1
Eina leiðin til að fá að gefa einkunn og umsögn er að bóka fyrst. Þannig vitum við að umsagnirnar okkar koma frá raunverulegum gestum sem hafa dvalið á gististaðnum.
2
Þegar gestir okkar dvelja á gististaðnum athuga þeir hve hljóðlátt herbergið er, hve vinalegt starfsfólkið er og fleira.
3
Að ferðalagi loknu segja gestirnir okkar frá dvölinni. Við athugum hverja einustu umsögn, fjarlægjum dónaskap og bætum þeim síðan á síðuna okkar.
Jákvætt í umsögninni
Góð staðsetning og almenningsrými. Það var frekar rólegt en heldur ekki fullt bókað en fer það míkið eftir fólkinu sem er að gista. Baðherbergin eru mjög góð, mjög hreint og snýrtilegt og voru alltaf laus. Fín aðstaða í eldhúsinu og góður matsalur. Auðvelt að komast inn í gistiheimilinu og fá kortin fyrir hýlkin. Það er fínt í eina nótt og alveg serstök upplífun og betra en svefnsal en mundi ekki nenna að gista fleiri nætur í einu.
Neikvætt í umsögninni
Þessi hýlki eru ekki með hljóðeinangrun, þannig að maður heyrir allt. Fólk var t.d. að tekka inn um miðjan nótt. Fyrir ofan voru börnin okkar, og allt hristist því hýlkin eru föst við sömu stálgrindina.
Jákvætt í umsögninni
Morgunverðurinn var góður, góð þjónusta við innritun, herbergið hreint og notalegt, góð birta og leslampar, dásamlegt útsýni og aðgengi að því að njóta þess. Og við nutum þess að hafa voffa með.
Neikvætt í umsögninni
Rúmdýnurnar voru full harðar.
Jákvætt í umsögninni
Rólegt og gott hótel með fallegu umhverfi og staðsetning er flott. Fínasti morgunverður og þjónustan ágæt. Mjög rúmgott baðherbergi, allt hreint og fínt.
Neikvætt í umsögninni
Herbergið frekar lítið og rúmið alltof hart/stíft fyrir okkar smekk. Ótrúlega þykkir koddar en betra væri að hafa tvær tegundir af þeim til að fólk hafi val.
Jákvætt í umsögninni
Yndislegt umhverfi og kósý samveruaðstaða. Morgunmaturinn var fullkominn og nóg af öllu
Jákvætt í umsögninni
Það var skemmtilegt að koma og starfsfólkið talaði íslensku.
Jákvætt í umsögninni
Staðsetning var góð en ekki gargið í mavunum um miðja nótt
Jákvætt í umsögninni
Staðsetningin, stærð herbergja, stór spegill, góð sturta
Neikvætt í umsögninni
Hilluleysi á baði, snagaleysi líka, ekki hægt að opna glugga, flóðlýsing i setustofu ( engir lampar) ónýtur svefnsófi, mjög lítið borð og lélegt, aðstaðan gerir ekki ráð fyrir 3 fullorðnum, og alls ekki lágvöxum sbr rúllugardínur eða fatasnaga.
Jákvætt í umsögninni
Allt mjög hreint og góð aðstaða,, mæli með:)
Jákvætt í umsögninni
Frábærir gestgjafar og umhverfið yndislegt
Neikvætt í umsögninni
Allt var upp á 10
Jákvætt í umsögninni
Mjög fallegt hús og rúmgott. Fallega innrétt og góð staðsetning. Lyktar vel, hreint og flott.
Neikvætt í umsögninni
Netið gæti verið betra og hefði verið góður bónus að hafa til salt og pipar til í eldhúsinu. Samstarfsfólki mínu fannst postulíndúkkan smá krípí en annars var þetta rosalega fínt.