafarlaust á netfangið report@booking.com.
Ef þessum notandaskilmálum er ekki fylgt getur það leitt til þess að aðgangur þinn að þjónustu Booking.com verður stöðvaður. Booking.com áskilur sér rétt til að taka til frekari lagaúrræða, þar á meðal að slíta samkomulaginu, í samræmi við viðeigandi meginsamkomulag.
Booking.com