1
Eina leiðin til að fá að gefa einkunn og umsögn er að bóka fyrst. Þannig vitum við að umsagnirnar okkar koma frá raunverulegum gestum sem hafa dvalið á gististaðnum.
2
Þegar gestir okkar dvelja á gististaðnum athuga þeir hve hljóðlátt herbergið er, hve vinalegt starfsfólkið er og fleira.
3
Að ferðalagi loknu segja gestirnir okkar frá dvölinni. Við athugum hverja einustu umsögn, fjarlægjum dónaskap og bætum þeim síðan á síðuna okkar.
Jákvætt í umsögninni
Mjög góð gisting. Herbergin eru rúmgóð með stórum baðherbergjum. Lyklalausa aðgengið virkaðir mjög vel og sameiginlega rýmið þar sem gestir geta hitað sér kaffi var góð hugmynd. Miklu betra en ég átti von á fyrir þetta verð. Hélt það væri meira mál að vera þetta langt frá miðbænum en svo skipti það engum máli þegar upp var staðið og við vorum enga stund að skreppa í bæinn. Mæli heils hugar með þessu hóteli.
Neikvætt í umsögninni
Við fórum ekki í morgunmatinn og fundum heldur engar upplýsingar um hann. Það hefði mátt vera betra.
Jákvætt í umsögninni
Rúmin voru þægileg og allt svo snyrtilegt, hreint og smekklegt. Eldhúsaðstaðan frábær og hægt að sitja inni og úti. Yndislegt að komast í heitan pott. Friðsælt og fallegt umhverfi. Hjartans þakkir fyrir okkur!
Jákvætt í umsögninni
Mjög flott gistiheimili. Herbergið okkur var mjög hreint, rúmin þægileg og flott baðherbergi. Sameiginlegt eldhús mjög vel búið. Gistiheimilið fór fram úr væntingum okkar
Neikvætt í umsögninni
Ekkert
Jákvætt í umsögninni
Fínt fyrir verðið, þægilegt self check in og út, hittum aldrei neinn starfsmann., fullt af klósettum og stórt eldhús, flest frekar hreint.
Neikvætt í umsögninni
Það eru fáránlega margir gluggar á herberginu en einungis 1 ponsu lítill gluggi sem opnast og rúðurnar fullar af móðu enda var þungt loft þarna inni þar sem það var ekkert hægt að lofta almennilega, sýndist vera smá mygla í gluggakistunni en ég er ekki sérfræðingur
Jákvætt í umsögninni
Frábært til að gista yfir í eina nótt. Öðruvísi upplifun í rólegu og fallegu umhverfi. Hreinlæti til fyrirmyndar og kósý stemning!
Neikvætt í umsögninni
Það eina sem var ekki gott var fjarlægðin í salernisaðstöðuna.
Jákvætt í umsögninni
Allt við hendina. Umhverfi allt svo flott.Akureyri rokkar😍
Jákvætt í umsögninni
Þetta er fínt fyrir verðið fyrir eina og eina nótt
Neikvætt í umsögninni
Þetta er alls ekki hljóðeinangrað. Heyrði í næsta manni hrjóta alla nóttina. Það var massívt vesen á sjónvarpsdótinu og ekki hægt að ná í neinn starfsmann. Ég reyndi að hringja í þau, banka á starfsmannahurðir og hringja myndavéla staffabjöllu en mér var aldrei ansað. Einnig var annað heyrnartólið brotið(þú verður að nota heyrnartól ef þú ætlar að horfa á sjonvarpið) gestir voru háværir útaf eh veseni fra 6-8 um morguninn. Það var ekki mjög hreint, ekki beint þrifið í öll horn. Dýnan er örþunn og brakar í öllu hólfinu, mjög flimsy efni sem þetta er búið.til úr. Allt á kínversku líka. Sá enga lokaða skápa fyrir dot og ekki beint hægt að taka mikið inni þessi hólf
Jákvætt í umsögninni
Ekki undan neinu að kvarta.. svaf vel, hljóðlátt.
Neikvætt í umsögninni
Eldhús og eldunaraðstaða smá spöl í burtu